Vísir - 31.10.1961, Blaðsíða 8
8
V í S I R
Þriðjudagur 31. október 1961
r
,Auðvaldspressan‘ sagði satt
Á hverjum degi berast þær fregnir af flokksþingi
kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem ljósta menn
furðu, jafnt á Vesturlöndum sem í Sovét. Nýjustu fregn-
irnar um að nú hafi smurlingur Stalins verið fjarlægður
frá hlið Lenins sýna hve rótfúið hið kommúniska þjóð-
félag er. Helzti leiðtogi Sovétríkjanna í þrjá áratugi
er nú uppvís að því orðinn að hafa verið stórglæpa-
maður, manndrápari, svikahundur og skemmdarverka-
maður. Og vitnið er ekki af lakara taginu. það er
Krúsév sjálfur.
Þessi tíðindi hljóta að valda íslenzkum kommún-
istum þungum sorgum. I áratugi hafa þeir dáðst að
Stalin sem hinum mikla foringja ög gengið fram hjá
líki hans með lotningu í svipnum á Moskvuferðum sín-
um. Nú er það komið upp úr dúrnum að þeir dýrkuðu
glæpamann. Það er illt þegar hálfgoðin falla svo ört af
stallinum! Er það þá alveg víst að ekki komi nýr for-
ingi í stólinn eftir nokkur ár, sem segi að Krúsév hafi
verið enn verri gkepamaður en Stalin?
Þjóðviljaritstjórunum eru þessi tíðindi þó vafalaust
þungbærust. í áratugi hafa þeir sagt ,,auðvalds-
pressuna“ Vísi og Morgunblaðið skrökva því af ill-
mennskunni einni saman að Stalin hafi verið illræðisi
maður. En nú er það komið á daginn að „auovalds-
pressan“ hefir haft alveg rétt fyrir sér, en Þjóðviljinn
rangt öll þessi ár. Mikil skelfileg vonbrigði fyrir þá
góðu skriffinna.
Ekki skyldi þó ,,auðvaldspressan“ hafa sagt satt
um einhverja fleiri hluti í Sovét en illverk Stalins?
Hráefnið fullunnið.
Undirbúningur er nú í fullum gangi að stofnun
síldarniðurlagningarverksmiðju á Siglufirði. Hér er
merk framkvæmd á ferðinni. Við þurfum að gera at-
vinnuvegi okkar fjölbreyttari og nýta betur hið góða
hráefni, sem við sækjum í greipar Ægis. Enn höfum
við gert allt of lítið af því að vinna síldina á sem marg-
víslegastan hátt til manneldis og tími er kominn til þess
að hér verði breytt um stefnu. Svipaðar framkvæmdir
þarf og að hafa um aðrar þær fisktegundir, sem hér
veiðast.
Breyttur andi.
I stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins var hvatt
til stofnunar samstarfsnefnda launþega og vinnuveit-
enda. Innan skamms mun koma fram frumvarp að
nýrri vinnulöggjöf. Væntanlega verða þá gerðar nauð-
synlegar breytingar á úreltu fyrirkomulagi. En það
þarf meira en lagabókstafinn einan saman. Það þarf
að breyta andanum í íslenzkum verkalýðsmálum. —
Sættir og samvinna þurfa að koma í stað haturs og
kommúnisma. Samstarfsnefndirnar eru hér stórt skref
; rétta átt.
ÚiGfrraNDI- BLAÐAÚTGAFAN VISIP
Ritstjórar Hersteinn pólssor. Gunnar G Schram
Aðstoðurritstíóri Axe» «horsteinsson Fréttastjór
ar Sverrir óórðarson ‘>orsteinn ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstotur- Laugovegi 27 Auglýsingor
og afgreiðslo Ingólfsstrœt’ 3 Ásknftorgjald er
krónur 45 Oí ó mánuð' f laúsasölu krónur
3.0y0 einrakifc Simi * >660 ’5 linur’ Félags
prentsm*‘ðiar h.t. Steindórsprem h.t. Eddo h.t
n von Brentanos.
Stjórnarmyndun í Vestur-
Þýzkalandi hefur gengið á-
kaflega illa. Eins og kunn-
ungt er tapaði Kristilegi
flokkurinn undir forustu
Adenauers þingmeirihluta
sínum í kosningunum í sept-
ember s.l. En hægri flokkur-
inn sem kallar sig Frjálsir
demokratar vann nokkurn
kosningasigur og fékk odda-
stöðu á þingi.
Síðan það gerðist hefur
staðið í sífelldu stappi milli
þessara tveggja flokka.
Flokksmenn beggja viður-
kenna það að vísu, að sam-
steypustjórn þeirra muni
verða eina Ieiðin út úr vand-
anum, en þarna á milli ríkir
slík persónuleg óvild. að í
stað þess að flokkarnir ræði
efnislega um grundvöll sajrn-
steypustjórnar hefur meú-:
tími farið í persónulegt na"
og níð.
Þessar deilur hafa nú á
endanum Ieitt til hess að
Heinrich von Brentano hefir
sagt af sér sem utanríkisráð-
herra,
❖
Illindin milli flokkanna
eiga rætur sínar að rekja m.
a. til fyrri amskipta þeirra.
Áður fyrr stóðp . .JKÖaLUfSÁt
og Frjálsir dsmffcagtgrfMp-..'.
an að stjórn Þýzkalands. En
þega Kristilegi flokkurinn
náði hreinum meirihluta á
þingi, sleit hann stjórnarsam
starfinu fyrirvaralaust. Vakti
sú ákvörðun þiturleika, sem
enn logar meðal Frjálra
demokrata.
/ (
Kosningasigur Frjálsra
demokrata i kosningunum
um njyndun samsteypu-
stjórnar undir forustu Aden-
auers gamla, en hann varð
að gefa drengskaparheit um
að sitja þó ekki lengur en
hálft kjörtímabilið. Að öðru
leyti sömdu flokksforingj-
arnir uppkast að stjórnar-
sáttmála, þar sem þeir komu
sér saman um skiptingu ráð-
af reiði vegna þessa. Þeir
héldu margar ræður, þar sem
þeir bentu á að með þessu
væri verið að svíkja þá
mörgu kjósendur, sem
greiddu flokknum atkvæði
eingöngu vegna þess, að þeir
vildu með því losna við
Adenauer, Samt tókst á end-
anum sem fyrr segir, að fá
Heinrich von Brentano.
nú var unninn á kostnað
Kristilega flokksins og var
það viðkvæði þeirra, að Ad-
enauer væri orðinn of gamall
til að stjórna. Nú yrði að
hleypa nýju blóði í stjórnina.
Þegar kosningaúrslit voru
svo tilkynnt og það kom í
Ijós, að Frjálsir demokratar
höfðu fengið oddaaðstöðu
tilkynnti foringi flokksins
Erich Mende, að hann vildi
ganga til stjórnarsamstarfs
við Kristilega flokkinn. en
því aðeins að Adenauer yrði
ekki lengur forgætisráð-
herra. Varð þessi yfirlýsing
upphaf að hinum harð-
skeyttu persónulegu deilum.
Eftir að foringjar beggja
flokka höfðu þjarkað um
þetta í hálfan mánuð náðist
þó samkomulag milli þeirra
herraembætta og stefnu í
ýmsum höfuðmálum. Virtist
nú sefn samkomulag væri að
takast og var nú aðeins eft-
ir að staðfesta þetta í báðum
þingflokkum.
Sýnir það bezt hörkuna og
andúðina sem ríkir milli
þessara tveggja flokka, að
allt ætlaði vitlaust að verða
í báðum þingflokkum þegar
uppkastið var lagt þar fram.
Þessir flokksfundir fóru báð-
ir fram í byrjun síðustu viku.
Lyktaði þeim svo, að Mende
foringja Frjálsra demokrata
tókst við illan leik., að fá
stjórnarsáttmálann sam-
þykktan. En daginn eftir þeg-
ar uppkastið var rætt i
Kristilega flokknum, var
stjórnarsáttmálinn felldur og
hefur síðan leikið í lausu
lofti í þýzkum stjórnmálum.
Það er erfitt að rekja í
stuttu máli þær deilur, sem
hér hafa staðið og ekki hefur
heldur allt í þeim orðið opin-
bert.
í Frjálsa demokrataflokkn-
um var óánægjan mest með
það, að Adenauer skyldi á-
fram verða forsætisráðherra.
Hér skiptist flokkurinn í
tvennt, þannig að flokks-
menn úr Norður-Þýzkalandi
vnáðu ekki®upp í nefið á sér
fram samþykki á stjórnar-
' myndun.
♦
Deilurnar urðu ennþá há-
værari í Kristilega flokkn-
um. Flokksmenn þar eru við-
kvæmir af því að þeir hafi
misst meirihluta og sárnar
það mjög að sjá annars
flokksmenn taka við sumu af
því valdi og embættum, sem
þeir höfðu áður. Gagnrýndu
þeir ákaflega stjórnarsátt-
málann og sögðu að það væri
pngu líkara, en að Frjálsir
demókratar hefðu skráð
hann og foringjar kristilegra
síða.i fallizt á hann. Viður-
kenndi Adenauer þetta að
nokkru, en sagði að þetta
væri aðeins liður í víðtækari
samningum. Annar flokkur-
inn gæti ekki ginið yfir öllu
og þetta hefði verið aðeins
einn þátturinn í víðtækri
málamiðlun.
Nú felldi þingflokkur
Kristilegra stjórnarsáttmál-
ann og hefur það haft í för
með sér að þvi er virðist, að
i nýjum samningum hafa
þeir orðið að fallast á það,
að von Brentano víki úr sæti
sem utanríkisráðherra.
♦
Hér er um all flókið og
Framh á bls 10