Vísir - 31.10.1961, Síða 10

Vísir - 31.10.1961, Síða 10
10 V í S I R Þriðjudagur 31. októbcr 1961 MÉnningarorð: Ingvar Gunnarsson. F. 4. név. '86 — D. 23. okt. '61 í dag verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju Ingvar Gunnarsson, kennari. Hann var fæddur 4. nóv. 1886 að Skjaldarkoti á Vatnsleysu- strönd og lézt að heimili sinu Hverfisgötu 37 í Hafnarfirði hinn 23. okt. sl. Ingvar var so’nur Gunnars Gíslasonar, bónda í Skjaldar- koti á Vatnsleysuströnd Ing- varssonar og konu hans Ingi- bjargar Friðriksdóttur, bónda að Hofi í Stokkseyrarhreppi Guðmundssonar. Þegar Ingvar var kominn til nokkurs þroska, eða um tví- tugsaldur, réðist hann til náms í Flensborgarskóla og lauk prófi þaðan árið Í908. Eftir það gekk hann í Kennaraskólann og útskrifaðist úr honum 1911. Hið riæsta ár var hann kenn- ari í Víðidal í Húnvatnssýslu, en réðist þá til kennslu í heimsveit sinni, Vatnsleysu- strönd, og var þar kennari til 1915. Eftir það stundaði hann verzlunarstörf um skeið. Hann var hreppsnefndarmað- ur í Vatnsleysustrandarhreppi 1914—1920, en á því ári flutt- ist hann til Hafnarfjarðar og varð kennari við barnaskóla bæjarins. Því embætti gegndi óslitið til ársins 1957, að hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. - f stjórn Skógræktarfélags ís- lands var hann 1940—1946 og i varastjórn síðan. í stjórn Skóg ræktarfélags Hafnarfjarðar ‘frá stofnun þess 1946 til dauðadags og formaður félagsins um ára- bil. Þá var hann í stjórn Bún- aðarfélags Hafnarfjarðar frá 1943, lengst af formaður félags- ins. í Garðráði Hellisgerðis í 31 ár (1925—1946) Umsjónar- maður og garðyrkjustjóri Hell- isgerðis frá 1924 þar til nú fyr- ir nokkrum mánuðum að hann sagði af sér. Ingvar Gunnarsson kvæntist eftirlifandi konu sinni, Mar- gréti Bjarnadóttur frá Móakoti á Vatnsleysuströnd 25. sept. 1920. Börn þeirra eru fjögur: tvær daetur og tveir synir. Sama árið og Ingvar fluttist til Hafnarfjarðar var af nokkr- um áhugamönnum stofnað Málfundafélagið Magni. Næsta ár 1921 gekk Ingvar í félagið og var félagi 1 40 ár, eða lengur en nokkur annar til þessa, að einum undantekhum. Hann var starfsmaður félags- ins óslitið í 37 ár. Störf Ingvars Gunnarssonar hér í Hafnarfirði voru nálega alla tið tvíþætt: kennslustörf og ræktunarstörf, og veit eg ekkf hvort honum var kærara. mér er nær að halda að ekki megi þar á milli sjá, enda störfin hliðstæð. Eg var safnstarfsmaður hans í kennarastétt í 20 ár. Gleymi eg ekki, þegar Bjarni Bjarna- son skólastjóri okkar var að segja mér, þá ungumnýliða, frá þeim mönnum, sem störfuðu við skólann, með hverri hrifn- ingu hann þá lýsti Ingvari sem kennara. Þeir eru margir Hafnfirðing- arnir, sem hann á sínum langa starfsdegi hefir komið til nokk- urs þroska, og tvímælalaust hef- ir hann þar leyst af hendi ágætt ævistarf, sem bæjarfélagið má þakka honum, þó mun það vart orka tvímælis, að aukastarf hans, starfið í Hellisgerði, starf- ið fyrir Magna, muni halda minningu hans lengur uppi. Málfundafélagið I Magni og raunar Hafnfirðingar allir hafa lengi verið hreyknir af Hellis- gerði, og er það vel, en þess skulum við þá jafnframt minn- ast, að Ingvar Gunnarsson hef- ir verið þar hin leiðandi hönd allt frá því að hann gróðursetti þar fyrstu trén og svo að segja til þessa dags. Honum var ein- staklega annt um garðinn og sárt um, ef eitthvað var þar illa með fárið. í blaðagrein um Hellisgerði 20 ára er meðal annars komizt svo að orði á þessa leið: „Hefir hann (þ. e. Ingvar) alla tíð ann- azt garðinn á vegum félagsins, og hefir elja hans og farsæld mestu stýrt um það, hvað Heh- isgerði nú er. Ekki hefir það þó verið fyrir það, að Ingvar væri „lærður“ maður um trjá- rækt og blómarækt. Hann var fæddur og upp alinn í byggð, sem er gróðurminni og hrjóstr- ugri en flestar aðrar sveitir þessa hrjóstruga lands, og hafði aldrei numið þau fræði, er að slíku lutu. En ef til vill hefir hann tekið það sárt, hve Vatns- leysuströndin var harðbýl, og þess vegna verið það sérstakt yndi að rækta þennan reit. En mestu hefir þó hitt ráðið, að hann var maður, sem heldur • tryggð við hugsjónir sínar lengur en stundarbil og gæddur er þeirri kostgæfni, er slíkt starf, sem umönnun skrúðgarðs krefst. Með starfi sínu og sjálfs- námi hefir hann tileinkað sér eigi minni þekkingu en aðrir hljóta við langa og erfiða skóla- göngu. Öll trén í Hellisgerði eru í bókstaflegum skilningi fóstruð af Ingvari. Har.n hefir frá unphafi fylgzt með vexti þeirra og viðgangi. Sum hafa komið í hans umsjá sem ofurlitlar plöntur, sem jmfram allt þurfti vel að hlúa að, en til ann- ara hefir hann séð með eigin hendi.“ Á þessum tímamótum Hell- isgerðis luku öll dagblöð lands- ins mikiu lofsorði á garðinn og garðvörðinn, sem maklegt var. Næstkomandi fimmtudag koma nýir skemmtikraftar fram í Lido í fyrsta skipti, „Caribbaen Troupe“, þrír söngvarar og dansmenn, sem skemmt hafa á ýmsum helztu samkomustöðum 1 í stórborg- um álfunnar að undanförnu. Hafa þeir „meðferðis“ söng- list heimkynna sinna, Vestur Indía,sem er sambland af tón list Afríku, Ameríku og Ev- rópu, því að þarna gætt} vit- anlega líka mikilla áhrifa frá spænskri tónlist. Helzta iitriðið, sem þeir munu skemmta mönnum með, er svonefndur „Limbo“dans, en hann varð til hjá þrælum í Vesturálfu og á að tákna baráttu þcirra við að öðlast frelsi og kasta af sér fjötr- unum. Hann fer þannig frarn,, að fyrir er komið tveim grönnum súlum með þverslá, sem er lækkuð jafnt og þétt, en það táknar vax- andi erfiðleika við að strjúka. . .. Þenna dans munu fáir þekkja hér, en af plötum kannast flestir við „tunnubotnamúsik“ manna á Trinidad. Þar urðu menn að notast við tunnubotnana, af því að ekki voru fjármun- ir til að afla raunverulegra hjóðfæra — og áður en menn vissu af var sú hjómlist til orðin, sem kölluð hefir verið calypso“. •1» II UM HÁDEGISBILIÐ á sunnudaginn lagð.i 12 manna leitarflokkur upp héðan úr bænum austur í Hveragerði, til þess að leita að tveim rjúpna- skyttum, sem farið var að ótt- ast um. Skytturnar höfðu ætlað að vera komnar hingað til bæj- arins um klukkan 7 á laugar- dagskvöldið. Hið mesta óveður var strax og leitarflokkurinn kom upp fyrir Lögberg, og var þar hríð- arveður og fór vaxandi eftir því sem lengra dró austur á bóginn. Var stórhrið komin upp í Svínahrauni. Leitarflokkurinn undir stjórn Baldvins Jónssonar vallarvarð- ar komst upp í Skíðaskála Þetta sama ár var Ingvar Gunnarsson sæmdur Fálkaorð- unni fyrir ræktunarstarfsemi i Hellisgerði. En þegar þetta gerðist var þó starfsdagur hans í Hellisgerði rétt rúmiega hálfnaður. Málfundafélagið Magni flytur hinum látna félaga innilegar þakkir fyrir langt og árangurs- ríkt starf. Eftirlifandi konu hans og börnum vottum við samúð. Hafnarfirði, 31. okt. 1961. , Jóh. Þorstcinsson form. Magna. nokkru fyrir kl. 3 á sunnud. og lagði brátt af stað í leitina að mönnunum. Vaf ákveðið að haga leitinni þannig að fara í alla skála í Hveradölum og ná- grenni. Sama hríðarveðrið hélzt og ieitarflokkurinn var á stöðugri göngu milli hinna ýmsu skála íþróttafélaganna allt þar t.il klukkan 8,30 í gærkvöldi, að leitarmenn komu aftur að Skíðaskálanuln. Þeir færðu þær fregnir að þeir hefðu ekki Að utan - Frh at f1 «iðu margþætt mál að ræða. En svo virðist sem samkomu- lagið hafi m. a. byggzt á því að Frjálsir demokratar fengju að ráða miklu um orðalag stjórnarsáttmálans, en í stað þess fengju þeir ekki eins mikilvæg ráðherra- embætti. Þá kröfðust Frják--1 ir demokratar þess, að annað hvort viki von.Brentano ut- anríkisráðhrra. eða þá að þeir fengju embætti Evrópu- málar^iðherra., þ. e. embætti sem hefur mikið að gera með Evrópubandala^ið Mun nið- j urstaðan í samningunum j hafa orðið sú. að von Bren- ■ tano skyldi sitja áfram, en j Frjálsir demokratar fengju | fundið mennina. Þá var þeim skýrt frá því að nokkru fyr- ir klukkan 18 á sunnudags- kvöldið, hefðu mennirnir kom- ið fram heiiir á húfi i Hvera- gerði. — Þeir höfðu komizt í skála aðfaranótt sunnudagsins. Menn þessir heita Erlingur Reyndal Stigahlíð 28 og Ólafur Jónsson málari, Mávahlíð 29. Þó bíll leiðangursmanna sé með talstöfe var ekk.i hægt að hafa samband við leitarmenn- ina. þetta umrædda embætti. Um þetta urðu m. a. harð- vítugar deilur í Kristilega flokknúm, þar sem að Et’- hard efnahagsmálaráðherra mun hafa þótt gengið á sinn hlut með þvj að taka málefni Evrópubandalagsins undan honum. Þannig snerist málið upp í óbeina deilu milli Er- hards og von Brentanos og hefur h enni nú lyktað með því að von Brentano fer frá völdum. r í fyrri viku hrapaði lang- ferðabíll á Ieið frá Titograd til Belgrad niður í gil og biðu 41 maður bana. Falí- hæðin var um 100 metrar. Ellefu komust lífs af en meiddust liættulega.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.