Tölvumál - 01.02.1980, Qupperneq 1

Tölvumál - 01.02.1980, Qupperneq 1
Útgefandi: Skýrslutæknifélag Islands Pósthólf 681,121 Reykjavík Ritnefnd: öttar Kjartansson, ábm. Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson Höfundum efnis áskilin öll réttindi 1. tölublað, 5. árgangur Febrúar 1980 KYNNINGARFUNDUR Skýrslutæknifélagið efnir til félagsfundar (vettvangs- kynning) laugardaginn 23. febrúar 1980, kl. 13.30. Fundurinn er haldinn í boói ísbjarnarins hf og hefst i matsal fyrirtækisins að Noróurgarði (Örfirisey), 2. hæó. Kynnt veróur starfsemi fyrirtækisins og sýnt hvernig tölvutækni er beitt á hinum ýmsu stigum framleiðslunnar. Dagskráin verður i aðalatriðum þannig: 1. Móttaka og kynning. Almennt yfirlit um fyrir- tækió. Páll ólafsson, kerfisfræðingur. 2. Skoðunarferð um húsið. Gestir munu skiptast i hópa. Kynnt veróa gagnasöfnunarkerfi og vinnslurásir i tengslum vió framleióslustjórnun. 3. Safnast saman á ný i matsalnum, stutt erindi: - Yfirlit um tölvuvinnslu ísbjarnarins hf. Páll Ólafsson, kerfisfræðingur. Vinnutimaskráningarkerfiö. Sigurður Pálsson, kerfisfræóingur. Nýtingareftirlit/framleiðslustjórnun. Sigurður Bergsveinsson, kerfisfræðingur. 4. Kaffiveitingar. Fyrirspurnum svarað. Stj órnin. AÐALFUNDUR 1980 Aðalfundur Skýrslutæknifélagsins veróur haldinn þriöju- daginn 25. mars 1980 í Norræna húsinu og hefst hann kl. 14.30. Á dagskrá verða venjuleg aóalfundarstörf. Aö þessu sinni eiga varaformaður, féhirðir og skjalavörður að ganga úr stjórn. Tillögur um stjórnarkjör þurfa aó berast stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn. Aóalfundurinn veröur nánar boðaður í Tölvumálum skömmu fyrir fundinn.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.