Tölvumál - 01.06.1980, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.06.1980, Blaðsíða 11
TÖLVUMÁL 11 Eiga stofnanir og fyrirtæki aó geta skráð og geymt í tölvum hvaóa persónuupplýsingar sem er um hvern sem er? Á aó tryggja aó allir viti hvaó um þá er skráð? Á aó takmarka möguleika á samkeyrslu upplýsinga t.d. um fjárhag og heilsufar einstaklinga? (Lagafrumvarp um vernd persónugagna liggur nú fyrir á Alþingi). Á aö takmarka uppsagnir starfsmanna, sem veróa óþarfir meö tölvuvæðingu, eöa tryggja endurmenntun þeirra? Á aó stuðla aö auknum áhrifum starfsmanna á töku ákvaröana um tölvuvæðingu? Á aó miðstýra tölvuvæóingu hins opinbera t.d. frá stofnun, sem ákveður forgangsröö, gefur út staöla og vinnur aö samræmingu? Hversu sjálfsagöir, sem margir ofangreindra möguleika viróast, þá má ekki gleyma þvi, aö þeir eru afar dýrir i framkvæmd og það sem verra er: Stóraukió skrifræði yrði óumflýjanlegt. Er jafnvel hætt við aó tölvunotkun á ýmsum sviðum verði svo kostnaðarsöm og þung í vöfum aó hagræóing yrði engin, ef taka á fullt tillit til óska sem þessara. Svo tekiö sé dæmi, þá er aðkallandi að tölvuvæóa dómskerfió og auka á annan hátt hagræðingu í þvi. En þaó er erfitt aö benda á ódýra leió til aó tryggja fullkomna leynd sakaskrár. ("Nothing is foolproof because fools are so ingenious"). Þá má ekki gleyma innlendum iónaði, þegar rætt er um stefnumótun. Tölvuiðnaðurinn einkennist af kapphlaupi, sem er skiljanlegt þegar þess er gætt aó þaö getur tekió tvö ár að þróa tölvukerfi, sem siðan hefur e.t.v. ekki nema fimm ára líftíma. Flest hinna tækniþróuóu ríkja heimsins stuóla nú aó innlendum iönaöi meö ákveðinni stefnu hvaó snertir rannsóknir, lánaúthlutanir og aóflutningsgjöld. Hin smærri reyna aö tileinka sér viss "markaðshorn" (niche), sem í okkar tilviki gæti m.a. verið tölvukerfi fyrir fisk- iónaó og útgeró. Hér á landi er þó líklega hvergi brýnni þörf á virkri stefnumörkun í tölvumálefnum en í menntakerfinu. Almenn fræösla er nauósynlegur undanfari almennrar umræöu, sem hlýtur aó vera æskilegur undanfari stefnumörkunar á öórum svióum þjóólifsins. Þvi mióur er ástandió þannig i dag, aó flestir framhaldsskónanna eru i miklu fjarsvelti meó tilliti til nauósynlegra tækjakaupa fyrir kennslu í tölvunar- fræðum. 1 framhaldi af þessum hugleiöingum um stefnumótun vaknar sú spurning, hvort tölvuþróunin verói jafn hröó á næstu áratugum og spáó var í sjónvarpsþáttunum, og hvort það sé í rauninni of seint fyrir okkur aö reyna aó hafa áhrif á þróunina. Þessu er vitanlega ekki hægt aó svara meö tilteknum árafjölda, en hér á eftir mun ég leitast við aö varpa ljósi á spurninguna.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.