Tölvumál - 01.06.1980, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.06.1980, Blaðsíða 8
8 TÖLVUMÁL Margir óttast aö sú þjóðfélagslega bylting, sem búast má viö í kjölfar örtölvunnar, muni ekki veróa til góös fyrir mannkynið því "biliö" á milli þjóöa, þjóðfélags- stétta og manna muni breikka frá þvi sem nú er. Ótalmargt annaö hefur veriö nefnt, sem taliö er aö muni skyggja á dýróarljóma örtölvunnar. Um hrakspár í þessu sambandi er lítiö aö segja, þær munu rætast sumstaöar en annarstaðar ekki, allt eftir því hverjir stjórna framvindu mála á hverjum stað. Staöreyndin er sú aö viö höfum eignast öflugt verkfæri sem nota má í hvaóa tilgangi sem er, góðum eða illum. En þó svo að ein- hverja galla megi finna í sambandi viö notkun þessarar tækni veróum við Islendingar aö tileinka okkur þessa tækni til að veröa ekki undir í samkeppni viö aðrar þjóöir, sem nota munu þessa tækni sér til framdráttar á ýmsum sviðum. Viö eigum kost á aö nota örtölvuna til aö hjálpa okkur viö aö halda því forskoti sem viö höfum í sambandi vió aóal lífsviðurværi okkar, fiskinn. Einnig er nauðsynlegt aö hagnýta örtölvuna í öörum iön- aöargreinum til aö við getum veriö samkeppnisfærir viö erlenda aöila sem geta lækkað sitt vöruverö enn meir meö hjálp tölvustýröra framleiðslutækja. Viö þurfum aö stórauka kennslu í tölvugreinum i skólum, allt niöur í grunnskóla, og halda endurmenntunarnámskeiö fyrir þá, sem lokið hafa skólagöngu. Hvaö sjálfri ör- tölvutækninni viövíkur langar mig aó drepa á mokkur mikilvæg atriöi. Vegna þess aö enn er lítið um fræöslu í sambandi vió örtölvur þá fara margir áhugamenn út í kaup á ódýrum örtölvukerfum til aö fræöast af eigin rammleik. Þegar menn hafa lært á þessi litlu kerfi langar marga aö stækka viö sig en sjá þá aö þeir hafa lent á blindgötu. Fyrir sumar örtölvur er nefnilega lítiö aö fá, litlar upplýsingar, lítiö af vélbúnaöi og kannski ekkert af hugbúnaöi, sem er nauösynlegur ef eitt- hvaö á að gera í alvöru. Þaö er því vissara aö kynna sér meö blaöalestri eða meö öórum hætti hvort hægt sé aö stækka litlu kerfin, áöur en fariö er út í fjárfestingar. Einnig er nauósynlegt aö athuga verð á hugbúnaöi, sem er mjög mismunandi eftir því hver hefur samið og fyrir hvaöa vél. Auöveldlega er hægt aö finna fyrirtæki, sem selur sambærilegan hugbúnaö og annarstaðar er hægt aö fá, fyrir 10 sinnum minna verö.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.