Tölvumál - 01.06.1980, Side 3
tölvumAl
3
Björgvin Guömundsson:
EFNISATRIÐI ÚR FRAMSÖGUERINDI ...
Mig langar fyrst til aö koma aöeins inn á spurninguna
"hvaö er örtölva". Enska orðið "microprocessor" er
upphaflega dregiö af þeirri framleiðsluaðferð, sem
beitt er viö þessar flóknu rásir. Orðiö örtölva er
þýöing á þessu enska orði, en viröist jafnframt vera
notaö um þaö sem kallaö er á ensku "single chip micro-
computer". Eftir þvi sem örtölvurnar verða flóknari
og hraðvirkari verður einnig erfiðara að ákvaröa mörk
þeirra og hinna "hefðbundnu tölva". Það er því ekki
auóvelt aó skera úr um hvaó er örtölva og hvað ekki.
í þeirri umræöu um örtölvubyltinguna, sem spunnist
hefur út frá samnefndum sjónvarpsþáttum, hefur mér
fundist gæta þess misskilnings að með örtölvutækninni
sé mögulegt að gera hluti, sem áóur voru tæknilega ófram-
kvæmanlegir. Fram til þessa dags hafa örtölvur verið
hægvirkari en tölvur seinasta áratugar og vissulega
ekkert getaó, sem forverar þeirra gátu ekki. Byltingin
felst i framleiósluaðferö örtölvanna, sem siðan leiðir
af sér það lágt veró á þeim aö hægt er að nota flókinn
örtölvubúnaó vió verkefni, sem útilokað var aó nota
tölvu vió áður.
Hingað til lands hefur þegar borist allmikiö af tækja-
búnaói, sem stjórnað er af örtölvu svo sem heimilis-
tölvur, reiknivélar, Loran-tæki, prentarar o.fl.
Á næstu árum munum vió sjá örtölvuna á sifellt nýjum
vigstöóvum. Vil ég nefna þar sérstaklega sjálfvirkar
vinnuvélar, en þessi nýja tækni virðist geta gert
vélmenni visindaskáldsagnanna að veruleika.
Vonandi er að okkur islendingum takist aö notfæra
okkur þá miklu atvinnubyltingu, okkur öllum til
hagsbóta.
Björn Friófinnsson:
ÖRTÖLVUBYLTINGIN
Að sjá inn í framtíðina,
Fyrir um þaó bil tveimur áratugum kom hingað til lands
þáverandi varaforseti Bandarikjanna Lyndon B. Johnson.
Borgarbúum var gefió tækifæri á því að sjá og heyra i
hinum merka manni á fundi, sem haldinn var i Háskólabiói
og var ég einn hinna forvitnu, sem þangaó fór. Ekki man
ég nema eitt atriói úr ræóunni, sem Johnson flutti við
þetta tækifæri, en ég man það af gefnu tilefni, sem öðru
hverju rifjast upp i huga mér. Mér fannst vist ræóan ó-
merkileg mióaó við þaó, hve háu embætti ræðumaóur gegndi,