Tölvumál - 01.02.1981, Síða 3

Tölvumál - 01.02.1981, Síða 3
tölvumAl 3 13. april Almennur félagsfundur, þar sem aðferðin veróur kynnt i formi fyrirlestra. 14. april Námstefna, fyrir allt aó 40 þátttakendur, sem standa mun i einn dag. Hádegisverður og kaffi- veítingar innifalið i námskeiðsgjaldi, sem liklegt er að verði nálægt 500 krónum. Ritari Skýrslutæknifélagsins, Óttar Kjartansson, i sima 86144,^mun skrá þátttakendur á námstefnuna. Athygli skal vakin á þvi, að hámarkstala þátttakenda miðast við 40 og að ekki er liklegt, að námstefnan verði endurtekin. SKRIFSTOFA FRAMTÍÐARINNAR - RITVINNSLUTÆKNI Stjórnunarfélag islands og Skýrslutæknifélag íslands stefna aó þvi sameiginlega að efna til námstefnu um skrifstofu framtiðarinnar (the office of the future), i maimánuði næst- komandi. Jafnframt er gert ráð fyrir aó haldin verði sýning á ritvinnslubúnaði, smátölvum, digtafónum og skyldum tækjum. Stefnt er að þvi aó á námstefnunni verði flutt vönduó fram- söguerindi um þá hröðu þróun og tæknivæðingu, sem nú ryður sér til rúms á sviði skrifstofustarfa. NÝ TÖLVA HJÁ SKÝRR I desembermánuði sióastliðnum tóku Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikurborgar i notkun nýja tölvu. Hún er af gerð- inni IBM 4341 og leysir af hólmi IBM 370/145', aðra af eldri tölvum SKÝRR. Nýja tölvan er úr svonefndri 4300 röð. Þegar IBM kynnti hana markaói það timamót i markaðssögu meðalstórra tölva. Verö tölva úr þessari röð var miklu lægra en áóur þekktist hjá fyrirtækinu. Jafnframt þvi voru þær stórvirkari. Vinnsluhraði hinnar nýju tölvu SKÝRR er talinn vera nálægt þvi tvöfalt meiri en hraöi gömlu vélarinnar. Minnisstæró er 4 mb, en það er rúmlega 5 sinnum stærra minni en i gömlu vélinni, sem var á sinum tima öflugasta tölva hérlendis. Nýja vélin er auk þess fyrirferðarlitil, eyðir litlu raf- magni og hitar litið frá sér miöað við þá, sem hún leysir af hólmi. Auk tölvunnar, endurnýja SKÝRR um þessar mundir seguldiska- og segulbandastöðvar. Eru nýju tækin margfalt afkastameiri og stærri (rúma meira) en þau eldri, sem nú hverfa út. (Heimild: SKÝRR-fréttir)

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.