Vísir - 22.11.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1961, Blaðsíða 3
/ ,: ' » ■:; ijÍjÍlE: í A Miðvikudagur 22. nóv. 1961 V I S I R • v ■■ ' • t.»'Y -\ -.•••■ V*- VV'TV'. ' t V( v .• - . - - ' v ' ' 1 \\V ' •■ ■ • '. '•' í fyrrakvöld var efnt til mikils hófs í Þjóðleikhús- kjallaranum til heiðurs Har- aldi Björnssyni leikara. Var hófið fjölmennt mjög og mátti þar sjá flesta þá, sem koma nálægt leikstarfsemi bæjarins. Þar var mennta- málaráðherra, þjóðleikhús- stjóri, útvarpsstjóri, þjóðleik húsráð, og síðan fjöldi leik- ara, ungra og gamalla, sem SIÍAL F¥RIR starfað hafa með Haraldi á sviðinu. ★ Myndsjá Vísis birtir í dag nokkrar myndir er Ingi- mundur Magnússon tók og sýna þá skemmtilegu stemn- ingu, er ríkti í þessu sam- sæti. Stóra myndin efst á síðunni sýnir t. d. þegar veizlugestir skáluðu fyrir heiðursgestinum. Má þekkja í hópnum marga þjóðkunna leikara svo sem Indriða Waage, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson og Jón Sigur- björnsson og ennfremur þá Hörð Bjarnason og Jakob Benediktsson, sem eiga sæti í Þjóðleikhúsráði. Næst kemur mynd er sýn- ir liluta af háborðinu. Hún sýnir um leið starf frétta- ljósmyndarans, því þar er á ferð Ólafur K. Magnússon, sem um langt árabil hefir getið scr mikinn orðstír sem einn bezti fréttaljósmyndari Iandsins. Við borðið sitja Haraldur Björnsson, þá kemur kona menntamálaráð- herra, þjóðleikhússtjóri og kona útvarpsstjóra og loks Brynjólfur Jóhannesson sem ávarpar Harald. Neðstu myndirnar tvær sýna þegar þjónar bcra inn ísinn. Hann var mótaður í bókstafi sem mynduðu nafn- ið Haraldur. Og loks kemur mynd af veitingamanninum Þorvaldi Guðmundssyni, sem bar fram glóðarsteikt kjöt. MYmJSJÁ > visin HARALDI!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.