Vísir - 22.11.1961, Page 5
Miðvikudagur 22. nóv. 1961
V í S I R
\
Tíðindalítið var á Alþingi
í gær. Fundir voru í báðum
deildum. Aðeins eitt mál var
á dagskrá e. d. um orlof og
mælti Björn Jónsson fyrir
frumv. Var það afgreitt til 2.
umr. og nefndar.
Fimm mál voru til meðferð
ar n. d. Jónas G. Rafnar
mælti fyrir nefndaráliti um
stjórnarfrumv. varðandi Iðn-
aðarmálastofnun íslands. —
Málið fór til 3. umræðu. —
Stjórnarfrv. um skemmtana-
skattsvið'auka fyrir árið 1962
varð að lögum. Þórarinn Þór-
arinsson mælti fyrir frumv.
um aukinn styrk til bygg-
ingar verkamannabústaða í
bæjum. Jón Pálmason kvaddi
sér hljóðs og taldi nauðsyn-
legt að auka þá einnig styrk
til íbúðarbygginga í sveitum,
ef frumv. yrði að lögum. Síð-
an gerði Ingi R. Helgason
grein fyrir tveim frumv.,
öðru varðandi almannatrygg
ingar en hinu um sjóð til
stuðnings við gatnagerð bæj-
ar- og sveitarfélaga. Halldór
Sigurðsson tók einnig til
máls um síðara efnið. Þessi
þrjú frumv. fóru til 2. um-
ræðu og viðkomandi nefnda.
Lagt var fram frumv. um
að ríkisstjórninni sé heimilt
að byggja og starfrækja tvær
tunnuverksmiðjur til viðbót-
ar þeim, sem fyrir eru, aðra
á Akranesi og hina á Austur-
eða Norðurlandi. Tillagan er
komin fram vegna þess að
tunnuverksmiðjurnar sem til
eru og reknar af ríkinu, eru
staðsettar á Akureyri og
Siglufirði.
Nú er búið að lækka tollana.
Þess vegna nú þegar:
30% afsláttur
af öllum útlendum
kápum og regnkápum
MARKAÐURINN
Laugavegi 89.
Þjófnaður.
Fyrir nokkru var íslenzk
stúlka dæmd til 10 sterlings-
punda sektar í London vegna
þjófnaðar. Stúlkan hafði stolið
úr verzlun við Oxford Strcct.
Hún gaf þá skýringu á fram-
ferði sínu, að hún hefði ætlað
að safna sér jólagjöfum * með
þessum hætti. Það virðist nú
heldur ótrúlegt ef litið er á þýf-
ið skóglennur, hattprjónar,
kokkteilprjónar og að vísu
tveim hálsbindum og tveim
beltum. Þetta var talið rúmlega
fjögurra sterlingspunda virði.
Stúlkan kvaðst fyrir réttinum
vera alveg peningalaus.
Hillman station
Estecar 1955 í sérstaklega
góðu ásigkomulagi til sýnis
og sölu í dag.
Nýir verðlistar koma fram
koma fram í dag.
Salan er örugg
hjá okkur
Bifreiðasalan
Laugaveg 90-92
(Við hliðina á Stjörnubíó).
Símar: 19092, 18966, 19168.
Þegar , ég
leit á kvöld-
dagskrá út-
varpsins í
gær, ,fannst
nér það ærið
áberandi, hve
hið talaða og
skrifaða orð
metum hjá út-
þá einkanlega
það, sem íslendingar hugsa og
skrifa. Á tímanum frá kl. 20—
23 var herra Lúðvíg Hjálmtýs-
son látinn aleinn um það allra
íslenzkra manna að fræða
landslýðinn eða skemmta hon-
um með töluðu orði frá eigin
brjósti — og'ekkert var heldur
flutt eftir íslenzk skáld eða rit-
höfunda. Lúðvíg talaði í 25
mínútur, — svo tók flutningur
hins raunar spennandi erlenda
framhaldsreyfara 35 mjnútur.
En annars var efnið músík á
músík ofan. Það er auðvitað
afar létt sloppið hjá útvarps-
ráði og þeim, sem að dagskránni
vinna, að gera hana svona úr
garði!
En það vantaði svo sem ekki,
að á dagskránni væri ný ís-
lenzk tónlist, — var hvorki
meira né minna en það, sem
koma skal og reka smiðshöggið
á tónlistaruppeldi þjóðarinnar.
Þykja mun hæfa að taka slík-
um tónsmíðum með lotning og
þökk, en mér kom til hugar
það, er kerling, sem ég þekkti
í bernsku, sagði ávallt, þegar
yfir hana gekk; ,Margt hefur
hann Jón Skúlason brallað —
að eiga barn með Lambadals-
kallinum!“ .... Minnsta kosti
leyfi ég mér að svara, ef mér
skyldi verða sagt, að ég hafi
ekkert vit á þessari músík —
og að yfir þessi tónskáld hafi
komið hinn heilagi andi listar-
innar; Þeir segja mest af Ólafi
kóngi, sem aldrei hafa séð hann
eða heyrt.
Erindi Lúðvígs Hjálmtýsson-
ar; Með vínbændum í Frakk-
landi, var ósköp blátt áfram,
hann var raunar afar hrifinn,
bar það þó frekar vel. en eng-
um getur dulizt, að þar sem
boðsgestirnir voru fulltrúi í á-
fengisverzlun ríkisins, æðsti
maður í félagi íslenzkra veit-
ingamanná og væntanlegur for-
stjóri hins mikla hótels er leysa
skal vanda íslenzkra bænda,
sem eru á ferð í höfuðstaðnum
og eiga enga að. hafi þessum
herrum ekki verið boðið til vín-
bændanna frönsku aðeins til að
auðga anda þeirra af nægtar-
brunni franskrar menningar.
En það er alltaf drengilegt
að þakka og launa þeginn sóma
og risnu.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Aðstoðarstúlka við rannsóknír
í Blóðbankanum er staða aðstoðarstúlku við rann-
sóknir laus til umsóknar frá 1. jan. 1962. Laun
greiðast samkvæmt 'X. fl. launalaga. Umsækjendur
geta verið æfðar rannsóknakonur eða hjúkrunar-
konur. Umsóknir með meðmælum, ef fyrir hendi
eru, sehdist fyrir 10. des. 1961 til skrifstofu ríkis-
spítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík.
Reykjavík, 21. nóv. 1961.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
virðist í litlum
varpsráði. Og
íbúð óskast
Óska eftir góðri íbúð, 3ja—
4ra herbergja. Uppl. í síma
36656.
Bezt að auglýsa í VÍSI
Gæzlu- og vaktmaður
Gæzlu- og vaktmann vantar nú þegar í Kópavogs-
hæli. Laun samkvæmt launalögum. Frekari upp-
lýsingar um stöðuna veitir forstöðumaður hælisins.
Sími: 12407 og 14885.
Reykjavík, 21. nóv. 1961.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA.
•>>*>■'
I ■ ■ ■ ■ ■ I
'■■■■■■'
$KIPAÚTG€RÐ
RIKISINS
M.s. Skjaldbreið \
fer vestur um land til Ak- I*
ureyrar 25. þ.m. Vörumót-
taka í dag til Tálknafjarðar,
áætlunarhafha á Húnaflóa I*
og Skagafirði og Ólafsfjarð- I;
ar. —
Farseðlar seldir á föstu-
dag.
1
t\
n
£
t%
V
TAKZAN 7ECI7EC7
TO Al 7 MISS
STEWART, 5UT
5ALL) <áZ.BN
K.ESTLESS ANC7
SOOW C7K1FTE 7
AWAY...
LATEIv, WHILE THE TWO
AC7VENTUKERS WEK.E
SEAK.CHING THE JUNGLE.
TAKZAN HALTEC7 THE 6IR.L-
Tarzan ákvað að hjálpa
ungfrú Stewart en Balu
varð órólegur og fór í burtu.
Þau leituðu í skóginum og
allt í einu stöðvaði Tarzan
stúlkuna.
AHEA7 WAS A CLUSTESt OP NATIVE
HUTS. THEY CKEF’T F0R.WAK7 TO
INVESTIGATE— NOT YET UEAUZINð
THE HOKKI5LE SIGNIFICANCE OP
THEK HSCOVERVl f.29-55S9
Þau læddust nær svert-
ingjaþorpinu, án þess að vita
um ógnir þær sem þar biðu.