Vísir - 22.11.1961, Síða 6
6
V í S I R
Míðvikudagur 22. növ. 1961
UTGEFANDI: BLAÐAUTGAFAN VISIR
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjórí: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór-
ar: Sverrir Pórðarson. Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: laugavegi 27 Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45,00 a mánuði — í lausasölu krónur
3,00 eintakið Sími I 1660 (5 línur). — Félags-
prentsmiðjon h.f. Steindórsprent h.f. Eddo h.f
i ■ ■ « u'a ■
AMM.
Neyðaróp og hjálparbeiðni.
Ymislegt bendir til þess, að ástir Framsóknar-
flokksins og kommúnista séu eitthvað farnar að kólna.
Kemur þetta einna greinilegast fram í því, að kommún-
istar gera nú hvað eftir annað hatrammar árásir á ýmsa
Framsóknarmenn í blöðum sínum, en þeir sömu menn
þóttu hinir beztu drengir og gagnlegustu, meðan allt
lék í lyndi og ekki komst hnífurinn milli foringja Fram-
sóknar og kommúnista. Loks er svo sjálíur Einar 01-
geirsson sendur fram á ritvöllinn til að reyna að koma
vitinu fyrir Framsóknarmenn, svo að þeir haldi sam-
starfinu áfram.
Einar er nokkuð stórorður í grein sinni, sem Þjóð-
viljinn birti í gser. Hún heitir „Nokkrar sögufalsanir
raktar: Hægri mönnum Framsóknar mun ekki takast
að láta flokkinn þjóna afturhaldinu á ný eins og forð-
um.“ Sannar hann síðan með ýmsum dæmum, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi jafnan verið mesti fjandmaður
framfara og verklýðs, og nú reyni Framsóknarmenn að
komast í stjórn með ,,íhaldinu“ rétt einu sinni. Þetta
verði að hindra, og jafnvel Þjóðvörn litla verði að
hjálpa kommúnistum við að koma í veg fyrir þetta.
Við lestur greinar Einars hlýtur hver hugsandi
maður að spyrja undrandi: Hvernig geta kommúnistar
bundið trúss við annan eins afturhaldsflokk og Fram-
sókn hlýtur að vera? Er kommúnistum alveg sama,
með hverjum þeir starfa, ef þeir hafa aðeins einhvern
möguleika á að koma hugðarefnum húsbænda sinna í
framkvæmd? Geta kommúnistar aldrei lagzt of lágt í
þjónkun sinni við hið erlenda vald, ofbjóða þeim
aldrei kröfurnar sem gerðar eru til þeirra?
Nei, sennilega ofbýður Einari og félögum hans
ekkert, sem krafizt er af þeim austur í Moskvu, en
kólnandi ástir hans og Framsóknarmanna benda til
þess, að Framsóknarmönnum getur ofboðið — þrátt
fyrir allt. Þeir virðast vera að átta sig á því, að enginn
getur gengið til slíks samstarfs við kommúnista og þeir
hafa gert, án þess að afsala sér því sem dýrmætast er
— að geta kallazt íslenzkur flokkur en ekki handbendi
flokks, sem sjálfur er handbendi erlends valds.
Engin vínstri stjórn.
Það er ósennilegt, að hér á landi verði mynduð
vinstri stjórn á næstu árum eða áratugum. Þjóðin hefir
tvennt fyrir augunum, sem aðvarar hana að því leyti.
1 fyrsta lagi muna menn óstjórnina, þegar vinstri
stjórnin sat 1956—58, og í öðru lagi mun ýmsum,
sem hefðu til skamms tíma viljað aðra slíka stjórn,
þykja ófýsilegt að ganga til samstarfs við sendimenn
Moskvu eftir það, sem þar eystra hefir ráðið síðustu
mánuði.
Nú er talið að farið að líða
að því að fyrstu mennirnir
hefji ferðalög út í geiminn.
Sérfræðingar telja líklegt að
fyrstu mennirnir verði lentir
á tunglinu fyrir 1970. En áð-
ur en til þess kemur verður
að framkvæma ýmsar und-
anfarandi tilraunir, því að ó-
ráðlegt þykir að skjóta mönn-
um af stað í slík ferðalög
nema búið sé að ganga nokk-
Litli apinn sem fórst í til-
rauninni vó aðeins 750 gr.
urnveginn úr skugga um það
að þeir komist aftur lifandi
til jarðar.
Hundur sem enn snýst.
Þess vegna er oftast
gripið til þeirra ráða
að senda tilraunadýr fyrst í
geimferðirnar. Löngu áður
en Rússar skutu á loft þeim
Gagarin og Titov höfðu þeir
unnið að því um skeið að
skjóta upp hundum og kan-
ínum. Er það enn í minnum
haft að Rússum mistókst að
ná aftur til jarðar einum
hundinum og svífur hann
sennilega enn dauður í
kringum jörðina.
Bandaríkjamenn hafa
mjög iðkað það í sínum geim-
ferðaundirbúningi að skjóta
fyrst upp í tilraunaskyni litl-
um öpum og jafnvel shimp-
önsum. Til dæmis varð
shimpansinn Able frægur um
allan heim, þegar hann fór
í fyrstu geimferðina langt á
undan þeim Shephard og
Grissom og var þá talað um
það í gamni að nú gætu
mennirnir leitað sérfræði-
þekkingar hjá shimpansan-
um.
Óhapp á Canaveral-höfða.
Oft komast tilraunadýrin
aftur lifandi til jarðar og
vegnar vel, en þar sem oft
er lagt í meiri áhættu þegar
tilraunadýr eru í eldflaugum
en ef menn væru þar, kem-
ur það einnig alloft fyrir að
dýrunum hlekkist á.
Þetta gerðist m. a. nýlega
á Canaveral höfða í Banda-
ríkjunum, þegar skjóta átti
litlum apa með Atlas-eldflaug
um 8000 km leið suður eftir
Atlantshafi. Hefur eldflaug-
um af þessari tegund oftsinn-
is verið skotið með góðum
árangri eftir þessari leið. En
að þessu sinni fór eitthvað
öðruvísi en ætlað var. Eld-
flaugin var aðeins komin í
300 metra hæð, þegar eftir-
litsmenn tóku eftir því að
hún tók ranga stefnu. Var
þá aðeins um eitt að ræða,
eftirlitsmenn studdu á
hnapp. sem olli því að eld-
flaugin sprakk í þúsund hluti
i loftinu. Og þar lét litli til-
raunaapinn lífið,
Api þessi var svo lítill að
hann vó aðeins 750 grömm.
Honum var komið fyrir í 32
kg geimhylki, sem komið
var fyrir í trjónu eldflaugar-
innar*.
Tilraun með þyngarleysi.
Ætlunin með þessari til-
raun var að rannsaka nánar
hvaða áhrif þyngdarleysið
í himingeimnum hefði á lif-
andi verur. Apinn var ekki
bundinn fastur eins og þeir
Shepard og Grissom, sem
voru festir niður í sæti sín.
Hann sat laus í hylki sem
var allt bólstrað að innan.
Auga á sjónvarpsmyndavél
vissi inn í hylkið og ætluðu
vísindamennirnir þannig að
fylgjast með því, hvernig
apinn hegðaði sér, þegar
hann væri farinn að svífa
þyngdarlaus í lausu lofti.
Vísindamönnum fellur
það mjög þungt þegar til-
raunir mistakast þannig. Ap-
inn sem fórst var orðinn
vinur þeirra eins og keltu-
rakki. Auk þess valda slík
óhöpp því, að byrja verður
upp að nýju og rannsaka frá
rótum hvað var í veginum.
H,
■ B ■ ■ ■ I
>■■■■■■■
Þegar elclflaugin tók ranga stefnu studdi eftirlitsmaður á ■;
hnapp og feikileg sprenging varð í loftinu. jjj
v.\v.v,v.v.v.%v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v,v.