Vísir - 22.11.1961, Síða 11
Miðvikudagur 22. nóv. 1961
VISIR
11
Morðinéi
thútínu
Susan beit á jaxlinn og las
fyrirsagnirnar.
FÖGUR KONA MYRT I
GISTIHtSHERBERGI.
Undir myndinni stóð:
„Þekkið þér þessa konu?
Scotland Yard vill tala við
þá, sem þekkja konuna, sem
þessi mynd er af.
Susan las áfram, með önd-
ina í hálsinum: „Scotland
Yard vill líka tala við Step-
hen Parnell, ungan Ameríku-
mann, sem settist að í Hotel
Regal í gær, og sem ekki hef-
ur náðst til ennþá. Hann kom
til Englands í gærmorgun.
Þykir líklegt, að Parnell geti
gefið upplýsingar, sem verði
til þess að morðinginn náist.
Pamell kvað vera nærri
sex fet á hæð, þyngd ...“
Susan hætti að lesa.
— Þeir vita það sem hægt
er að vita, sagði Steve rám-
ur. — Ef ég geng yfir þvera
götu þekkir fólk mig undir
eins. Það er varla sá lögreglu
maður til í London, sem ekki
getur bent á mig í þvögu af
fólki.
Það var nokkuð til í því.
Þau fóru inn í eldhúsið, og
Steve hélt áfram: — Hér
stendur líka: „Parnell kom til
London með húsbónda sínum,
Jack Morgan ofursta, kunn-
um ameríkönskum iðjuhöldi.
Morgan ofursti er meðeigandi
í ýmsum stórfyrirtækjum
vestan hafs. Hann á meðal
annars stóra niðursuðuverk-
smiðju í Chicago.“ Hann héit
áfram að lesa og Susan
reyndi að fylgjast með. —
Þetta er allt og sumt sem
stendur um Jack, — ekkert
minnst á hvort hann sé í gisti
húsinu eða ekki.
— Þú gerðir líka ráð fyrir
að hann væri horfinn!
— Ég átti ekki beinlínis við
það, Sue. Ég átti við að hann
þyrfti að fá ráðrúm til að
hugsa sig um hvað gera skuli
Og ég veit ekki hvort hann
hefur fengið það.
— Steve ...
— Þú verður að trúa mér,
Sue, þegar ég segi, að ég
standi í eilífri þakkarskuld
við Jack Morgan.
Susan vissi ekki hversu
hún ætti að svara, og hélt á-
fram að ganga frá morgun-
verðinum. Þau fóru ekki að
tala saman aftur fyrr en þau
! voru setzt að borðum.
— Ég veit að ástandið er
I slæmt, sagði Steve. — Nú
skulum við sjá hvort það er
svo slæmt að við höfum enga
14
matarlyst.
— Vertu ekki að þessu
bulli.
— Ég reyni að stilla mig
um það, sagði Steve og brosti
hughreystandi til hennar. —
Við megum ekki haga okkur
eins og við eigum ekki nema
nokkrar mínútur ólifaðar.
— Það er líkast og þú kær-
ir þig ekkert um . ..
— Jú, mér er alls ekki
sama um hvað kemur fyrir
þig eða mig og Jack Morgan,
en við megum ekki fleygja
fyrir borð öllu því, sem köll-
uð er heilbrigð skynsemi,
sagði Steve. — Við skulum
nú líta á það, sem gerzt hef-
ur. Fyrst er það nú þessi
kona, sem ég hef aldrei séð
áður. Hún liggur dauð inni í
herbergi Jacks. Kannske hef-
ur Jack drepið hana, kann-
ske ekki. Það eina sem é'g
veit er að hún var drepin með
hnífi hans, og mér leizt ekki
á það. En þú verður að muna,
að hún var mér ókunnug Ég
hafði aldrei séð hana fyrr og
mér var alveg sama um hana.
Mundir þú gráta út af láti
gerókunnugrar manneskju ?
Susan svaraði með sem-
ingi: — Líklega mundi ég
ekki gera það.
— Hugsaðu vel um þetta,
sagði Steve. — Ef þú værir
úti á götu og sæir ekið yfir
einhverja manneskju og hún
biði bana, mundir þú taka
þetta nærri þér um stund, en
þú mundir ekki gráta út af
því á eftir — ef þetta væri ó-
kunnug manneskja. Mundir
þú gera það?
Nei, hún varð að játa þa.ð
— Hún var ókunnug, sagði
Steve.
— Ég er ókunnug þér, og
þú ert ókunnugur mér . . . tók
Susan fram í.
Steve lagði frá sér gaffal-
inn og brosti framan í hana.
— Mundir þú gráta út af
mér, Susan?
— Spurníngin er ekki sú,
hvort ég ætti að gráta út af
þér, heldur iim hvort.. . Hún
þagnaði leit niður á diskinn
og tók hnifinn og gaffalinn
upp aftur. — Haltu nú áfram
að borða, Steve, mig minnir
að þú segðist vera svangur.
Steve hlýddi og hélt áfram
að borða, og þegar hann byrj
aði á annað borð, varð ekki
betur séð en hann væri ban-
hungraður. Hvernig mundi
honum hafa liðið áður en
hann fann brauðið og smjör-
ið í eldhússkápnum ?
Þau róuðust smátt og
smátt og urðu eðlilegri. Sus-
an stóð upp og náði í teið.
Þegar hún hafði hellt í boll-
ana settist hún aftur, hallaði
sér fram á borðið og tók í
höndina á Steve: — Heyrðu,
Steve, við getum ekki humm-
að þetta, sem gerzt hefur,
fram af okkur, eins og það
væri eitthvert smáræði. Ég
er ekki að hugsa um dánu
konuna, — þú segir það satt,
að ókunnugt fólk er manni
ekki mikils virði. En mér
finnst þú ekki gera þér Ijóst
hvað þú hefur gert. Þú drapst
ekki þessa konu, en þú komst
þér undan. Lcgreglan leitar
að þér, og hún neyðist til að
halda að þú hafir falið þig
vegna þess að þú sért sekur.
Steve kinkaði kolli. — Það
segir þú áreiðanlega satt. '
— Hvernig geturðu þá tal-
að svona rólega um þetta?
Það er hægur vandi að segja,
að þú eigir Morgan allt að
þakka. En hvað stoðar það,
ef hann lætur sökina bitna á
þér?
— Þú mátt ekki tala
svona, Sue.
— En það er satt!
— Segðu ekki þetta, Sue.
— Vitanlega segi ég það
og ég skal halda áfram að
segja það. Hann hlýtur að
hafa drepið konuna. Og þú
flýðir í felur og sökin lendir
á þér. Ef hann lætur sökina
bitna á þér — ætlar þú þá að
halda áfram að segja, að þú
eigir honum allt að þakka?
Eða ertu sammála mér um,
að þú eigir honum ekkert að
þakka framar?
— Sue, sagði hann biðj-
andi. — Ég veit ekki hvað
gerðist, en ég veit að ef ég
get treyst nokkrum manni,
þá er það Jack Morgan. Ef
hann hefur drepið þessa konu
lætur hann aldrei sökina
bitna á mér. Það geturðu
reitt þig á.
Hún svaraði ekki.
— Eigum við ekki að
smakka á teinu, sagði hann í
öðrum tón. — Ég er þyrstur.
— Við verðum að fara var-
lega, sagði yfirboðari Col-
lards við hann klukkan hálf-
tíu um morguninn. — Við
verðum að forðast að amerí-
kanska sendiráðið fari að
ybba sig. Ég veit að þeir eru
skynsamir og sanngjarnir, en
ef okkur verður einhver
skyssa á viðvíkjandi Morgan
ofursta, lendum við í klípu.
Svo að það er hollast að þér
takið á honum með silki-
hönzkum.
— Eigið þér við að ég eigi
að klappa honum á kollinn og
segja að hann sé bezti dreng-
ur? muldraði Collard.
— Þér vitið vel hvað ég á
við, sagði yfirboðarinn.
Collard yppti öxlum.
— Morgan ofursti var um
stund hjá málaflutnings-
manni sínum, en ekki allan
tímann, sem umt getur verið
að ræða, og mig langar til að
vita hvar hann hefur verið
víðar. Og einhverju hefur ver
ið stolið úr handtöskunni
hans. Við verðum að fá að
vita hvað það var, hélt Col-
lard áfram. — Við stöndum
fastir þangað til.
Hinn brosti. — Hvað geng-
ur að yður í dag? spurði
hann. — Þér eruð ekki svona
venjulega. Þér þurftið að
finna Parnell og þér þurfið
að komast að hver dauða
konan er — það er svo sem
nóg að gera í þessu máli. Það
er nógur tími til að rekja
garnimar úr Morgan.
— Ef peningum hefði ver-
ið stoíið úr töskunni, þá gæt-
um við reynt að leita þá uppi,
sagði Collard. — Og hafi það
verið gimsteinar, mundum
við líklega geta haft uppi á
þeim. En við verðum að
vita hverju var stolið.
M I N N I N G
Knilt G. Fadnes9 bankasljóri,
Stord, IMoregi.
Það var mjög óvænt og
sorglegt að frétta að þessi á-
gætismaður væri fallinn í val-
inn um aldur frarn, eða að-
eins 55 ára gamall. Hann var
fæddur og uppalinn í Evang-
er sem er í Uxabotnum við
Finse, hæsta byggðarlag í
Noregi.
Knut Fadnes var góðum
gáfum gæddur og lauk ung-
ur prófi frá verzlunarskóla ii
Bergen, síðan jók hann við
þá menntun með framhalds-
námi í Danmörku, Englandi
og Þýzkálandi. Hann hóf síð-
an starfsferil sinn sem banka
maður í „Voss Veksel- og
Landsmannsbank", en eftir
tveggja ára starf þar, réðist
hann til Vestlandsbanken í
Bergen og gegndi þar störf-
um aðalritara eða skrifstofu-
stjórastarfi. Árið 1956 var
hann svo skipaður banka-
stjóri Sunnhordlandsbanken
í Stord, og gegndi hann því
starfi til dauðadags. Fadnes
var því mjög vel þekktur
bankamaður í Vestur-Noregi,
svo sem sjá má á skrifum
fyrrverandi yfirmanns hans,
hr. A. Skaasheim, sem var
einn af aðalbankastjórum
Vestlandsbanken um langt
árabil, en er nú setztur í helg
an stein sökum aldurs.
En við sem þetta skrifum
þekkjum hann ekki fyrst og
fremst sem bankamann, held
ur sem áberandi' félagsfröm-
uð, bæði í ungmennafélags-
hreyfingunni, átthagafélög-
um, íþróttafélögum og einnig
mun hann hafa veitt Rotary-
klúbb forstöðu.
Okkar fyrstu kynni af þess
um ágætismanni voru í sam-
bandi við glímuför U.M.F.R.
til Noregs 1947, — fararstj.
var form. U.M.F.I., sr. Eirík-
ur J. Eiríksson — og síðar
hafði annar okkar tækifæri
til að kynnast þessum mann-
kostamanni og eftirlifandi
konu hans, Thorbjörgu, er
hann var við tæknifræðinám í
í Bergen. Við þessi kynni
kom fram mikill hlýhugur
þessara hjóna beggja til ís-
lands og íslenzkra málefna,
enda hafði Fadnes mikinn á-
huga á söng og ljóðum, og
var vel að sér um þau fræði.
Það var honum því kærkom-
ið tækifæri þegar hann gat,
í fyrrgreindri ferð, fræðst (af
Lárusi Salómonssyni) um ís-
lenzkan kveðskap, sér * lagi
forna háttu, byggingu, drótt
og hrynhendu háttar og einn-
ig ferskeytlu ættar og sléttu-
banda formsins, og var hann
mjög hrifinn af þessum ljóð-
formum.
Nú er þessi hugljúfi ágætis
maður og Islandsvinur, horf-
inn sjónum til mikillar sorg-
ar fyrir eftirlifandi eigin-i
konu, vini og félaga. Við vilj-
um því bæði persónulega, ogj
fyrir liönd þeirra, sem þátt
tóku í áðurnefndri Noregsför
votta eiginkonu hans og að-
standendum okkar dýpstu
samúð og við munum geyma
kynninguna við hann sem
fagra minningu um góðan og
göfugan dreng. Hvíldu í Guðs
friði góði vinur.
Daniel Einarsson,
Lárus Salómonsscn.
.•A ) ,
♦