Tölvumál - 01.09.1981, Síða 3

Tölvumál - 01.09.1981, Síða 3
TÖLVUMÁL 3 TÍMARIT UM TÖLVUMÁL Þeirri hugmynd hefur stundum skotió upp í huga mér þegar ég hef fengið Tölvumálin i hendur hvort ekki sé kominn timi til að hefja útgáfu timarits um skrifstofutækni og tölvumál hér á landi. Þetta timarit gæti flutt efni um nýjungar i hugbúnaði og vélbúnaói fyrir tölvur og helstu nýjungar i skrifstofu- tækni. Þaó gæti einnig verið vettvangur opinnar umræðu um tölvumál og i þvi mætti kynna nýjar vörur, sem settar eru á markað hér á landi, svo nokkuð sé nefnt. Ritið gæti komið út 4-8 sinnum á ári. Ef Skýrslutæknifélagið og Stjórnunarfélagið i sameiningu tækju þátt i útgáfu þess og notuðu það jafnframt sem félagstióindi gæti upplag þess strax frá upphafi oróið nægilega stórt til þess að innflytjendur tölva og skrif- stofutækja sæju sér hag i aó birta auglýsingar i þvi. Á þann hátt mætti væntanlega ná verði blaósins niður. Flestir, sem ég hef rætt þessa hugmynd við, eru á einu máli um að talsveró þörf sé á vettvangi, sem nota megi til faglegra skoðanaskipta um tölvumál. Á sióustu mánuðum hefur framboð á litlum tölvum til óliklegustu nota snaraukist. Ekki er vanþörf á að kynna þessi tæki, kosti og ekki siður takmarkanir þeirra. Þessari hugmynd er hér meó komið á íramfæri. Undirritaóur er fús til að leggja hönd á plóginn ef fleiri áhugasamir menn og Skýrslutæknifélagió og/eða Stjórnunarfélagió sýndu þessu áhuga. Stefán Ingólfsson, FMR. AUGLÝSINGAR í TÖLVUMÁLUM Frá og með 1. september 1981 kostar heilsiðuauglýsing i Tölvumálum 700 krónur. Hálf sióa kostar 350 krónur. Auglýsingar þurfa að berast full unnar fyrir offset fjöl- ritun og i réttri stærð. Hámarksstærð auglýsingar á heilli siðu er 18x26,5 cm og á hálfri siðu 18x12,5 cm (hvorttveggja breidd x hæð). Nánari upplýsingar má fá hjá ritara, Óttari Kjartanssyni i sima 86144.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.