Tölvumál - 01.06.1982, Page 2

Tölvumál - 01.06.1982, Page 2
Til þess aó við íslendingar getxam sem best lifaö i okkar haróbýla landi, þurfum við vissulega að nýta okkur þá þekkingu, sem fyrir er á þessu sviði á hverjum tíma. Þaó er því aó mínum dómi mjög æskilegt að við í ríkum mæli tökum þátt í norrænu samstarfi á sviói tölvumála. Til þess að svo geti verið verður að sjálfsögðu aó vera skilningur á milli stjórnenda og sérfræóinga á mikilvægi þessara mála og fullyrði ég að svo sé. Datadagurinn '82 er tvxmælalaust þýöingarmikill þáttur í þessu samstarfi, og ekki er nokkur vafi á því aó hann skilar tilætluóum árangri. Vil ég þakka forstöðumönnum Skýrslutæknifélags íslands fyrir þeirra forgöngu. Til frænda okkar, sem hingað eru komnir: Njótiö vel dvalar ykkar hér og hafið góða heimkomu. ORÐASAFN ORÐANEFNDAR SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGSINS Á aóalfundi Skýrslutæknifélagsins hinn 23. mars sl. skýrði formaður félagsins, dr. Jón Þór Þórhallsson, frá því aó stjórn félagsins hefði ákveðió að verja 20.000 krónum til útgáfu oröasafns, sem orðanefnd félagsins hefur safnaó og undirbúió. Jafnframt yrði, sagði hann, unnið að því að afla þess fjár, sem á vantaði, til aó gera útgáfuna mögu- lega, en heildarkostnaður er áætlaður 60.000 krónur. 1 framhaldi af þessu sótti stjórnin um framlag til þessa verkefnis úr Rannsóknarsjóói IBM. Stjórn Rannsóknarsjóðs- ins hefur nú ákveðið að styrkja verkefnið mjög rausnarlega. í bréfi stjórnar Rannsóknarsjóðsins segir m.a.: "Ákveðið var að ráðstafa afgangi sjóósins eöa á aó giska 50 þúsund krónum til þessa og skyldra verkefna, og var íslenskri málnefnd veittur styrk- urinn til að undirbúa tölvuvinnslu orðasafns al- mennt, en með þvi skilyrði þó, að orðaskrá Skýrslu tæknifélagsins hefði forgang." Þessari ákvörðun Rannsóknarsjóös IBM fagna allir þeir, sem bera starf oróanefndar Skýrslutæknifélagsins, og annarra félaga, fyrir brjósti. Stjórn Skýrslutæknifélagsins flytur Rannsóknarsjóði IBM bestu þakkir fyrir rausnarlegan stuóning við starf orða- nefndar félagsins. INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA 1982 Innheimta félagsgjalda Skýrslutæknifélagsins er hafin og eru greióslur þegar farnar aó berast í talsverðum mæli. Um leió og þeim er þakkað, sem þegar hafa greitt gjöldin, eru þeir, sem enn eiga það eftir, vinsamlegast beðnir að gera skil við fyrstu hentugleika.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.