Tölvumál - 01.06.1982, Side 13
TÖLVUMÁL
13
FUNDUR NORRÆNNA TÖLVUENDURSKOÐENDA
Fundur tölvuendurskoóenda hjá ríkisendurskoóunum Noróurlanda
var haldinn hér á landi i lok janúar á þessu ári.
Slikir fundir hafa um nokkurt skeió verió haldnir annað
hvert ár, til skiptis á hinum Norðurlöndunum.
Fundinn sóttu'alls 17 aðilar, sem aó einhverju leyti vinna
við tölvuendprsko.óun, eða tengjast henni. Frá Danmörku
komu fjórir, frá Finnlandi tveir, frá tslandi fjórir, frá
Noregi þrir og frá Sviþjóó fjórir.
Þetta var þriggja daga fundur, sem haldinn var i húsakynnum
fjármálaráóuneytisins að Borgartúni 6 i Reykjavik. Á fyrsta
degi var tekin fyrir uppbygging tölvuendurskoðunar og drepið
á raunhæf verkefni. Einnig var seinni hluta dagsins farið
i heimsókn til SKÝRR. Stofnunin var skoðuð, hlýtt á greinar-
geró um starfsemi hennar og þáðar veitingar.
Á öðrum og þriója degi voru erindi og umræður um endur-
skoðun og aukna þekkingu á gagnavinnslu, hlutverk endur-
skoðanda i gerð vinnslukerfa og viðhaldi kerfa. Umræóur
voru einnig um öryggi vél- og hugbúnaðar. Jafnframt reyndu
menn einnig aó gera grein fyrir stöðu tölvuendurskoóunar,
hver i sinu heimalandi.
Geta ber heimsóknar i fiskvinnslustöð tsbjarnarins hf i
Örfirisey, en þar hefur sem kunnugt er vinnslustýring og
framleióslueftirlit verið tölvuvætt. Augljóst var, að
hinum norrænu gestum þótti heimsóknin i stöðina hin fróð-
legasta.
t fundarlok voru menn á einu máli um aó fundurinn hefði
heppnast vel i alla staði og stuðlað að auknum Skilningi,
samræmingu og samvinnu á þessum vettvangi.
Kristján Einarsson
NÁMSVERÐLAUN SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGSINS
Stjórn Skýrslutæknifélagsins ákvaö á fundi sinum hinn
19. mars sl. að veita nokkrum nemendum, sem skilað hafa
góóum árangri i námi á sviði tölvunarfræði, gagnavinnslu
eða skyldra greina, námsverðlaun. Verólaunin verða í
formi viðurkenningarskjals og valinnar bókar.
Ákveóið var, að veita verðlaunin i fyrsta skipti nú á
þessu vori og þá einum nemanda úr hverjum hinna tiu skóla,
sem tóku þátt i félagsfundinum 15. júni 1981, þar sem
fjallað var um kennslu i framangreindum,námsgreinum.
Skólastjórum (rektorum, skólameisturum) skólanna, sem
um ræðir, var siðan ritað bréf, þar sem skýrt var frá
þessari áformuóu verðlaunaveitingu og þeir jafnframt
hver um sig beðnir að tilnefna einn nemanda, sem þeir
telja þess veróan aó hljóta framangreind verðlaun.
Gert er ráð fyrir að afhenda verólaunin nú i júnimánuði,
og verður nánar greint frá þvi i næstu Tölvumálum.