Tölvumál - 01.01.1983, Síða 4

Tölvumál - 01.01.1983, Síða 4
4 FRÉTTIR AF NORRÆNU SAMSTARFI Félögum Skýrslutæknifélagsins er væntanlega kunnugt um aöild þess aö Nordisk Dataunion (NDU), sem ákveöin var síöastliöiö vor. Nú skal greint i stórum dráttum frá því hvað felst i samstarfinu: NDU hefur framkvæmdanefnd (arbejdsudvalg), sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju aöildarfélaganna. Fulltrúi Skýrslutæknifélags ins er Lilja Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá SKÝRR. Nefndin heldur fjóra fundi á ári, þar sem teknar eru ákvaröanir um starfsemi og rekstur samtakanna. NordDATA Hápunktur starfsins á hverju ári er NordDATA ráóstefnan, haldin til skiptis á Norðurlöndunum, venjulega i júni. Nú i vor verður hún, sem kunnugt er, haldin i Osló. Ráðstefnan er mjög fjölmenn, yfirleitt á annaö þúsund manns og þar eru haldnir fjölmargir fyrir lestrar um tölvumál og það, sem þeim tengist. Ástæöa er til aö hvetja félagsmenn Skýrslutæknifélagsins til aö taka þátt i Nord- DATA ráöstefnunni, i þeim tilgangi aö fræöast um nýjungar á sviöi tölvumála, skapa tengsl við erlenda aðiia og vikka sjóndeildar- hring sinn. Ráóstefnur Auk NordDATA ráðstefnunnar eru venjulega haldnar minni ráóstefnur, þar sem afmörkuð svið eru tekin fyrir og rædd. Á árinu 1983 veröa tvær slikar ráóstefnur haldnar. Sú fyrri veröur i Kaupmannahöfn dagana 30. janúar til 1. febrúar. Hún ber heitið NORDISK RETS- POLITISK SEMINAR. Þar veröur fjallað um upplýsingamiölun meö nýjustu fjarskiptatækni, einkum frá lögfræðilegu sjónarmiði. Til ráðstefnunnar eru boöaöir opinberir aðilar, sem þessi mál varöa i hverju landi. Siöari ráðstefnan verður haldin i Reykjavik i september. Þar veröa tölvumál og menntun tekin fyrir og er þá átt vió almenna fræöslu um tölvutækni, fremur en menntun sérhæfðra starfsmanna

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.