Tölvumál - 15.02.1983, Blaðsíða 2

Tölvumál - 15.02.1983, Blaðsíða 2
2 nefndarinnar á þvi liðlega einu ári, sem liðið er síóan "Lög um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni" tóku gildi og nefndin hóf störf. Svo sem kunnugt er, kynnti Benedikt Sigurjónsson nefnd lög á fundi Skýrslutæknifélagsins í mars 1982, þegar nefndin var ný- tekin til starfa. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og má ætla að starf nefndarinnar hafi nú tekið á sig tiltekna fasta mynd, miðað við það hlutverk, sem henni er ætlað, sam- kvæmt lögunum. Að venju verður, i hléi milli aðalfundar og félagsfundar, boðið upp á kaffisopa. Stjórnin. FUNDUR UM VERKEFNISSTJÓRNUN Hinn 17. febrúar sl. efndi Skýrslutæknifélagið til félagsfundar í Norræna húsinu. Á fundinum flutti Leif Oirtman, tölvunar- fræðingur frá Kommundata AB i Sviþjóð, erindi, sem hann nefndi "Verkefnisstjórnun við gerð tölvukerfa". Leif Ortman hefur langa reynslu i skipulagningu aóferða vió verkefnisstjórnun. Hann kynnti m.a. á fundinum verkefnisstjórn- unarkerfið KOMPASS (Kommundatas Modell för Projekt- Administrat- ion och genomförande av Strukturerad Systemutveckling), en það hefur, eins og nafnið bendir til, verið hannað hjá Kommundata AB. Fyrirlestur Ortmans, sem stóð i um eina klukkustund var ýtar- legur og fróðlegur. í lokin svaraói hann fyrirspurnum fundar- manna, sem voru margar og leiddu til liflegra umræðna. Félagsfundinn sóttu um 70 manns. Fundinum stjórnaði formaður félagsins, dr. Jón Þór Þórhallsson.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.