Tölvumál - 15.02.1983, Blaðsíða 5

Tölvumál - 15.02.1983, Blaðsíða 5
5 frumgagniö, jafnt þótt partarnir fari ólíkar leiöir og komi í annarri röð til endastöövar en sent var i upphafi. Hér hefur komið til sögunnar nýtt kerfi, sem hefur verið um áratug í þróun og hefur nú náð mikilli fullkomnun. Hinar stórstígu framfarir i þróun rafeindafræðanna eiga hér drýgstan hlut að máli. Tækjakostnaður fyrir bæði simakerfin og tölvustýrðu kerfin hefur lækkað mjög verulega frá þvi sem áður var og almennu simakerfin henta vel sem tengiliður milli gagnakerfisins og notenda þess. Almennt er nú talið að séu linur ódýrari eru notaðar rásasendingar, en séu tölvustýringar ódýrari verða pakkasendingar fyrir valinu. Fyrir nokkrum árum voru uppi bollaleggingar á Norðurlöndum um gagnavinnslukerfi þar. Árangurinn varð svo norræna-datanetið eins og áður sagði. Við hér á landi töldum okkur ekki fært að taka þátt i þessu kerfi en settum okkur þó i biðstöðu eftir sérstaka könnun i árslok 1979. Nú horfa málin þannig við að hagkvæmast verður að koma hér á fót kerfi, sem byggist á "packet switching" með tölvustýróri skiptistöð hér i Reykjavik fyrir sambönd innanlands og til útlanda. Kostirnir við þetta kerfi eru augljósir fyrir notendur hér á landi. Tækin hjá sendanda þurfa ekki nauðsynlega að vinna á sama hraða og með sömu forskrift og tækin hjá viðtakanda, eins og nauðsynlegt er ef beinar linusendingar "circuit switching" eru notaðar. Notendur geta þvi valió sér tæki að eigin vild og notað sima-

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.