Tölvumál - 01.12.1983, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.12.1983, Blaðsíða 4
4 HEIMSÖKN í BANDARÍSKA HáSKÖLA Hinn 28. maí s.l. fóru Bergþór Skúlason og ölafur Guðmundsson, sem báðlr hafa stundað nám í tölvunarfræðum við Háskóla Islands, í námsferð á vegum Hl til Bandaríkjanna. Sóttu þeir ráðstefnu um tölvumálefni og heimsóttu nokkra helstu framleiðendur tölvubúnaðar þar í landi. Einnig heimsóttu þeir háskóla til að kynna sér möguleika á framhaldsnámi, kennslu í tölvunarfræðum og stöðu tölvu- væðingar innan skólanna sjálfra. Bergþór og ðlafur hafa samið greinargóða skýrslu um heimsóknir sínar í háskólana. Skýrslutæknifélag Islands fór þess á leit að fá að birta skýrsluna í Tölvumálum. Þökkum við höfundum góðfúslegt leyfi þeirra til birtingar. Skýrsla þeirra fer hér á eftir: Yfirlit yfir ferðina Dagana 28/5 til 2/7 dvöldust undirritaðir í Bandaríkjunum.- Tilgangur ferðarinnar var þríþættur; í fyrsta lagi, fyrri hluti ferðarinnar var námsferð á vegum HÍ þar sem farið var á ráðstefnu um tölvumálefni og heimsóttir nokkrir helstu framleiðendur tölvubúnaðar þar í landi. f öðru lagi heim- sóttum við háskóla til að kynna okkur möguleika á framhalds- námi, kennslu í tölvunarfræðum og stöðu tölvuvæðingar innan skólanna sjálfra, en um það er einmitt fjallað í þessari skýrslu. I þriðja lagi var um að ræða sumarfrí. Þeir skólar sem við heimsóttum voru MIT í Boston. University of Toronto og University of Waterloo sem báðir eru í Ontario, Kanada. University of California ,Los Angeles. University of California ,Berkeley. Stanford University. Einnig stóð til að heimsækja Carnegie - Mellon sem er staðsettur í Pittsburg, en þegar til kom reyndist það ekki unnt. Samt sem áður munum við fjalla um þann skóla vegna þess að hann er álitinn framarlega í þessum málum og við höfum þó nokkrar upplýsingar um hann til að vinna úr.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.