Tölvumál - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.12.1983, Blaðsíða 12
12 ORÐIÐ E R LAUST AÐ S3A EKKI ÖT FYRIR NEF SÉR Ásmundur Brekkan, yfirlæknir, ritar skemmtilega myndskreytta grein um dagsetninga- staðalinn, IST 8, í 7. tölublað Tölvumála 1982 (bls. 7-8) og finnur honum flest til foráttu. Nú er það svo að sitt sýnist hverjum, og er skemmst frá því að segja að ekki get ég tekið undir orð Asmundar, sem er aftur ósammála öttari Kjartanssyni (Tölvumál, 7. árg., 6. tbl., 1982-08, bls 7), að eigin sögn. Raunar er vandséð hverju Ásmundur er ósammála í grein Öttars, því í henni er ekki tekin afstaða með eða á móti IST 8. Hins vegar tekur Asmundur mjög ótvíræða afstöðu, og verður nú að henni vikið. ( Skoðun Asmundar er sú að forsendur þær, sem IST 8 byggir tilveru sína á, séu óljósar, að ritháttur dagsetninga samkvæmt staðlinum samræmist ekki almennum rithætti í landinu og að rithátturinn ár-mánuður-dagur (IST 8) sé öfug röð. Ritun dagsetninga samkvæmt IST 8 byggir einmitt tilveru sína á mjög augljósum forsendum og samræmist ágætlega almennum rithætti í landinu. Þess vegna er rithátturinn ár-mánuður-dagur rétt röð. Þá er þess að geta að staðlar eru ekki lögboðnir hér á landi, eins og Asmundur virðist halda. Islendingar hafa um langt skeið ástundað talnaritun, þar sem gildi hvers tölustafs í tölu minnkar frá vinstri til hægri. Sem dæmi má taka töluna 123; 1 hefur hæsta gildið og táknar 1 x 100 (eitt hundrað), en 3 hefur aftur á móti lægsta gildið og táknar 3 x 1 (þrjár einingar). Fleiri daemi má nefna. Hnattstaða er, eins og flestir vita, gefin upp í gráðum, mínútum og sekúndum. Fjárupphæðir eru tilgreindar í krónum og aurum, en ekki öfugt. Þá er tímasetning, innan sólarhrings, skráð í klukkustundum, mínútuir( og sekúndum (og sekúndubrotum, ef því er að skipta), hvort sem notuð er 12 eða 24 klst viðmiðun (t.d. 1:54 eða 13:54). I öllum þessum tilvikum gildir sama reglan: fyrst er tilgreind stærsta einingin og sú minnsta síðast, eða, eins og áður sagði, stærð eininga minnkar frá vinstri til hægri. Ritun dagsetninga samkvæmt IST 8 fylgir nákvæmlega sömu reglu, þannig að um samræmi er að ræða. Það er svo aftur annað mál hvort reglur eiga að gilda hér um eða ekki, þó mörgum finnist eflaust að svo ætti að vera, enda þægindi þess augljós. Mörgum gögnum er raðað í aldursröð og er þá bæði þægilegt og eðlilegt að að fyrst sé leitað eftir hæsta gildi og síðast eftir hinu lægsta. Ef starfsmaður Landsbókasafnsins væri beðinn um að finna eintak af tilteknu dagblaði frá 11. maí 1926, þá myndi hann vafalaust fyrst leita eftir ártali, síðan mánuði og loks degi.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.