Vísir - 04.01.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 04.01.1962, Blaðsíða 1
í VM §31 »'iM 52. árg^JFimmtudagur 4. janúar 1952..— 3. tbl. RússMskt lepp- ríki í Ameríku. Bandaríkjastjórn hefur gef) ið lít nýja hvíta bók varð- andi Kúbu-málið í tilefni þess, að þrjú ár eru liðin síðan Castro tók við völdum með byltingu. í bókinni segir, að Rússar hafi nú tögl og hagldir á Kúbu. Séu ódulbú.nir komm- únistar við völd í eyríki þessu. Þá er rætt um þá miklu áherzlu, sem Rússar hafa lagt á það, að ná Kúbu á sitt vald og talað um þann mikla fjáraustur og vígbún- að . sem þeir hafa fram- kvæmt. Á Kúbu er nú annar stærsti landher Ameríku- ríkis segir í skýrslunni. Til hans hafa Rússar varið 60 milljónum dollara í hergögn. Hin auknu viðskipti Kúbu við járntjaldslöndin eru þess órækt vitni hve komið er. Áður en Castro náði völd- um voru 2% af viðskiptum Kúbu við kommúnistaiúki, en nú er lilutfallstalan kom- in upp í 80%. „Ginnunga- gap" I gegnum þetta „Ginn ungagap“ réttu menn yfir hafnir sínar á skótaskemmt uninni um áramótin. (Sjá Myndsjá á bls. 3) Rætt um endurskipu- Bretar og Bandaríkja- menn ætla að hefja í næstu viku sameiginlegar viðræð- ur um það hvernig bæta megi starfsemi Sameinuðu þjóðanna, en leiðtogar beggja þessara þjóða hafa nú hinar mestu áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða í samtökunum, sér- staklega eftir viðhorfin til Goa-málsins. í Washington. Viðræðurnar fara fram í Washington í næstu viku og verður skipuð sameiginleg nefnd í málinu. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna í nefndinni verður Adlai Stevenson, en fulltrúar Breta þeir Ormsby Flugeldar ailskonar fyrir hálfa milljón. Eftir því sem næst verð- ur komist var tiltölulega minna um flugeldasölu í Reykjavík en t.d. um síð- ustu áramót. Samt er ekki hægt að segja annað en sal- an hafi verið drjúg. Ef reynt er að gera sér grein fyrir því hvað miklir peningar sprungu í loftinu á gamlárskvöld verður talan eitthvað um 400—500 þús- und krónur, sem er dálag- legur skildingur. En eins og allir vita þá var veðrið ekki gott á gamlárskvöld, lágskýjað og þokulegt í lofti. Er vitað um ýmsa, sem geymdu sér að senda sína flugelda á loft, þegar þeir sáu hvernig þeir fengu ekki njóta sín eins og vera bar. Gore sendiherra í Washington og Patrick Dean fulltrúi hjá SÞ. Áhugaleysi. í síðustu viku gagnrýndi Home lávarður utanríkisráð- herra Breta meðferð SÞ á Goa- málinu, þar sem um var að ræða skýlausa hernaðarárás, en lítill áhugi var meðal full- trúa Afríku og Asíu-ríkja að beita valdi SÞ til að stöðva árásina. Með því telja fulltrúar Breta og Bandaríkjanna að samtökin hafi beðið mikinn hnekki í því hlutverki sem er mikilvægast fyrir þau, að koma í veg fyrir. hernaðarofbeldi. Fjármálin. Jafnframt viðræðum um þetta munu fulltrúar Breta og Bandaríkjanna ræða hin al- varlegu fjármál samtakanna, en SÞ skulda nú milljónir doll- ara og hefur meirihluti þátt- tökuríkjanna svikizt um að greiða lögboðin framlög til stofnunarinnar. Nýir lögregkivarðstjórar. SKIPAÐIR hafa verið tveir nýir varðstjórar í rannsóknar- lögreglunni. Annar þeirra er Kristmundur Sigurðsson, sem verið hefir um ára bil rannsókn- arlögreglumaður í þeirri deild sem fjallar um umferðarslys og bílaárekstra og verður Krist- mundur við þá deild áfram. Hinn rannsóknarlögregluvarð- stjórinn er Jón Halldórsson, sem einnig hefir verið um ára- bil við rannskóknarlögregluna. Þá mun Ólafur Guðmundsson frá Laugarvatni taka við varð- stjórastöðu í S.R.D., slysarann- sóknardeild götulögreglunnar, sem Guðmundur Hermannsson yfirforstjóri var fyrir áður. Ekki er Ólafur þó tekinn til starfa í þessari nýju stöðu sinni. Hann hefir sem. kunnugt er i lengi starfað í götulögreglunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.