Vísir - 04.01.1962, Side 3

Vísir - 04.01.1962, Side 3
Fimmtudagur 4. janúar 1962 V I S 1 R Eftir því sem Myndsjáin bezt veit, hefir þjóðlegasti nýársfagnaðurinn um þessi áramót verið haldinn í Skátaheimilinu við Snorra- braut. — Skátasveitin Vík- ingar stóð fyrir gleðinni á gamlárskvöld fyrir hönd Skátafélags Reykjavíkur og lögðu strákarnir sig alla fram um að skreyta húsið á þjóðlegan hátt. Og ekki stóð á gestunum. Hátt á þriðja hundrað skáta skemmti sér þar fram á nýársmorg- un, kvaddi gamla árið og heilsaði nýju. Ekki gátum við komið því við að taka þátt í fagnaðinum, en við fengum að líta þarna inn í gær, og skátarnir, sem önn- uðust allt tilstandið, ærsluð- ust þar enn og reyndu að cndurlifa fagnaðinn, komu sér ekki að því alveg strax að rífa niður allan „mask- ínu“-pappírinn, sem í liönd- um lielztu listamannanna í hópnum hafði breytzt í hin mögnuðustu listaverk og prýddi alla veggi og loft. Og strákunum var ekki láandi, því að við ætluðum ekki að geta slitið okkur burt frá þessum skemmtilegu mynd- Skessur, draugar og skátafól. um, sem voru bráðlifandi þjóðsögur og taumlaust hug- myndaflug. Þarna gengum við úr einni þjóðsögustof- unni í aðra. Eiginlega vant- aði ekki annað en Sobegga afa Litlu Heggu til að þetta væri fullkomnað. Mest bar á tröllamyndum á veggjun- um, og voru skessur ekki allar par smáfríðar, svo sem hér má sjá á einni mynd- inni, sem prýðir stærsta vegginn, en liinn mennski maður milli tánna á henni er einn skemmtiforstöðu- manna, Pétur Sveinbjarnar- son. Á hinni myndinni getur að líta skóburstarakrók þar 1 sem fægð voru fóthylki, og var sú sýn ekki eins hroll- vekjandi. En mest bót var í máli, að í næstu salarkynn- um, hressingarskálanum, þar sem öltunna mikil lá á stokk- um, var öllum föl hvít- ölskrús á fimmkall, brauð- sneið á fimmkall og pulsa á sexkall, og þetta var nóg til að taka mesta hrollinn úr fólkinu. Síðan var nýja ár- inu fagnað með ýmsu móti öðru. Allir fóru út og heils- uðu því á miðnæti, haldið var böggla uppboð, tízku- sýning, spilað og dans stig- inn fram yfir óttu. Listamenn í hópi víking- anna, sem skreyttu veggina, heita Örlygur Richter og Vilhjálmur Kjartansson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.