Vísir - 04.01.1962, Blaðsíða 6
6
V 1 S I R
Fimmtudagur 4. janúar 1902
ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB
Rttatfðrari Herstelnn Pálsson, Gunnar G. Schram.
ASstoðarritstfirl: Axel Thorstelnsson. Fréttastfir-
ar: Sverrtr ÞórSarson, Þorstelnn 6. Thorarensen.
Rltatfirnarskrifstofuri Laugavegi 27. Auglýsingat
og afgreiSsla: Ingilfsstrœtl 3. Áskriftargfald er
krinur 45,00 ó minuSi. - f lausasðlu krinui
3,00 elntakiS. Slmi I 1660 (5 llnur). - Félags-
prentsmiSfon h.f. Steindórsprent h.f. Eddo h.f.
BÆKUR 0G H0FUNDAH
r r
\s
Fyrsta sinn í 15 ár.
1 upphafi viðreisnarinnar, fyrir tæpum tveimur
árum, var það viðkvæði stjórnarandstöðunnar, að
efnahagsráðin myndu sliga þjóðina og gera hana gjald-
þrota. Sjóðir myndu tæmast, kaupið lækka og álmenn-
ingur verða örsnauður. Nú heyrast þessar hrakspár
vart lengur, og það er heldur engin furða, þótt þeir
Eysteinn og Einar kjósi þögnina.
Sannleikurinn er sá að viðreisn íslenzks efnahags-
lífs hefur tekizt betur og skjótar en jafnvel þeir bjart-
sýnustu þorðu að vona. Á tæpum tveimur árum hafa
orðið algjör þáttaskil í fjármálum þjóðarinnar. Sjóð-
irnir, sem galtómir stóðu, eru nú óðum að fyllast á ný,
sparifé stóreykst, gjaldeyrir hleðst upp í landinu og við
getum nú loks borgað erlendar óreiðuskuldir síðasta
áratugs.
I grein, sem Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra
ritaði hér í blaðið í gær gat hann nýjasta þáttar þessa
máls. I árslok 1961 átti ríkissjóður inneign í Seðlá-
bankanum í fyrsta sinn í hálfan annan áratug, eða síð-
an 1945. Nam inneignin um síðustu áramót 39 millj.
króna. Aftur á móti var ríkissjóður í skuld upp á 28
milljónir króna við bankann í árslok 1960, svo sem
öll undangengin 14 ár.
Hér hefir mjög mikilsverður árangur náðst og
þessar tölur sýna gleggst við hve heilbriejða fjármála-
stjórn þjóðin nú býr. Hallalaus ríkisbúskapur er mikil-
vægur þáttur viðreisnarinnar. Greiðsluafgangur varð
bæði á fjárlögum 1960 og verður á fjárlögum síðasta
árs, þrátt fyrir mjög aukin útgjöld ríkissjóðs vegna
verkfallanna og kauphækkananna. Þessar staðreyndir
sýna allar ótvírætt að hér hefir stefna uppbyggingar _
og framfara ráðið, en jafnframt eðlileg gætni í ríkis-
fjármálunum. Á tæpum tveimur árum er nú langt
komið í þeirri erfiðu baráttu að koma hér á heilbrigðu
efnahagslífi. Um það er gleggst til vitnis skýrsla Efna-
hags og Framfarastofnunar Evrópu, sem út kom um ■!
áramótin.
„Nauðsyn andtrúaráróðurs."
„Nauðsyn er á áhrifameiru og betur skipulögðu
kerfi vísindalegs andtrúaráróðurs, er nái til allra hluta
og hópa landsbúa og hamli útbreiðslu trúarskoðana,
einkum meðal barna og unglinga.“
Þannig segir í fréttatilkynningu sem rússneska
sendiráðið í Reykjavík sendi Vísi fyrir nokkrum dög-
um. Ummælin eru úr ræðu Krúsévs á flokksþinginu í
haust.
Hvað segja íslenzkir kommúnistar um þetta „guð-
spjall“ þessa postularaust frá Moskvu? Flestir eru þeir
kristnir menn, láta skíra og ferma börn sín og þiggja
hinztu þjónustu kirkjunnar. Og hvað segja kommún-
istamir meðal þjónandi presta?
Skáldkonur fyrri alda.
Umsögn A&algeirs Kristjánssonar,
Skáldkonur fyrri alda I.
eftir Guðrúnu P. Helga-
dóttur. Kvöldvökuútgáf-
an 1961.
Einhver sérstæðasta bókin,
sem komið hefur á markað-
inn nú fyrir jólin, er Skáld-
konur fyrri alda eftir Guð-
rúnu P. Helgadóttur skóla-
stjóra. Enginn, sem þekkir til
fullnustu, hve skáldskapur
hefur verið snar þáttur í lífi
þjóðarinnar, mun neita því,
að skáldskapur í einhverri
mynd hafi verið jafn tiltæk-
ur konum á fyrri öldum og
hann er nú. Hitt er annað
mál, að þær hafa að jafnaði
ekki gert hann að neinni út-
flutningsvöru, heldur ort sér
til hugarhægðar eða til að
tjá sínar leyndustu þrár og
ljúfustu vonir í stefjum og
stökum. Fæstar þeirra hafa
nokkru sinni verið festar á
skinn og gleymskan síðan
hulið þær hjúpi sínum. Það
verður því næsta fáliðaður sá
hópur, sem með fullri vissu
má telja að beri nafn sitt
með réttu, enda tekur höf-
undur það margsinnis fram,
að valt sé að treysta á sann-
fræði íslendingasagna, enda
þótt enginn dragi í efa, að
allar þær vísur, sem lagðar
eru í munn konum, gætu
verið eftir þær. Þegar höf-
undur hefur slegið þennan
varnagla, gerir höfundur
grein fyrir því efni, sem
tengt er vísunum og safnar
þannig á einn stað, því sem
íslenzka.r fornbókmenntir
hafa að geyma um kveðskap
kvenna, jafnt það sem talið
er að þeim sé réttilega eign-
að og hitt, sem allir eða
flestallir telja óvíst eða ör-
ugglega rangt.
En þetta er aðeins önnur
hlið bókarinnar. Hún er öðr-
um þræði menningarsaga
fyrri tíma, eða um þann þátt
íslenzkrar menningar, sem
ofinn var af íslenzkum kon-
um í heiðni og kristni. Það
er sagt frá seiðkonum og ein-
setukonum, verklegri menn-
ingu jafnt og þeirri, sem af
andlegum toga er spunnin.
Bókin hefur vítt vænghaf
og víða hefur verið leitað
fanga í efnisöflun. Frásögn-
in er skýr og greinargóð, laus
við allar málalengingar.
Vinnubrögðin virðast hin
vönduðustu. Eitt atriði mun
þó ekki vera rétt að dómi
þeirra, sem bezt hafa rann-
sakað íslendingasögurnar, og
það er, að Kormáks saga sé
eftirtekjan verður minni en
eríiðið. En gleymskan skilar
aldrei aftur því, sem hún
hefur einu sinni lagt eignar-
hald sitt á, og þeim dómi
verður ekki breytt. En um
leið og vér þökkum frú Guð-
wmm
Guðrún P. Helgadóttir
meðal yngri íslendinga
sagna, nema nýskeð hafi
komið eitthvað fram um það
efni, sem undirrituðum er
ekki kunnugt um.
Það er enginn efi á því, að
Guðrún P. Helgadóttir hefur
lagt mikla vinnu í þessa bók.
Hins vegar er svo fátt vitað
um skáldskap íslenzkra
kvenna á þessum öldum, að
rúnu fyrir þessa bók er það
ósk vor, að næsta bók um
sama efni komi frá hendi
hennar, áður en langt um
líður. Eftir öllum sólarmerkj-
um ætti það að verða bók,
sem drægi margt nýtt á land
úr djúpi gleymskunnar og
varpaði nýju ljósi á líf og
menningu liðinna alda.
Aðalgeir Kristjánsson.
i Óvenjulegt smyglmál í Svíþjéi.
; Vffir með nilli|énir
i kréna í föskynni.
,[ TolIverSir
![velli
i’stór augu þriðjudaginn
við
á Bromma-flug-
Stokkhólm ráku upp
fyrir
;;jól, er þeir leituðu í handtösku
[einhverrar konu. (Hvaða?)
![ f töskunni reyndust nefnilega
![vera 799.000 sænskar krónur
Íí 1000 og 10.000 króna seðlum
fog sagðist konan vera að koma
féð frá Sviss, þar sem það
hefði ve?*ð í banka sem and-
virði fyric listaverk, sem sænsk-
ur bank>stjóri hefði selt þar.
Bankast^Prinn hefir hinsvegar
neitað að vera við málið riðinn
og situr konan inni, meðan
reynt er að athuga málið nánar.
Upp komst um smygltilraun
konunnar, þegar hún kom fljúg
rrh. a ois. í.