Vísir - 19.01.1962, Síða 4

Vísir - 19.01.1962, Síða 4
4 V í S I R Föstudagur 19. janúar 19,62 DÍESELVÉLAR mínir íluttu frá Grímstungu að Kornsá í Vatnsdal 1899 og keypti faðir minn Þá jörð nokkrum árum síðar. Á Kornsá hef ég svo átt heima alla tíð síðan. Við systkinin vorum 5 og erum enn 4 á lífi. — Hvað um uppvöxt þinn og æsku? — Minning æskuáranna er jafnan björt og hlý í huga mínum, heimili mitt gott og velmegandi og fjölmennt einkum eftir að foreldrar mínir fluttu að Kornsá í næsta nágrenni við hið glæsi lega og fjölmenna heimili, Undirfell, þar sem Hjörleif- ur Einarsson prófastur og kona hans Björg Einarsd. bjuggu þá. Á þessum tveim ur heimilum voru oft um og yfir 20 manns, hvoru fyrir sig og minnsta kosti helm- að hverfa út úr lífi íslenzku þjóðarinnar. Haustið 1906 settist ég svo í kennaradeild Flensborgarskólans og tók þaðan próf árið 1907, fór þá heim en var við verzlunar- störf og kennslu á Blöndu- ósi næsta vetur eftir. Árið 1908 settist ég svo fyrir fullt og fast að á Kornsá og tók við bústjórn hjá föður mín- um sem þá bjó stóru búi á Kornsá, en sem þá varð líka í annað sinn kosinn á þing Árið 1914 gifti ég mig Ölmu Jóhannsdóttur frá Blönduósi og byrjaði þá búskap á nokkrum hluta Kornsár og geri ráð fyrir að honum muni nú ljúka á næstunni. — Hvað hefurðu svo áð öðru leyti gert? — Ja, það er nú hvorki margt né mikið. Næstu árin eftir skólaárið tók ég mik- f smfði tryggfp DEUTZ dfesef- Vélonncfc! limboðsmenn: H.F. HAMAR, Reykjavík Hefur lifað þróunar tímabi í DAG á kunnur óðalsbóndi úr Húnaþingi, Runólfur Björnsson á Kornsá í Vatns- dal, 75 ára afmæli. Runólf- ur hefur frá því fyrir jól verið sér til lækninga hér í Reykjavík, en er nú nýkom- inn af sjúkrahúsi, liress og kátur að vanda og kann frá mörgu að segja. f tilefni dagsins bað Vísir Runólf að segja lesendum blaðsins eitt og annað úr langri og athafnasamri ævi, en Runólfur hefur tekið mik inn og virkan þátt í allskon- ar félagslífi í sveit sinni og sýslu. — Eigum við ekki að byrja á því að rekja upp- runa þinn og ætt. — Ég er fæddur í Gríms- tungu í Vatnsdal 19. jan. 1887. Foreldrar mínir voru þau hjónin Björn Sigfússon, alþm., síðar lengi hreppstj. og umboðsm. þjóðjarða í Húnaþingi. Föðurafi minn, séra Sigfús, síðast prestur að Undirfelli í Vatnsdal Jóns- son frá Reykjahlíð í Mý- vatnssveit. Föðuramma mín var Sigríður dóttir Björns Auðunarsonar Blöndal sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal. Móðir mín var Ingunn Jónsdóttir Jónssonar kamm- eráðs á Melum í Hrútafirði. Móðuramma mín var Sigur- laug Jónsdóttir frá Helga- vatni í Vatnsdal. Foreldrar ingurinn börn og æskufólk og niður í dalnum voru þá fjölmenn velmegandi heim- ili, enda var oft glatt á hjalla á tunglskinsbjörtum vetrarkvöldum, þegar unga fólkið brá sér á skauta á Kornsárengjum eða Vatns- dalsá, eða þegar stigið var á bak gæðinganna og hleypt eftir ísnum að vetrum eða að sumrinu þegar kannski 30 ungmenni fóru saman í ,,reiðtúr“ til einhvers fallegs staðar. Einn vetur man ég eftir 11 hestum á járnum á Kornsá. Þar var um að ræða dráttarhesta, góðhesta til eldis og tamninga og hestar, sem heimilismenn áttu aðrir en faðir minn, sem sjálfur átti venjulega 3 gæðinga. Á þessum dögum var svo algengt að halda 2—3 skemmtisamkomur yfir árið, þar var mikið sungið, oft flutt ein ræða og svo dansað. Vín naumast eða alls ekki um hönd haft. — Fékkstu tækifæri til að stunda nám á æskudögum? — Já, ég flaug úr hreiðr inu 1906, lauk námi við bún aðarskólann á Hólum. Sum arið eftir var ég í gróðrar stöðinni á Akureyri. Lærði ég þar að vinna með hest- um, sem alla tíð síðan hefur verið ríkur þáttur í lífi mínu og mér er nokkur hryggð í huga yfir að sjá „þarfasta þjóninn“ að miklu leyti vera Runólfur Björnsson á Kornsá. inn þátt í félags- og skemmt- analífi j mínu héraði. Má segja að ég þótti hlutgengur í þeim íþróttum sem þá voru stundaðar, fyrst og fremst í íslenzkri glímu og svo knatt spyrnu. Sat í hreppsnefnd Áshrepps 3 áratugi og all- mörg ár oddviti, í skatta- nefnd, sóknarnefnd o. fl. í stjórn Kaupfélags Húnvetn- inga/full 40 ár og nær helm ing þess tíma formaður fél- agsstjórnar. Verkstjóri við Sláturfélag A-Húnv. í 25 ár. Átti nokkurn þátt í stofnun fyrstu rafveitunnar fyrir Blönduós og í stjórn þess fyr irtækis mörg ár. Þá hef ég verið form. skólanefndar Húsmæðraskólans á Blöndu- ósi síðan 1944. Umboðsmaður Brunabótafélags íslands síð- an 1936 og sitt af hverju mætti fleira til búa en hér skal staðar numið. — Það hefur sem sé margt borið á góma í lífi þínu og starfi. — Ég tel að ég sé búinn að lifa 3 tímabil. Fyrsta, fram um fyrri heimsstyrjöld þegar mest allt erfiðið hvíldi á mannsorkunni. Annað , timabilið sem að miklu leyti stóð fram undir lok síðari heimsstyrjaldar, þegar mik- ið af versta erfiðinu færðist yfir á hestinn — jarðyrkju- verkfærin, heyvinnuvélar o. fl. Og svo síðasta tímabilið þegar aflvélarnar í æ ríkari mæli eru að taka meginhluta erfiðisins yfir á sig. Þetta má teljast’hraðfara þróun á rúmlega hálfri öld. — Hvað geturðu sagt mér frekar um framfarirnar á þessum árum? — Fyrir siðustu aldamót var nokkuð farið að hefjast handa um jarðabætur og fyrsti vísir að hlöðubygging- um í Vatnsdal. Þá voru elda vélarnar og olíulamparnir óðum að ryðja sér til rúms, kerrur og skilvindur að byrja að koma á nokkur heimili. Árið 1903 var svo byggt rjómabú við Korns- ána, en það stóð ekki lengi, féll niður 1906 þegar fráfær- urnar lögðust niður. Eitt dæmi vil ég tilfæra sem nokkuð sýnir hvað mikil Frh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.