Vísir - 19.01.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 19.01.1962, Blaðsíða 10
) Það eru ekki allir sem eiga sína eigin niynt, karlinn! Það er ekki ósennilegt, að íslendingar fái að sjá japanskan veiðiflota á síld- armiðunum fyrir norðan land eða austan á sumri komanda. Norska blaðið Fiskaren, sem fylgist vel með tíðindum af fiskveiðum um heim allan, birt- ir að minnsta kosti frétt um Framh. af 4. síðu. hagsbót var að stofnun rjómabúsins fyrir Vatnsdal- inn. Roskinn og gildur bóndi sagði þá við mig, ég held i réttunum 1905: „Mér þótti nú smjörpeningarnir koma sér vel fyrir mig, því með þeim gat ég borgað kaupa- fólki mínu kaup sitt, en það mun hafa verið 1 karlmaður og 2 stúlkur“. Á þessu tíma bili og þeirri framfaravið- leitni sem þá átti sér stað, held ég að mest hafi borið á Hjörleifi prófasti á Undir- felli og Bii-ni Sigfússyni, fyrst í Grímstungu og síðar á Kornsá, en fljótlega bætt- ust ýmsir mætir menn í hóp- inn. Skömmu eftir síðustu alda mót fóru 3 efnilegir bænda- synir úr Húnaþingi til Nor- egs til verknáms. Þessir menn voru: Jónatan J. Lín- dal Holtastöðum, Magnús Jónsson Sveinsstöðum og Magnús Þorláksson Vestur- hópshólum, síðar stórbóndi á Blikastöðum. Með þéssum mönnum barst svo andblær framfara og nýjunga í hér- aðið. Jónatan á Holtastöðum tók að byggja vandað stein- steypuhús það fyrsta í hér- aðinu þegar frá er talið lítið steinsteypt hús á Blönduósi, sem þá var nýbyggt af Zóp haníasi Hjálmssyni. Held það hafi verið 1908—10 Björn á Kornsá byggði fyrsta steinsteyptu hlöðuna 1912 og var um skeið kölluð stórahlaða. tók 700 hesta. Bezt gæti ég trúað, að árið 1915 hefði verið eitthvert bezta ár, sem yfir bændur hefði komið hér á landi, minnsta kosti í Húnaþjng'i. Þá hækkuðu afurðir mjög í verði. Ég þekkti nokkra stærri bændur sem gátu greitt að mestu og sumir al- veg ársúttekt sína í kaup- stað með ullinni einni. Á þessum öðrum tug ald- arinnar var hart vor 1914, 1916—1918 frostaveturinn, og 1920. Svo þegar leið á þriðja tuginn gekk mikil vakningaralda yfir, bæði frekar gott árferði og póli- tísk i’akningaralda, og menn þetta nú fyrir nokkru og hefir hana eftir „Frivakten", sem er félagsblað eins stærsta útgerð- arfélags heirns, J. Lauritzsens, og fréttin er engan veginn ótrú- leg, því að Japanir hafa t. d. haft verksmiðjuskip með fjölda veiðiskipa í Barentshafi og veiðar mundu sennilega vera enn hagstæðari hér að sumar- lagi, ef eitthvað er um síld. hófust handa að rækta og byggja. En Adam var ekki lengi í Paradís. Árið 1930 skall heimskreppan yfir. Fjölmarg ir fengu ekki risið undir skuldaböggum. Svo þegar hér fór að rofa til steyptist i yfir Húnavatnssýslu mæði- veikin 1936—1937, sem svo var þung í skauti að margir bændur þurftu allt að 40 gimbrarlömb til að viðhalda 100 ám og gekk þá mjög á sauðfjárstofn bænda. Mik- ið happ tel ég að hafizt var handa 1917 um byggingu mjólkursamlags, sem veru- legan þátt átti í að rétta fjár- hag bænda við. Alger £jár- skipti fóru svo fram 1948. Upp úr því tel ég svo að efnahagur og öll afkoma bænda í þessu héraði hafi mjög blómgazt fram á þenn- an dag. — Hvað hafa svo síðustu árin borið í skauti sínu? — Upp úr 1946 fara stór- virku fækin til jarðvinnslu að berast hingað sem margfalda ræktunina á nokkrum árum, og alhliða uppbygging jókst. Það bezta, sem mér virðist blasa við auganu, er að í hverri sveit þessa góða hér- aðs eru margir ungir og mið- aldra dugnaðarbændur, sem bera höfuðið hátt. — Hverju er nú öll þessi mikla velgengni að þakka? Hverju svarar þú um það? — Mínu góða héraði og dugmikla fólki, sem þar býr. Og ef ég ætti að nefna ein- staklinga myndi ég fyrst nefna Jón Pálmason frá Akri, sem með einlægni og dugnaði hefur stutt flest framfaramál sýslunnar í 3 áratugi. Þá Hafstein Pét- ursson frá Gunnsteinsstöð- um, sem um svipað árabil hefur með einstökum þol- gæðum stutt fyrst og fremst búnaðarframkvæmdir hér- aðsins. Og enn nefni ég kaupfélagsstjórana Jón S. Baldurs og Ólaf Sverrisson með öruggri forustu sam- vinnufélaganna 2 síðustu áratugi. í lok þessa rabbs langar lesta verksmiðjuskip muni verða að ræða, og sé venja Japana að hafa 20—25 veiði- skip til að moka aflanum í slíka fljótancli verksmiðju, en sérstök skip hafa það verkefni eitt að flytja flot- anum vistir, vatn, olíu og aðrar nauðsynjar og sigla síðan til Japans með fisk- mjölið og lýsið, sem fram- leitt er. í þessari fregn Fiskaren er bent á, að fiskveiðar Japana hafi aukizt úr tveim í meira en sex milljónir lesta á ári frá stríðslokum og byggist aukning- I in meðal annars á því, að þeir i vili ekki fyrir sér að leita á mið handan hnattarins eða vera að heiman ár í senn, en slíkt sé j ekki til neins að bjóða mönn- um af öðru þjóðerni. Að endingu má geta þess, að á slíku 10.000 lesta verksmiðju- skipi eru venjulega 3—400 menn, en á hverju veiðiskipi 10—12 menn. mig að biðja þig að koma á framfæri í heiðruðu blaði þinu góðri kveðju og miklu þakklæti frá mér til Lands- spítalans, læki|á®joj|jit'fiá fyrst og fremst prófessors Snorra Hallgrímssonar og hjúkrun- arliðsins fyrir alla þá góðu aðhlynningu sem ég nú fyr- ir skömmu, naut þar, er ég gekk undir allmikinn upp- skurð skömmu fyrir síðustu jól. Einnig góðri kveðju til þeirra úr sjúklingahópi, er ég kynntist þar og ýmsir i með meiri eða minni bót meina sinna, og nú eru farnir þaðan, og ekki síður til hinna, sem enn dvelja á spítalanum. Kongó - Framh af !). síðu. sýndi þá röggsemi sem þurfti til að buga Tsjombe. í haust gerðist það svo, að yfirmaður herliðsins í Aust- urfylkinu, Lundula að nafn, gekk í lið með miðstjórninni. Lundula þessi hafði þó áður verið liðsmaður Lumumba og í fóstbræðralagi við Gizenga. Um síðustu helgi sendi miðstjórnin í Lepold- ville fyrirmæli til Lundula hershöfðingja um að hand- taka skilnaðarmanninn Gi- zenga. Lundula sendi 500 manna herflokk til bústaðar Gizenga í Stanleyville, sem stundum hefir verið kallað- ur Litla Kreml. Þar sló í sfuttan bardaga, sem sagt er að 17 menn hafi fallið í. Sá Gizenga þá að þýðingar- laust var að veita frekari Helmingurinn heimingurinn Þessa dagana má sjá kempulegan mann ganga um bæinn, skartlegan í klæðaburði og glaðlegan í fasi. í barmi ber bann silf- urfesti eina mikla eins og dannebrogsmenn, blóðtöku- menn og hundahreinsunar- menn gengu með hér í gamla daga. í festinni hang- ir mikil spesía, forgyllt. Þetta er engin venjuleg spesía, heldur heill Selsvarar dalur, útgefinn og sleginn af Pétri Hoffmann Salómons- syni íslandströlli. Dalurinn er sleginn til minningar um eina mestu fólkorrustu, sem háð hefir verið í Reykjavík. Stóð hún á stríðsárunum og lagði Pétur þá einn síns liðs og berhentur minnst tíu Breta, eftir því sem sögur herma. Annarsvegar á daln- um er andlitsmynd Péturs í mótspyrnu. Var hann hand- tekinn og mun nú ætlunin að senda hann til Leopold- ville, þar sem hann verður látinn svara til' saká vegna skilnaðarhreyfingarinnar. Allt eru þetta mikilvægir áfangar í áttina til samein- ingar Kongó. Unnið er nú að því að koma aftur á fót í Leopoldville þingræðis- stjórn með því að kveðja þjóðþingið aftur saman og reyna myndun þjóðstjórnar á breiðum grundvelli. T> íkisstjórnin 1 Leopold- ville sem nú situr undir forsæti Adula er talin hæg- fara stjórn, sem vill leita samstarfs við vestrænar metnaður, ágirnd. silfur, eir eða gull en hins- vegar krókaspjót mikið. Nú eru þessir merku dalir fal- boðnir af kempunni sjálfri en hann mun eini maðurinn hér á landi sem á sína eigin mynt. Kostar silfurdalurinn 150 krónur en eirdalurinn 50 krónur. Úr gulli kostar hann 2.700 krónur. Einnig fæst raritet þetta emalerað og er þá nokkru dýrara. — Helmingurinn er metn- aður, helmingurinn ágirnd, sagði Péiur, er hann leit ný- lega inn á ritstjórn Vísis og dró Selsvarardalinn úr pússi sínum. Þeir eru komnir á er- lendan markað, mikið seldir í henni Ameríkunni og mér er sagt af sannferðugum mönnum að þeir séu þar auglýstir . í blöðum, svo þið megið hafa það eftir. þjóðir og myndi aldrei ger- ast leppur hvítra manna með sama hætti og Tsjombe. Forsætisráðherrann Gyrille Adula er einn af fáum menntamönnum Kongó og er talinn gáfaður maður og frjálslyndur. Það er talið, áð hann muni nú, þegar landið hefir verið sameinað, heldur reyna að fara samningaleið- ina að andstæðingum sínum og ef til vill muni hann þá fallast á að fylkin í landinu fái nokkra sjálfstjórn og koma þannig fram til móts við óskir einstakra héraða. Slíkt er viðfangsefni hinna innfæddu sjálfra, en ekki hinna hvítu landnema. Þorsteinn Thoiarensen. Fiskaren segir að ca 10 'pús. Viðtal dagsins —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.