Vísir - 27.01.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 27.01.1962, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. janúar 1962 V ISIR 7 ★ Hrúturinn: 21. marz til 20. apríl: Fyrri hluta vikunn ar ætturðu að láta aðra bera sinn hlut af byrðinni, en hlífa heldur sjálfum þér, þar sem þér hættir nú við þreytu fremur venju. Afgreiddu reikningana, og haltu þig frá fólki, sem leitast við að of- þyngja þér með verkefnum. ★ Nautið, 21. apríl til 21. maí: f vikunni muni hlutirn- ir snúast þannig að maki þinn og aðrir félagar verða í sviðsljósinu og þá er betra að koma sér vel við þau. Þetta er sá tími sem þú verð ur að treysta mest á eigin getu. Þú ættir að láta hina leggja til atlögu fyrst, þú græðir meir á mótleiknum. ★ Tvíburinn, 22, maí til 21. júní: Þessi vika ætti að geta orðið þér mjög ánægjuleg og þú færð góðar fréttir frá fjarlægum aðila. Þetta er sá tími þegar hagstætt er að treysta bönd við erlenda við- skiptavini, eða fólk sem dvelur í útlöndum. ★ Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Sunnudagurinn verður ekki eiris ánægjulegur eins og þú hefðir bezt á kosið. Þú verður í vandræðum með börnin og aðra ástvini. Um miðhluta vikunnar ætturðu að leggja áherzlu á að vera greiðvikinn og lipur á vinnu- stað, það borgar sig undir þessum kringumstæðum. ★ Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Hinar sjö plánetur er nú safnast saman í Vatns- beramerkinu, sem er gegnt þínu merki í dýrahringnum, veldur þvi í þessari viku og næstu mánuðum að margt mun ganga þér seinlegar og verr heldur en æskilegt hefði verið. Bezta ráðið gegnt þessum afstöðum er varnarafstaðan sérstaklega þann 28.t 29. og 31. ★ Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Á sunnudag verðurðu að taka á öllu til að halda jafnvægi í viðskiptum þín- um við nánustu ættingja eða nágranna. Þú ættir ekki að vera mikið á ferli. Síðari hluti vikunnar ætti að verða ánægjulegur, og þú ættir að geta komizt eitthvað út að skemmta þér. Skúli Skúlason. I ★ Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Fyrrihluti vikunnar ein kennist af þvi að þú þarft að fard gætilega í fjármálunum og I i ættir ekki að leggja út í stór fjárútlát, og fremur að halda í peningana. Síðari hluti_ vikunndr einkennist af vandamálum í sambandi við heimilið, sem þó munu öll leysast á bezta veg. ★ Sporðdrekinn, 24. okt. til 22. nóv.: í miðri vikunni eru góðar fjármálalegar af- stöður og þú ættir að leitast við að afla þér nýrra eigna og tekna. Síðari hluta vik- unnar færðu góðar fréttir frá gömlum vini í gegnum nágranna þirin eða náinn ættingja. Varastu geðshrær- ingar sunnudag þann 28. jan úar. ★ Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Fyrri hluti vik- unnar bendir til að þú ætt- ir að forðast óþarfa sam- skipti við aðra og reyna að leita einveru sérstakjega á sunnudaginn. Miðvikudag- urinn markar tímamót í þess um efnum og nú beinist at- hygli annarra að þér. Síðari hluta vikunnar munu breytt- ar aðstæður hjálpa þér til að framfylgja persónulegum á- hugamálum. ★ Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Fyrri hluta vikunn- ar ætturðu að vera sérstak- lega varkár í samskiptum við vini þína og nýja kunn- ingja, sem gætu reynzt þér kostnaðarsamari heldur en góðu hófi gegnir. Vikan markast af löngun þinni til að' eyða fjármunum í óhóf og skemmtanir. ★ Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Kvartilaskipti tunglsins á sunnudag geta valdið þér nokkurrar hugar æsingar, þú ættir því ekki að vera mikið á ferli þannig að þú gætir skaðað vinsældir þínar og mannorð. Um mið- hluta vikunnar er þér alveg óhætt að segja öðrum óskir þínar og vonir. ★ Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Það sem aðrir segja, skrifa eða ákvarða mun sennilega reynast ó- áreiðanlegt nú í vikunni sér- staklega á þetta þó við um mánudaginn. Þú ættir að byggja vonir þínar á fram- tíðinni. Urri miðhluta vikunn ar aukast vinsældir þínar og þú ættir að gefa gætur að óskum föður þíns eða yfir- manns því aðstoð þín' yrði vel þegin. ♦ ♦ y atit i ih. i:í*tTTin y ♦ ♦ $ VISIS Jf. Ritstjóri Stefán Guðjohnsen. að er viðurkennd staðreyrid að allar umhugsanir og hik- hafa mikla þýðingu í bridge, því að flestir góðir spilarar taka eftir þeim. Keppnir hafa unnizt og tapazt á því að spil- ari hefur hikað brot úr sek- úndu í þýðingarmikilli stöðu og þar með gefið sagnhafa ómet- anlegar upplýsingar. En það er staðreynd umhugsunarinnar, en ekki hve lengi hún stendur, sem gildir. í eftirfarandí spili tók sagnhafi sér 10 mínútna um- hugsun eftir að hafa drepið fyrsta slag og þangað til hann spilaði út aftur. Síðan vann hann spilið snilldarlega. V K-9-6-5 V D 4 Á-9-5 Jf» D-G-10-4-3 N * 7 y Á-10-6-4 4 D-G-10-614 * K-8-2 A 4 G-10-3 ♦ 9-8-7-3 4 8-2 * 9-7-6-ð 5 Á-D-8-4-2 V K-G-5-2 4 K-7-3 * Á N V A S Suður Vestur 1 spaði pass 3 hjörtu pass 5 hjörtu pass pass pass Norður Austur 2 tíglar pass 4 grönd pass 6 hjörtu pass Sagnirnar voru ekki eins góð- ar og spilamennskan. Sex tígl- ar eru greinilega betri samn- ingur, en það er einmitt veik- leiki margra sérfræðinga að reyna að ápila lit, sem skiptur er milli handanna og hefur það óneitanlega mikla kosti í sum- um tilfellum. Útspilið var laufadrottning, drepin með ásnum og S. íhuðaði málið eins og áður er sagt.. Það tapast alltaf slagur í tígli og ef hjörtun liggja ekki ver en 3—2, þá þarf ekki annað en að finna drottninguna. Eigi annar hvor andstæðinganna drottninguna fjórðu í hjarta, tapast spilið alltaf. Aðeins ef annar hvor hefði drottninguna einspil í hjarta, þá skipti máli hvernig spilið var spilað. Suður ákvað því að spila upp á drottninguna hjá vestri og væri hún einspil var þýðingarmikið að taka kónginn út að heiman. Þetta gerði hann og drottningjn kom náttórlega i. Næst var tígul- þristi spilað, vestur getur ekki með góðum árangri drepið, svo hann lét lágt og tían í borði átti slaginn. Síðan kom lykilspila- mennskan. Laufakóngur var tekinn og tígulkóng kastað að heiman. Þá kom lauf og tromp- að, síðan spaðaás og síðasti tíg- ull. Nú varð vestur að drepa og hann spilaði laufi til baka. Laufið var trompað í borði. Nú átti austur þrjú tromp en sagnhafi átti aðeins tvö í borði og tvö heima. Samt gat austur engan slag fengið, því nú spil- aði sagnhafi tíglunum. Ein- hvern tímann varð austur að trompa og þegar hann gerði það yfirtrompaði suður með gosan- um og tók af honum trompin með Á—10 í borði. Dagsbrúnarkosníiigar... Framh. af 16. síðu. Stjórn Vinnudeilusjóðs: Sigurður Guðmundsson, Freyjugötu 10 A. Guðmundur Sigurjónsson, Gnoðarvogi 32. Helgi Eyleifsson, Snorra- braut 35. Varastjórn. Jón Arason, Ökrum við Nesveg. Þórður Gislason, Meðalholti 10. Endurskoðendur: Torfi Ingólfsson, Stað Seltjarnarnesi. Halldór Runólfsson, Hverfisgötu 40. Til vara: Einar Torfason, Víði- hvammi 5. A 0* i o n b s. r a a « ■_■ •_■ 1 ? i ri. En Adam var ckki lengi skclfingu lostin og benti yfir gati í loftinu. Augna- tuskum hent niður nra gat- Paradís. Tislia hrópaði þangað, sem aparnir lágu bliki síðar var brennandi ið. Stjórn Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna: Daníel Daníelsson, Þing- hólabraut 31. Jón Hjálmarsson, Njáls- götu 40. Til vara:' Magnús Hákonarson, Garðsenda 12. Torfi Ingólfsson, Stað, Seltjarnarnesi. Endurskoðandi: Helgi Eyleifsson, Snorra- braut 35.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.