Vísir - 27.01.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 27.01.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. janúar 1962 VISIR 15 Forsaga: — SAGAN gerist á skemmtiferðaskipinu Madrigal, sem lét úr höfn í Gíbraltar og siglir um Mið.jarðarhaf hafna milli. — Aðalsöguhctjan, Jane, ung hjúkrunarkona, hefur fengið leyfi frá starfi sínu í sjúkrahúsi i Boston, til þess að ráðast á skipið sem hjúkrunarkona í þessari ferð. Jane er glæsileg stúlka, sem vekur mikla athygli, ekki aðeins fyrir sitt fagurrauða hár, heldur og fyrir óvanalega hreinskilni og einbeitni, sem stimd- um leiðir til árekstra. Hún er læknisdóttir og lítur á starf sitt sem köllun, og viðbrigðin fyrir hana mikil á hinum nýja vettvangi. Gömul kynni endurnýjast — og ný koma til sög- unnar — og Amor með örvámæli sinn ekki iangt undan. — — Nei, ég sá ekki mynd- ina. — Datt mér ekki í húg. Þér hafið verið of ungar til þess — hún var annars sýnd fyrir fimm árum. — Ég var ekki of ung, en kann að hafa verið önnum kafin — verið að hjálpa pabba eða verið að læra hjúkrun. — Já, alveg rétt. Þér eruð hjúknmarkona skipsins. Hann gerði sér upp undrun. — Mér vill gleymast þetta — skiljanlega. Þér eruð nefni- lega eins og brúðan með tvö- falda persónuleikann. Þessa stundina eruð þér ákveðnar á svip, einbeittar, það er þeg- ar þér eruð í einkennisbún- ingnum — og réttið Pétri og Páli hitamæli, og skipið: Mæl ið yður, — en hina bara ynd- isleg stúlka með brún augu og jarpt hár. Hann horfði á hana með aðdáun, en frekjulaust. Hann hefði eins vel getað verið að lýsa einhverri fagurri mey, sem Hómer hafði ort um. — Kannske söngdís? Var það ekki söngdís sem freist- aði Ulyssesar, sem setti met i að forðast að verða fyrir á- hrifum fagurrar hafdísar. — Það liggur við að for- vitni mín sé vakin. Og hvern- ig kom þetta fram hjá Ulys- ses? — Hann lét sjómenn sína binda sig við sigluna, svo að hann stykki ekki fyrir borð til að aðgæta hvort hafdís- imar væru eins fagrar og þær virtust vera. — Jæja, þér þurfið nú ekki að grípa til neinna slíkra ör- þrifaráða til þess að forðast mig, sagði Jane hlæjandi. — Það er nefnilega ég, sem ætla að flýja — og það upp á stundina. Ég þarf sem sé að flýta mér að hafa fataskipti, fara í einkennisbúninginn. Skyldan kallar. — Eitthvað um að vera? Hann var aftur orðinn háðslegur á svipinn. — Gleymið því ekki, að ég er hjúkrunarkona skipsins. Þér munduð allt í einu eftir því áðan — andartak. — Og verið þér nú sælir, Sky Dawson. — En þér hafið alls ekki farið ofan í. Hann hafði veitt því at- hygli, að sundfötin hennar voru skraufþurr. — Ég ætlaði út í þegar þér komuð. Svo gleymdi ég því. — Ég þakka. Þetta getur maður nú kallað gullhamra. Hann tók undir hönd henn- ar, en hún losaði sig. — Ég starfa hér, sagði hún og kenndi óþolinmæði í röddinni. — Það er ætlast til þess, að ég hagi mér ekki sem væri ég farþegi. Clayton lækni mundi mislíka það. — Þessi Clayton læknir, sagði Sky af lítilli hrifni. Þau voru komin að stiganum, sem lá niður á þilfarið fyrir neð- an. — Aðeins andartak, Jane. Leyfið mér að vera dansfé- lagi yðar í kvöld. Þér eruð varla við skyldustörf allt kvöldið. — Nei, ekki nema eitthvað sérstakt komi fyrir .. .“ — Þá höfum við komið okk ur saman um stefnumót, unga mær, sagði hann glott- andi. — Mótmælið nú ekki. Edna Blake hin yfirnáttúr- lega hefur eitthvað stórfeng- legt á prjónunum. Egypzkt kvöld, kallar hún það. Eins- konar forspil að því sem við fáum að sjá í landi Faraó- anna. Jane hikaði. Hugleiddi í svip, að það mundi ekki falla í hennar hlut að skoða sig um að skemmta sér í landi Faraó anna — hvorki á morgun eða síðar. Hún mundi það aðeins augum líta af þilfari „Madri- gal“. Hún mundi ekki fara í land með hinum, en Sky gat verið skemmtilegur — og það væri þó alltaf dálítil uppbót fyrir það, sem hún mundi fara á mis við, ef hún færi með honum á „egypzka. STÓRBROTIÐ VERK. — Það mun vera dómur flestra leikhúsmanna að „Húsvörðurinn“ eftir Harold Pinter, sé eitt merkasta og nýstárlegasta leikrit, sem liér hef- ur verið sviðsett um langan tíma. Leikur og sviðsetn- ing hefur tekist mjög vel og ættu allir, sem ánægju hafa af góðum leik að sjá þessa vönduðu sýningu. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Val Gíslasyni í hlutverkum sínum. kvöldið“. — Jæja, gott og vel. Hitt- umst þá í danssalnum klukk- an tíu. Og svo flýtti hún sér frá honum. Clayton læknir leit upp þurrlegur á svip, er hún kom inn í sjúkrastofuna. — Þér komið seint, sagði hann. — Það virðist nú ekki vera nein ósköp að gera, áræddi hún að segja, en flýtti sér að bæta við, — vitanlega þykir Barnasagan Kalli kafteinn * FLJÓTANDI EYJAN 13 Nokkur stund leið, þar til Kalli, Stebbi og Tommi rönk- uðu við sér, og gerðu sér grein fyrir, hvað hafði hent þá. Trén, sem höfðu gripið þá, er þeir voru á göngu um skóg- inn, virtust ekki hafa hugsað sér að sleppa þeim í bráð. Þau sveifluðu fórnarlömbum sín- um fram og aftur með hinum löngu örmum sínum. „Ja, hví- líkt og annað eins, Kalli", hróp aði Tommi er þeir hittust á einum sveiflutúrnum. Kalli hrópaði eitthvað til baka, sem Tommi gat ekki heyrt, en það hafði víst ekki verið neinir gullhamrar um trén, þvi að eitt augnablik námu armar trésins staðar með Kalla í loftinu og hristu hann dúglega, svo að hann stóð á öndinni. Kalli fálmaði eftir vasahnífn- um sínum, ákveðinn í að losa sig úr prísundinni, en áður en hann gat náð hnífnum, hróp- aði Tommi litli upp yfir sig: „Kalli, Stebbi frændi. Sjáiði, sjáið þarna . ..“ Á götunni fyr- ir neðan þá gat að líta litla plöntu, sem tri'tlaði fjörlega af stað á nettum stólparðtarfót- um. mér leitt að hafa ekki komið á réttum tíma. — Ég haga mér víst eins og harðstjóri, sagði hann og brosti allt í einu, næstum ungl ingslega. Og Jane gladdist yf- ir því að hann gat þó verið blátt áfram og alúðlegur. — Annars skal ég segja yð- ur, að mér gramdist meira en lítið við þessa Marlinu Per- cival í A-408. Hún kom hing- að og kvartaði yfir sárum magaverkjum. Og svo raus- aði hún um, að hún ætti ekki að borða pönnukökur til morgunverðar, en einhver var að gæða sér á þeim, og þá fallið fyrir freistingunni. Þetta er í fjórða skipti sem hún kemur að ástæðulausu. Ég er alveg viss um að hún er stálhraust. Jane furðaði sig á, að lækn- irinn skyldi hafa komist að sömu niðurstöðu og hún sjálf "um Marlinu Percival, — að þessi að sumu aðlaðandi en sjálfumglaða unga ekkja liti á lækninn og hjúkrunarkon- una sem þjóna, er ættu að vera reiðubúnir jafnan að stjana við hana og Hilde- garde, franska kjölturakk- ann hennar. Hún hafði nú að vísu ekki enn farið fram á, að skrifaður væri lyfseðill fyrir hundinn, en vafalaust j myndi hún gera það einhvern daginn. Ekki fannst Jane þó I ráðlegt að ræða um þetta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.