Vísir - 27.01.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 27.01.1962, Blaðsíða 4
V 1 S 1 R Laugardagur 27. Janúar 1962 fyrirkomulags eru tvimæia- laust, að þarna á að vera hægt að fá til að kenna hina beztu og færustu menn í hverri grein og þeirrar kennslu hafa not bæði kennarar og nemendur í öll- um skólum, sem geta notið sjónvarpskennslu. — Mér skilst, að skóla- sjónvarpið komi þannig ekki í staðinn fyrir þá kennslu- tækni, sem fyrir er, heldur sé mikilvæg viðbótartækni. — Já, bæði fyrir kenn- ara og nemendur. Augljós- lega getur skólasjónvarpið ekki komið í stað skóla- kennaranna. Það er með það eins og önnur tæki, sem kennarar og börn hafa not af og hafa áfram not af, — það er nauðsynlegt, gagn- Frh. á 2. síðu. sjónvarpið Merkilegar tilraunir með skólasjónvarp hafa verið gerðar í Bandaríkjunum á undangengnum árum og hafa leiðtogar á sviði skóla- mála í ýmsum löndum fylgzt með þeim af áhuga og farið vestur um haf, ýmsir þeirra, til þess að kynna sér það ásamt öðrum nýjungum á vettvangi kennslumálanna. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri Reykjavíkurbæjar, er einn þeirra skólamanna, sem hafa fengið nokkur kynni af skólasjónvarpinu vestra. Leit ég inn í skrifstofu hans nú í vikunni og spurði hann um kynni hans af skólasjónvarpinu. — í Bandaríkjunum, sagði Jónas B. Jónsson, en þar hefi ég haft tækifæri til þess að kynnast þessu nokkuð, var fyrst hafizt handa um stofnun sérstakr- ar sjónvarpstöðvar til kennslu árið 1954. Árlega hafa margar stöðvar bætzt við síðan svo að segja má, að her sé um sjónvarpsnet að ' ræða, er nái til allra lands- hluta. Fyrst var byrjað að nota sjónvarp til kennslu í einstökum námsgreinum og 1957 í Hagerstown, Mary- land-ríki var byrjað á fram- kvæmd fimm ára áætlunar með símasjónvarp og lýkur framkvæmd þeirrar áætlun- ar á hausti komanda. — Og hver er reynslan? — Mér virðist það hafa gefið mjög góða raun. Þegar fimm ára áætlunin hófst náði skólasjónvarpið til 12.000 nemenda og var gert ráð fyrir, að það næði til 20—30.000, er framkvæmd hennar lyki. Kennarar sem starfað hafa og starfa að þessari tilraun kenna eina klukkustund á dag. Hafa þeir því góðan tíma til und- irbúnings. Allt eru þetta 'valdir, reyndir kennarar, færustu menn, hver í sinni grein. Það er í rauninni eins og sjónvarpskennarinn sé með í hópnum í kennslu- stofunni. — Er það í vissum náms- greinum að eins, sem sjón- varpið er notað til kennslu? — Sjónvarp er mikið notað við háskóla vestra til kennslu í líffærafræði, skurðlækningum o. s. frv., og sjálfsagt víðar, en að því er ég bezt fæ séð mundu verða ágæt not að sjónvarpi við kennslu í hvaða grein sem er. Ég hef verið við- staddur þar sem sjónvarp var notað til kennslu í mannkynnssögu, lífeðlis- fræði, náttúrufræði, tungu- málum, söng og fleiri grein- um. Kostir þessa kennslu- Fyrir vertíðina Sjóstakkar rafsoðnir þrjár stærðir, hagstætt verð Ödýrir frystihússtakkar Frystihússtakkar Frystihússvuntur hvítar Sjófatapokar tvær tegundir Ermar og ermahlífar. Vinnuvettlingar þrjár tegundir Næl. styrktar nankinsbuxur á karlmenn og unglinga margar stærðir Herranærföt margar gerðir Röndóttar sportpeysur Herrasokkar margar tegundir Sokkar grillon og ull fjórar stærðir Þessar vörur eru til afgreiðslu strax Sími 2 2 1 60.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.