Vísir - 29.01.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 29.01.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 29. janúar 1962 V í S I R etur sálnaflutningur átt sér staö? | smáblaði einu í bænum Iserlohn í Þýzkalandi birtist þann 7. júní 1848 einkennileg tilkynning frá nafngreindum manni. Tilkynningin er á þessa leið: — Eg heyri það úr ýmsum áttum að því sé hald- ið fram, að eg hafi spáð því og dreift þeim orðrómi, sem gengur hér í bænum, að mikil morð og blóðsúthell- ingar muni verða hér á næsta uppstigningardegi. Eg lýsi því hérmeð yfir, að eg hefi aldrei haldið þessu fram og heiti hverjum þeim háum fundarlaunum sem geta bent mér á þá, sem bera þetta út, svo eg geti leitað réttar míns gagnvart þeim. Undirritað Lips, leiguekill í Letmathe. Þessi tilkynning virðist ekki merkileg. Hún er til enn í geymdum eintökum af blaði þessu í bókasöfnum svo eng- ar brigður verða bornar á hana og hún er eitt einkenni- legasta dæmið í dulrænum fræðum, — því að það er staðreynd að ári síðar, — á næsta uppstigningardegi — þann 17. maí 1849 réðist prússneskur herflokkur inn í bæinn Iserlohn til að bæla niður leifar febrúarbylting- arinnar þar. í þeim aðgerð- um létu 42 menn lífið í borg- inni. Þetta er aðeins ein af ótelj- andi mörgum sögum og sögn- um, sem geymast með hverri þjóð og vitna um forspár og fyrirboða. Verður nú rætt nokkru nánar um þessi und- arlegu atvik, sem ekki er hægt að bera brigður á að gerast. Það getur menn varla greint á um, — um hi«tt geta verið skipta skoðanir, hvern- ig þau gerist, hvaða kraftar séu þarna að verki. það má nefna frægt dæmi austan úr Rússlandi, sem mörg vitni voru að. Þar var um að ræða sýn hins rúss- neska greifa Karasnovich, en hann lézt fyrir nokkrum ár- um í París. Atburður sá gerðist austur í Pétursborg 1881 á hirðdans- leik. Karasnovich greifi var þá 21 árs liðsforingi og var hann að dansa við unnustu sína, hina tvítugu Maríu Lykovskaya. En allt í einu sleit hann sig frá unnustu sinni, náfölnaði og hljóp eins og óður maður út úr dans- salnum. Undarleg framkoma hans vakti svo mikla athygli, að dansinn stöðvaðist. Hópur ungra manna, með bræður Maríu í fararbroddi, veitti honum eftirför og náði honum úti í garðinum, sem tunglið lýsti upp. Þar sagði Karasnovich þeim hvað hefði komið fyrir og var honum mikið niðri fyrir. Hann kvaðst allt í einu hafa séð á enni unnustu sinnar svart- an kross, en samkvæmt gömlum sögnum í fjölskyldu hans, þýddi slíkur kross að stúlkan myndi láta lifið inn- an sólarhrings. Og svo varð sem merkið spáði. Daginn eftir var María á skautum á ísnum á Neva- fljóti. Hún varð þá fyrir því óhappi að falla niður í vök og drukknaði hún fyrir aug- unum á skyldfólki sínu og unnusta. arfull fyrirbæri og kom ýmislegt undarlegt fyrir hann. Hann fann m. a. á sér dauða vinar síns, skáldsins Schillers. Það gerðist með þeim hætti, að hann var að skrifa Schiller bréfspjald með ný- ársóskum. Er Goethe hafði ritað spjaldið, las hann það yfir, og varð þess þá vís, að hann hafði ritað á það „Síð- asti nýársdagurinn". Hann varð óttasleginn, reif spjald- ið í sundur og fleygði því í körfuna. Síðan skrifaði hann annað spjald, en fann að hann hafði undarlega til- hneigingu til að skrifa þessa sömu setningu með sömu villunni. Hann sagði frú von Stein frá þessu og gat þess, að á þessu ári myndi annað- hvort hann sjálfur eða Schil- ler deyja. Hvorugur var þá neitt heilsuveill, — en þann 9. maí sama árs andaðist Schiller. Goethe hafði fengið aðra vitrun um dánardægur það er staðfest af vitnum og skráðum dagbókum, að þegar Napóleon dvaldist í útlegð á eynni Elbu við ít- alíu hafi hann allt í einu sagt viðstöddum að á þeirri stundu væri Jósefína, fyrr- verandi kona hans að deyja. Það kom síðar í ljós, að þetta var hárrétt. Jósefína dó ná- kvæmlega á þeirri stundu sem keisarinn tilgreindi. Jjýzka stórskáldið Goethe var um margt óvenjuleg- ur maður. Hann trúði á dul- sjálfs sín. Öllum vinum og náum kunningjum Goethes var kunnugt um það, að hann leit á 22. marz sem einn mikilvægasta dag árs- ins í lífi sínu. Hann taldi hann ógæfudag og var ætíð mjög kvíðafullur, þegar hann gekk í garð, en er hann var liðinn varð honum létt- ara. Þessi hræðsla við 22. marz var stór liður í lífi Goethes. Það var því ein- kennileg tilviljun að Goethe andaðist einmitt þann 22. marz 1832. Þýzka stórskáldið Goethe taldi 22. marz örlagaríkasta dag sinn. Á þeim degi andaðist hann að lokum. Robert Schumann, hið heimskunna þýzka tónskáld, var á valdi draums síns. Qft birtast mönnum forspár í draumum og stundum er þá eins og menn geti upp- lifað örlög sín í drauminum, en allt getur þetta orðið með ýmsum hætti, stundum er eins og engu verði um þokað, í öðrum er eins og sjálf sýnin hafi ómótstæðileg áhrif á menn og neyði menn jafnvel til að framfylgja henni. Og enn eru þess nokk- ur dæmi, að forspár hafa að- varað menn, svo þeir gátu forðast þá atburðarás, sem þeir höfðu séð í draumsýn og jafnvel bjargað lífi sínu og annarra. Meðal þeirra atvika, sem komu fyrir Goethe má nefna að hann dreymdi að hann sæi sjálfan sig á ferðalagi á hestbaki eftir sérkennilegum þröngum dal. Hann sá sjálf- an sig klæddan í einkennileg föt og sá þetta allt mjög skýrt. Áratugir liðu, en þá gerðist það allt í einu og réði tilviljun þar öilu, að Goethe upplifði sinn gamla draum nákvæmlega eins og hami hafði borið fyrir hann. jjýzka tónskáldið heims- fræga Robert Schumann er hinsvegar dæmi um mann, sem varð gripinn af draumi og losnaði ekki undan áhrif- mætti draumsins fyrr en hann hafði framkvæmt hann. Schumann skrifaði eigin- konu sinni Klöru Wieck þessa frásögn 28. nóvember 1837: — Mig dreymdi að eg gengi fram hjá djúpu vatni; allt í einu fann eg að eg gat ekki ráðið við mig, eg tók giftingarhringinn af fingri mér og kastaði honum í vatnið, — síðan fann eg til ómótstæðilegrar löngunar til að varpa mér í vatnið á eftir. Árin liðu og Robert Sshu- mann þjáðist stöðugt af ótta um að hann myndi drukkna. Það var ekki fyrr en 17 ár- um síðar, að hann var á gangi á bakka Rínar-fljóts. Þá greip hann allt í einu æði, hann tók giftingarhring sinn, kastaði honum í fljótið og steypti sjálfum sér á eftir. En hann drukknaði ekki, — honum var bjargað og síðan fluttur á geðveikrahæli. Svissneski sálarrannsókna- maðurinn Ringger segir að þetta sé glöggt dæmi um það, að hinn gamli draumur hafi beinlínis náð valdi á Schu- mann við það að hann var í sömu stöðu og í drauminum, við hið djúpa vatn. Qr. Jaffé í Svisslandi getur um dæmi þar sem sviss- neskur eimreiðarstjóri fyllt- ist allt í einu svo ægilegri óttatilfinningu, að hún nálg- aðist æði og stöðvaði hann jámbrautarlestina, sem hann stjómaði. Er hann hafði numið staðar, var fhrið að athuga teinana fyrir fram- an og kom þá í ljós, að skemmdarverkamaður hafði losað bolta, sem héldu tein- unum niðri svo mikil hætta hafði verið yfirvofandi. Einnig segir þar frá manni nokkrum í Sviss, sem var að aka langleið að næturlagi. Allt í einu fannst honum sem móðir hans væri komin til hans í bílinn (en hún var sofandi heima hjá sér) og fannst honum sem hún vildi grípa hönd hans og færa hana að handhemlinum. Manninum fannst þetta und- arlegt og hemlaði bifreiðina. Er hann hafði numið staðar vai’ð hann var við einhverja hrúgu rétt fyrir framan bif- Framhaíd á bls. 10. * l tí' I J" ■ * I'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.