Vísir - 29.01.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 29.01.1962, Blaðsíða 10
10 V 1 S I R Mánudagur 29. janúar 1962 Sáinaflutíiiiiur Friðrik Gíslason í fullum skrúða. Veizlustöðin tekur til starfa Nýlega hóf Veizlustöðin að útbúa allskonar „borð“ fj'rir heimasamkvæmi, „heit og köld borð“, smurt brauð og sam- kvæmistertur af öllum stærð- um og gerðum. Stofnandi og eigandi Veizlu- stöðvarinnar, Friðrik R. Gísla- son, var önnum kafinn í gær, þegar Vísir leit inn til hans. Fyrirtækið hefur til umráða allt húsið að Þverholti 4. Þar er afgreiðsluborð, þegar inn er j komið í „forstofuna“, innrétt-1 að á einfaldan og smekklegan hátt. Er þar opið daglega frá kl. 8 á morgnana til 6 síðdeg- is, en auk þess tekið á móti pöntunum í síma 10391 kl. 9— 11 árdegis. Friðrik er enginn viðvaning- ur í faginu. Hóf starf sem mat- sveinn í Hressingarskálanum og í Valhöll á Þingvöllum jöfn- um höndum, var þar nokkur ár. Þá hélt hann til Lausanne í Sviss og stundaði á 3. ár nám í veitingum og hótelrekstri við hinn heimsfræga skóla „Ecole Hoteliere“. Að því loknu kom hann heim, starfaði aftur um tíma í Hressingarskálanum og Valhöll, nokkra mánuði í Tjarn- arkaffi og þá í Hótel KEA á Akureyri unz hann réðst sem yfirmatsveinn að Hótel Borg, þar sem hann var í 5 ár, fékk m. a. það verkefni að laga matinn handa 3 þjóðhöfðingjum Norð- urlanda og fylgdarliði þeirra, sem hingað komu á þessum ár- um, fékk fyrir það minnispen- inga kónganna og viðurkenn- ingarskjöl. — Hvar hefur þér þótt skemmtilegast að stunda starf þitt? Áskriffasími Vísis er 1-16-60 — Það var í Valhöll á Þing- völlum. Hvergi hafa verið eins þakklátir gestir og þar. Og það á engu síður við íslendinga en útlenda gesti þar. Það var oft, sem þeir komu fram í eld- hús, forvitnuðust um matar- gerðina. Iðulega kom það fyrir, að gestir sendu' okkur rauð- vínsflösku eða annað fram í eldhús sem þakklætisvott. Verða einhverjar nýjungar í þessum veitingum þínum? — Ég hef í hyggju í vor að hafa á boðstólum . í sambandi við fermingarveizlur veizlu- borð stór og smá og leigja með borðbúnað allan og útvega framreiðslustúlkur og mat- 1 sveina fyrir þá, sem þess óska. Einnig bý ég til sérstakar brúð- artertur, allt eftir kaupgetu' hvers og eins, sem geta kostað allt frá 600—3000 krónur eftir íburðinum. f ramh at 9 síflu reið sína. Hann fór út að at- huga þetta og reyndist það þá vera drukkinn maður, sem lá á veginum. Ekki hafði munað nema hárs- breidd, að hann æki yfir hann. Bandaríski vísindamaður- urinn Rhine skýrir einnig frá líkum atvikum. í einu dæm- inu er sagt frá starfsmanni í stórri vefnaðarverksmiðju, sem varð þess allt í einu var, að móðir hans, sem var dáin fyrir nokrum árum, stóð í horni einu skammt frá hon- um. Húri veifaði til hans að koma og þó hann væri undr- andi á þessu, stóð hann upp frá vélinni og gekk í áttina til hennar. Þá gerðist það skyndilega, að þungur vélarhlutur losn- aði og kastaðist síðan með feikilegum krafti í vegg- inn, nákvæmlega þar sem hann hafði setið áður. Nú var mynd móður hans horf- in, en hefði hann ekki séð hana, hefði hann meiðzt stór- lega eða beðið bana. gnn eitt fyrirbæri virðist all( algengt og sennilega skylt. forspám, það er það sem lcallað er „tvífari“. Svo virðist sem margir menn geti birzt á tveimur stöðum samtímis, þeir eiga svonefnd- an ,,tvífara“. Frásagnir herma m. a. að hið kunna enska ljóðskáld Byron hafi verið með þessu marki brenndur. Meðan hann lá veikur í Patras í Grikklandi sáu margir menn tvífara hans í London. Kona nokkur spurði Byron sjálfan einu sinni, hvort það ViðIaI dagsins — Framh af 4 síðu flaug vélinni rakleitt til Englands og tók vélina þar í pant upp í ógreidd flug- stjórnarliaun! Hann átti stór- fúlgur inni hjá félaginu. — Með þessu móti náði hann kaupi sínu. Og við fengum það sem okkur bar. — Hvað tók svo við, þeg- ar þú hættir hjá þessu fé- lagi? — Þá hélt ég heim og gelck aftur í þjónustu land- helgisgæzlunnar, varð að- stoðarflugmaður á gæzlu- flugvélinni Rán. Og svo var ég sendur í ársbyrjun 1960 til Bandaríkjanna til að lærá flug og meðferð þyrlu. Fór á flugskóla flotans í Pensacola á Floridaskaga. — Þessi skóli er einungis fyr- ir sjóherinn. En við vorum 3 útlendingar sem komumst þar að, Belgi og ítali úr sjó- væri rétt, að hann hefði tví- fara. Hann svaraði henni: — Eg efast ekki um að við getum eftir einhverjum ó- skiljanlegum lögmálum ver- ið á tveimur stöðum samtím- is. Eg vona aðeins og bið, að tvífari minn hegði sér alltaf eins og heiðursmaður. Tvífarinn er ekki aðeins hugmynd þeirra rómantísku tíma, sem Byron lifði á. Þetta fyrirbæri er all algengt enn í dag. Sérstaklega eru mörg dæmi þess frá styrj- aldarárum. gvo mörg dæmi eru til um tvífara, að sálkönnuðir hallast að því, að fyrirbærið sé vísindaleg staðreynd. Prófessor Bender í Frei- burg hefir skýrt frá athygl- isverðu dæmi um tvífara. Þar segir frá mæðgum sem bjuggu saman í húsi. Nótt eina vaknaði móðirin. Hún gekk úr svefnherberginu fram í eldhúsið og ætlaði að fá sér vatnsglas. En hún hrökk við er hún kom fram í eldhús og þusti óttaslegin til baka. Fyrir hana hafði borið sýn, — í eldhúsinu sat eins og ljóslifandi ung kona í hjúkrunarkonubúningi. Kon- an hafði séð svip hennar greinilega og stór brún augu. Flún vakti nú dóttur sína og bað hana um að fara fram í eldhús og hita sér grasa- vatn. Dóttir hennar gekk hálfsofandi fram, en eftir augnablik sneri hún dauð- skelfd við. Sömu sýnina hafði borið fyrir hana. Mæðgurnar urðu nú svo óttaslegnar að þeim varð ekki svefnsamt og þorðu ekki að fara úr lierberginu það sem eftir var nætur. Um morguninn var sýnin horfin. En sögunni er ekki þar með lokið, því að hálfum mánuði síðar var dyrabjöllu hringt. Móðirin fór til dyra og enn varð henni bilt við. því að fyrir utan þekkti hún svip sömu konunnar og hún hafði séð í eldhúsinu um nóttina. Ókunna konan reyndist vera hjúkrunarkona og hún hafði þær harma- fregnir að flytja, að sonur húsmóðurinnar hefði dáið fyrir hálfum mánuði í sjúkraskála á austurvíg- stöðvunum. Þessi hjúkrun- arkona hafði hjúkrað honum á dánarbeði og hafði hann þá beðið hana að segja móður sinni persónulega frá and- láti hans. JJumir sálarrannsóknamenn hafa talið, að slík tvífara- fyrirbæri mætti skýra sem % hugsanaflutning. En æ fleiri eru nú að komast á þá skoð- un, að slíkt sé ekki nægileg skýring, heldur hljóti hér að vera um að ræða ein- hverskonar sálnaflutning. Þessari kenningu hefir þýzki lífeðlisfræðingurinn Hans Driesch m. a. haldið fram og telur hann að mannssálin hafi hæfileika til að yfirgefa likamánn stutta stund og flytjast jafnvel langar vegalengdir. Bandaríski félagsfræðing- urinn Hornell Hart hefir unnið að rannsóknum á þessu og m. a. safnað frá- sögum úr ýmsum löndum um tvífara-fyrirbærið. Hug- myndin um sálnaflutning eða sálnaflakk, sem allar þjóðir hafa á frumstæðu stigi, hefir fengið gildi að nýju í síðustu rannsóknum. her landa sinna, og enda þótt ekki væri til að dreifa sjóher hjá okkur, þá tóku þeir það gilt, að Landhelgis- gæzlan okkar samsvaraði þeirra sjóher. Við fengum ágæta fyrirgreiðslu, allt fyr- ir okkur gert til að við gæt- um haft sem mest not af veru okkar þar, og vorum taldir fleygir og færir ’ á þyrlu eftir rúmlega hálfs árs nám. — Svo tókum við framhaldsnámskeið í Lake- hurst rétt hjá Philadelphiu. Að svo búnu kom ég heim. — Úr því að þú gerþekkir nú farkosti bæði á legi og í lofti, hvað þykir þér skemmtilegast, skip, flugvél eða þyrla? — Alltaf er nú gaman að sigla. En ef ég ætti að gera upp á milli flugvélar og þyrlu, þá verð ég að segja, að mér finnst þyrlan miklu meira lifandi samgöngutæki en flugvélin, meira spenn- andi, af því að þyrlan hefir meiri möguleika. Á henni er hægt að komast það sem er ókleift öðruvísi. Þess vegna er það mikið nauðsynjamál að Landhelgisgæzlan eignist þyrlu, og það þarf Slysa- varnafélagið líka að gera. Það er svo oft, sem allar bjargir eru bannaðar í sam- skiptum við ýmsa staði á annesjum og öræfum, þar sem aðeins þyrla gæti kom- ið að liði. (Þess skal að lokum getið, sökum þess að Birni flug- manni héfir verið ruglað saman við alnafna hans, flug umferðarstjóra á Reykjavík- urflugvelli og báðir hafa þeir bækistöð þar, að Björn flug- maður er sonur hjónanna séra Jóns Jakobssonar prests á Bíldudal (er fórst með Þormóði á leið til Reykja- víkur fyrir 19 árum) og Margrétar Björnsdóttur konu hans. Systir Björns er Heba, sem varð blóma- drottning fyrir nokkrum ár- um.) G. B. Hætta á ann- ari skriðu íbúar í grennd við Huascaran fjall í Pcru hafa verið varaðir við hættu af skriðuföllum. Það var sem kunnugt er úr hliðum Huascaran-fjalls, sem snjóflóðið mikla féll fyrir nokkru og varð 3—4000 manns að bana. Sést hefir, að einhver hreyfing er ofarlega í hlíðum fjallsins. Áskriftasími Vísis er 1-16-60.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.