Vísir - 29.01.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 29.01.1962, Blaðsíða 15
Mánudagur 29. janúar 1962 VISIR 15 >5><Z>5xZ>£<S>5:<í> ,-<S>5>£>5>=£>5;<S>5>S>5>í>5>£>5>£>5>S>5:<£>C<*>«:<S>t<£>5>S>5sS>5>S>S: Rauöhæröa hjúknoiarkonan hugboð sitt við lækninn. — Kannske henni hafi í raun og veru liðið illa. Þegar maður hugsar út í afleiðing- amar af pönnukökuáti svo snemma dags —. — Vitanlega leið henni illa, sagði læknirinn alvarlega. — Ég tók hana trúanlega og lét hana fá það sem hún þurfti — hægðalyf. Og hún hefur bara gott af því. Og ég lofaði að líta inn til hennar, en ef yður stendur á sama ætla ég að fela yður að fara í minn stað. Ég verð að sinna skips- höfninni mestan hluta dags. En sofi hún skuluð þér ekki vekja hana. — Ég er ekki vön því að ó- náða sjúklingana að óþörfu, sagði Jane og reyndi að brosa, en hún furðaði sig á því, að læknirinn gat enn far- ið í taugarnar á henni. Og þegar Jane kom inn í hina skrautlegu íbúð hennar á A-þilfari veitti hún því at- hygli, að hún var þó ekki eins íburðarmikil og íbúð frú Pet- erson, en allt var þar mjög smekklegt og þægindi mikil — og í rauninni gat enginn sem ferðaðist einn búist við meiri þægindum. En Marlina Percival leit svo á, að um hana ættu að gilda aðrar reglur en aðra far þega, og kom það meðal ann- ars fram í því, að hún heimt- aði að fá að hafa Hildegarde hjá sér, en ekki í vistarver- unum, sem ætlaðar voru fyr- ir hunda farþega. Og vegna þess að svefnkarfa hundsins var þarna og matarílát hafði það þau áhrif á þá, sem inn komu, að þarna væri allt ann- ar bragur á en vera ætti. Jane setti það þó ekki fyrir sig, enda var hún dýravinur, og klappaði tíkinni hlýlega, er hún hljóp á móti henni. — Góðan daginn, sagði Jane hressilega og glaðlega við sjúklinginn. Ekkjan unga, sem var klædd silkináttfötum eftir nýjustu tízku, og lét fara vel um sig í rúminu, var ekki að hafa fyrir að taka kveðjunni. En Jane geðjaðist vel að svip bláu augnanna, sem voru vissulega fögur, og hið svarta hár ekkjunnar var kembt og burstað svo að það gljáði sem satin. Hún hafði auðsjáanlega verið að mála sig og snyrta og lagt þetta til hliðar í skyndi. Jane gat ekki varizt brosi er hún veitti svip ekkj- unnar athygli, því að hann bar því vitni, að henni mis- líkaði að hafa orðið fyrir ó- næði. — Ég var að búast við lækninum, sagði hún hvass- lega. — Hvers vegna sendi hann yður ? , — Þetta er dagurinn, sem hann athugar heilsufar skip- verja, svaraði Jane. Marlina ygldi sig og svar- aði kuldalega: — Farþegar, sem borga hátt verð fyrir allt verða með öðrum orðum að sætta sig við að skipverjarnir sitji fyrir. En það skiptir svo sem ekki miklu um mig. Enginn lætur sér annt um mig síðan hann elsku Walter minn lézt“. Og ekkjan unga bar blúndu vasaklútinn upp að augunum, og Jane til undrunar var það ekki tómur leikaraskapur. Tár höfðu komið fram í augu hennar og Jane gat ekki ann- að en viðurkennt með sjálfri sér, að þessi suðræna kona var stórfögur. — Ég er viss um, að lækn- iripn mundi hafa komið, ef honum hefði verið það með nokkru móti unnt, svaraði Jane og ákvað að beita hygg- indum. Og um leið og hún hagræddi svæflinum bætti hún við: — Hann hafði vissulega á- hyggjur af heilsufari yðar. Og hann vildi vera viss um, að lyfið sem hann lét yður fá gerði sitt gagn. — O, það var svo hræðileg lykt af því. Auðvitað snerti ég ekki við því. Þegar Jane varð undrandi á svip bætti hún við: — Það var nú vegna þess, að mér leið miklu betur, þeg- ar ég hafði talað við hann. En fyrst þér eruð nú komnar, ungfrú — ungfrú . .. ? — Hamilton. — Hamilton, vitanlega, ó, þér væruð hreinasti engill ef þér vilduð nú fara í smá- göngu á þilfari með Hilde- garde. Auðvitað langar mig til þess að gera það sjálfri — og geri það þegar mér fer að skána — en ég treysti mér ekki til þess enn. Og nú brosti Marlina Perci val blíðlega, en Jane hugsaði með sér, að það væri nú til lítils að reyna að fá sig til slíks hlutverks með blíðu- brosi, og svaraði hún ákveð- ið en kurteislega: — Mér þykir það leitt, frú, en mér er ekki leyft að taka að mér þilfarsgöngur til — Ef þér vilduð aðeins segja mér, hvernig þér hafið farið að þessu, þá skal ég ekki kæra yður. ■ffS — Ég cr aðeins að skoða fiska- safnið. heilsubótar hundum farþeg- anna. Þeir sem hafa umsjón með hundabyrjum kæra sig sjálfsagt þar að auki lítið um að ég fari að starfa innan þeirra verkahrings. Og svo bætti Jane við bros- andi og var þess fullviss, að hún gæti brosað eins fagur- lega og ekkjan: — Ég er viss um, að Clay- ton læknir mun gleðjast inni- lega yfir hve skjótt yður hef- ur batnað, og mun ég nú fara Barnasagan Kalli kafteinn * FLJÓTAIMDI EYJAN Vinir okkar néidu lengi niðri i sér and- anum og störðu í þögulli undr- un inn í skóg- inn, þar sem tiin furðulega sjón hafði horf- ið þeim Stýri- maðurinn var fyrstur til að endurheimta málið. „Kalli, sá- uð þér þetta líka“, veinaði hann. „Hm, já,“ tautaði Kalli, „jah, já, ég er hræddur um að ég hafi einmitt séð það .. . það var í hæsta máta furðulegt". „Hún gekk“, skríkti Tommi af katinu, „þetta var bar ósköp venjuleg jurt, sem gekk á tveimur fótum .. .. Mig langar til að taka með mér afleggj- ara heim til mömmu, þá getur hún látið hana snúast í staðinn fyrir mig“. „Ósköp venjuleg planta, ne-hei, það getur hún ekki kallast, Hún er einmitt alveg sérlega óvenjuleg". „Ég vil komast niður, ég vil losna burt héðan", kveinaði stýri- maðurinn og spriklaði. En tréð hélt honum aðeins enn fastar. Á þessari stundu kom Iítill skringilegur maður labbandi eftir stignum. 'Stýrimaðurinn missti aftur málið. „Afsakið", sagði litli maðurinn, „afsakið, ef það var ég, sem ónáðaði yð- VI ur; en þér hafið líklegast ekki séð litið Stepparis Vulgaris fara hér framhjá ?“ /2 2 — Þér hafiö blckkt mig, — þér sögðuð mér ekki að dökkliærði maðurinn væri giftur og aétti fjögur börn. LOGFRÆÐINGAR EINAR SIGURÐSSON, hdl. Málflutningur — Fasteignasala Ingólfsstræti 4. — Simi 16767. Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14. Sími 24200. Málaflutningsskrifstofa MAGNtíS THORLACIUS Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. v^fflFÞÓR ÖLMUmsoN l)esíú>uj<iia. /7:vhw <SúrU 2397o •' INNHEIMTA LÖöFf}ÆQ/£TÖ8F t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.