Vísir - 03.02.1962, Page 8
UTGEKhnDI: BIADAÚTGÁFAN VÍSIR
Ritstiórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór
ar: Sverrir Þórðarson, Þorstelnn 6. Thorarensen.
Ritstiórnarskrifstofur: laugavegi 27. Auglýsingar
og afgréiðsla: ingólfsstrœtl 3. Áskriftargjold er
krónur 45,00 ó mónuði - í lausasölu krónur
3/00 eintakið Simi I 1660 (5 llnur). - Félags-
prentsmiðjar. h.f. Steindórsprent h.f. Eddo h.f.
Hræddir við sannleikann
Á miðvikudaginn gerði Þjóðviljinn veika tilraun til
að sannfæra fylgismenn sína um það, að úrslitin í Dags-
brúnarkosningunum um síðustu helgi hefðu alls ekki
sýnt fram á óbeit verkamanna á verkfallastefnu kom-
múnista, eins og bent var á í Vísi, þegar kunn voru
úrslitin í stjórnarkjörinu. Segir kommúnistablaðið, að
þótt lýðræðissinnar hafi bætt við sig 4—5 af hundraði
atkvæða, sé það alls engin sönnun þess, að verkamenn
hafi snúizt til fylgis við ríkisstjórnina eða gerzt frá-
hverfis kommúnistum og niðurrifsstefnu þeirra.
I þessu kemur fram hræðsla kommúnista við sann-
leikann í þessu máli, og liggur hann þó í augum uppi.
Kommúnistar nefna aðeins aðra þeirra talna, sem fram
komu við stjórnarkjörið í Dagsbrún. Þeir nefna þá,
sem lítur betur út frá þeirra sjónarmiði og sleppa því
alveg að geta hinnar. I þessari grein Þjóðviljans er þess
nefnilega ekki getið með einu orði, að um 140 verka-
menn sneru baki við lista kommúnista. Og þetta gerðist
þrátt fyrir það, að segja má, að öll flokksvél kommún-
ista hafi verið sett í gang til að gera sigur kommúnista
sem glæsilegastan. Menn úr öðrum félögum voru látnir
draga ófúsa Dagsbrúnarmenn á kjörstað, en úrslitin
sýna, að jafnvel þessi hamagangur bar ekki tilætlaðan
árangur.
Núverandi ríkisstjórn hefir setið með nokkrum
breytingum í meira en tvö ár, og á því tímabili hefir
allri orku kommúnista verið einbeitt að því að sannfæra
launþega, og fyrst og fremst verkamenn, um það, að
hún vinni allt sitt gegn hagsmunum þeirra. 1 þessum
Dagsbrúnarkosningum ætluðu kommúnistar $vo að
uppskera launin fyrir rógsiðju sína, þótt það færi reynd-
ar á aðra lund.
Um þessar mundir í fyrra voru kommúnistar að
undirbúa verkföllin, sem áttu að vera það áhlaup, er
dygði til að fella ríkisstjórnina. Með skjótum aðgerðum
kom ríkisstjórnin í veg fyrir, að spellvirkið lánaðist. Ef
kommúnstar hefðu bætt við sig atkvæðum í Dagsbrún,
hefðu þeir talið sér óhætt að stofna til nýrra verkfalla.
Fylgistap þeirra mun þoka verkfallahættunni frá í bili
og er það vel.
Hermenn friðarins
Þjóðviljinn hefir vanrækt það hlutverk sitt að
skýra frá nýjasta framlagi Ulbrichts, óskabarns Rússa
í Þýzkalandi, til friðarins. Hann lét „þing“ sitt sam-
þykkja herskyldu fyrir unga menn á vissum aldri. Þjóð-
viljinn hefir oft gert lítið úr minni frétt, því að væntan-
lega yrði honum ekki skotaskuld úr því að sannfæra
sjálfan sig og sanntrúaða kommúnista, að þetta sé ósvik-
ið framlag til að draga úr spennu í heiminum, þarna sé
um að ræða hermenn friðarins.
Hér sést Anna Stína hjá undarlegri jarðmyndun. Sjórinn stóð áður hærra og hefur sorfið
stein inn.
í kjölfar Leifs heppna
1 dag birtist hér í
blaðinu 4. grein Helge
Ingstads, ferðasaga hans
um Lárens-flóa, þar sem
hann leitar að minjum
um fornnorræna byggð
á Vínlandi. I greininni í
dag skýrir hann frá
heimsókn til Indíána-
ættflokks. Þeir voru tor-
tryggnir og innilokaðir.
Fylgist með greinum
Ingstads sem birtast í
Vísi á hverjum Iaugar-
degi.
Qkkur seinkaði vegna vélar-
bilunar við Sjöeyjar, en
við verðum þó að kanna
ströndina jafn ýtarlega fyrir
það. Sama landslagið er á-
Ífram fyrir austan Mingan,
| skóglendi með bláum hæðum
^ í fjarska. Á einstaka stað
renna ár til sjávar. Eg stend
á þilfarinu og norfi til lands
á bakborða. Ströndin er fög-
ur, en hvergi sé eg grasið
: sem talað er um í sögunum
og var svo grænt og safarikt
að norrænu mennirnir skoð-
p uðu ekki hug sinn um að
ganga á land og • réisa sér
||f; hús til íbúðar og fyrir bú-
Sstofninn.
Enn siglum við bát okkar
; Iialten upp eftir ánni. Við
erum eftirvæntingarfullir af
því að hér virðist meira gras-
jgp lendi en annars staðar. Við
nálgumst bryggjuna og fólk-
ið safnast niður að strönd-
inni til að horfa á okkur,
börn og fullorðnir. Þau
skoða Halten, sem með eik-
arborðum sínum er svo ó-
líkur furubátum þeirra.
Flest er þetta fátækt fólk,
sem lifir af sjónum og skóg-
inum.
Frönsk menning á
strönd Lárens-flóa.
Það er eins og tíminn hafi
staðið kyrr í fiskiþorpunum á
ströndinni. Frönsku land-
nemarnir fluttu hingað
franska menningu, fólkið
talar enn franska mállýzku
með Normandy-framburði,
sem ekki er auðvelt að skilja.
Þó getum við gert okkur
skiljanlega, en það er und-
arlegt að hugsa sér það, að
þessir frönskumælandi íbúar
skuli einnig vera afkomend-
ur norrænna víkinga og
frændur norrænu sæfaranna,
sem námu land í Ameríku
til forna.
í einum kofanum er frönsk
klukka, sem gengur eins og
hún gerði fyrir mörgum
öldum heima í Normandy.
Á öðrum stað er Stradi-
varius-fiðla í litlum fiski-
mannakofa. Eigandanum hef-
ir verið boðið stórfé fyrir
hana, en hann vill ekki selja.
„Hún er ættargripur“ segir
hann.
Ættin og fjölskylduböndin
eru sterk hérna eins og svo
oft meðal sveitafólks og
eins og það var meðal nor-
rænna manna á íslandi og
Grænlandi. Oft búa aðeins
fáar fjölskyldur í hverju
þorpi og helmingur íbúanna
hefir sama ættarnafn. Það
er mikið um giftingar milli
skyldfólks og piltur, sem
ekki vill giftast stúlku úr
fjölskyldunni verður að fara
langt til að leita sér að konu-
efni.
Siðferðisreglumar eru
strangar og krafizt skírlífis.
Áfengi er ekki selt víða. f
einu þorpinu var lítið veit-
ingahús. Þar sátu ungu
mennirnir við borð yfir
ávaxtadrykkjum. Þeir voru
eins glaðlyndir og jafnaldr-
ar þeirra annsrs staðar, en eg
gat ekki annað en spurt eina
stúlkuna, hvort þeir döns-
uðu aldrei .„Jú auðvitað
dansa þeir,“ svaraði hún
,,— alltaf í brúðkaupsveizl-
um.“
Gamlar rústir
á Mingan.
Eitt þessara fiskimanna-
þorpa heitir Havre St. Pierre
(Péturshöfn). Þar býr Chav-
les Therrien, námuleitar-
maður. Hann þekkir strönd-
ina eins og fingurna á hendi
sér. Og hann vekur eftir-
væntingu okkar og hug-
mvndaflug er hann segir
okkur frá dularfullum rúst-
um á Mingan-eyju.
Við förum að skoða þær.
Rústir sem