Vísir


Vísir - 03.02.1962, Qupperneq 9

Vísir - 03.02.1962, Qupperneq 9
Laugardagur 3. febrúar 1962 V 1 S I B ff vera hvafveiöikofar Þetta eru rústir fimm húsa. Þær standa á miðri eynni, sem er umkringd sæbörðum klettum. Mingan-eyja er ágætt sýnishorn um land sem hefir risið úr sæ, en jarðfræðingar telja að land- ið á þessum slóðum hafi ris- ið nokkra metra síðustu þús- und árin. Þetta verður mað- ur að hafa í huga, ef draga á ályktanir varðandi vík- ingatímana, að sjó’rinn stóð þá nokkru hærra en hann gerir nú. En því miður komumst við að því að rústirnar á Minganeyju eru ekki nor- rænar. Þær líkjast fremur Eskimóahúsum, en eg hall- ast þó helzt að því, að þetta séu rústir af kofum hval- veiðimanna, þar sem þeir bræddu hvalspik fyrir nokkr- um öldum, þegar hvalveiðar voru mikið stundaðar í Kan- ada. íbúarnir í Havre St. Pier- re flykkjast niður að Halten og þegar þeir heyra að við séum að leita að fornminjum, koma þeir til okkar með margskonar muni, sem þeir hafa fundið: verkfæri úr steini, hnífa og sköfur úr kvarsi og tinnu. Þeir hafa fundið marga af þessum munum, er þeir voru að stinga upp garðana. Allt eru þetta Indíánamunir. Líklega hafa Indíánabúðir staðið við ána. En mörgum samtölun- um lýkur með því að sagt er við okkur: „Ef þið viljið fá að heyra gamlar sögur og sagnir, þá ættuð þið að tala við Hector Vigneau." Hector Vigneau reynist vera hæglátur maður á átt- ræðisaldri. Hann er ekki einni maðurinn í fjölskyld- unni, sem hefir varið ævi sinni í að skrá sögu þessarar strandar. Faðir hans hafði sama áhugamálið og einn verðmætasti ættargripurinn er dagbækuV, sem faðir hans P. Vigneau skráði, en þar er safnað saman ógrynni skemmtilegra og gagnlegra upplýsinga um fólkið, skip- in, sjávarháskana, um fisk- veiðar, selveiðar og loðdýra- veiðar. Dagbækur hans eru rauninni einstæð saga þess- arar strandar, sem annars er 4. grein HeEge Ingstad eins og éyða á landabréfi sagnfræðinganna. Þessi ó- menntaði fiskimaður hlýtur að hafa verið mjög gáfaður maður, skarpskyggn og með frábæra frásagnargáfu, og vekur það strax traust á sögnum hans. Blóðbaðið á Anticosti. Sagnir P. Vigneaus fjalla ekki aðeins um hversdags- lega hluti. Þar er líka hroll- vekjandi saga sem hann kall ar „Blóðbaðið á Anticosti". Það er ein hryllilegasta saga sem eg hefi lesið. Hún lýsir skipstrandi og skipverja sem át félaga sína. Mann hryllir við þessari sögu, ekki aðeins vegna þess að hún minnir okkur á, að það hlýtur að hafa verið oft á umliðnum öldum, að menn hafa lagt sér til munns Indíánarnir voru tortryggnir og illilegir. í þorpinu Natashqwan hittum við prestinn séra Fortin. Hann vísaði okkur veginn á mótorhjólinu sína. Það var einkennileg sjón að sjá hann í prestskyrtli sínum og vind- blússu. mannaket í neyð og bjargar- skorti, heldur og af því, að þessi saga lýsir óvenjulegu grimmdaræði. Sagan er í stuttu máli á þessa leið: Það var á sumardegi snemma á 19. öld sem skip eitt sigldi inn á vík við Anti- costi eyju. Áhöfnin sá skips- flak strandað í fjörunni og lítið hús sem hafði verið reist í skógarrjóðri á strönd- inni. Skipstjórinn og nokkr- ir af áhöfninni fóru í land. Þeir sáu engan lifandi mann á st^ái, en þegar þeir gengu inn í kofann var aðkoman hörmuleg. Þar Tágu leifar 18 karla og kvenna, sem höfðu verið drepin, eða réttara sagt slátrað. Þau höfðu verið limuð í sundur og hlutarnir settir í kös eins og til að geyma ketið. Yfir slokknuð- um eldi var stór pottur full- ur af keti. í hliðarherbergi var ann- ar ketpottur. Við hlið hans lá risavaxinn Múlatti. Hann var dauður, hafði etið sig til bana. Hann hefir ekki verið einn um þessi hermdarverk. Þeir hljóta að hafa verið fleiri í byrjun, samsæris- mennirnir, en hann hefir síðan losað sig við hina. Prestur á mótOrhjóli. Það var sólskin þegar Halten nálgaðist fljótið og þorpið Natashkwan (Bjarn- ará).Himinninn var heiðskír, en þó það væri sumar, var veðrið svalt. Um nóttina hafði snjór fallið á fjöllin í norðri. Þannig vorum við minntir á það, að Lárens- flói er á mörkum heimskauts svæðisins. Tveir ungir og myndar- legir prestar tóku hjartan- lega á móti okkur í Natash- kwan, þeir síra Ropier og síra Fortin. Þeir vinna ekki aðeins að prestverkum held- ur veita þeir íbúunum á þessum slóðum margskonar þjónustu og hjálp. Á sumr- in ferðast þeir á vélbáti og mótorhjóli, að vetrinum á hundasleða. Hálftíma leið frá Natash- kwan eru Indíá'nabúðir. Við fengum lánaðan vörubíl þorpsins og héldum af stað með síra Fortin fyrir leið- sögumann og túlk. Þarna er enginn hlaðinn vegur, aðeins rudd slóð. Síra Fortin fór á undan bílnum á mótorhjóli sínu. Hann virtist aka létti- lega en sýndi þó mikla leikni og það var skrýtin sjón að sjá hann á mótor- hjólinu í svartri prests- skikkju sinni, en utan yfir í íþróttamannslegri vind- blússu. Indíánarnir hér voru allt öðru vísi en þeir, sem við höfðum áður hitt i Mingan. Þeir voru svo innilokaðir og Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.