Vísir - 12.03.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 12.03.1962, Blaðsíða 15
Mánudagurinn 12. marz 1962 75 Morðingi á næsta Sakamálasaga — En á meðan voru aðrir at- burðir að gerast uppi í gisti- húsinu, sem var — svo sem fyrr var getið — aðalstöð Þjóðverja. — Odette hafði notað tækifæri sem henni gafst til þess að opna klef- ana til þess að þeir Evans og Ellsberg gætu flúið.. Odette gætti þess, að hleypa Evans út fyrst, því að hann var svo aumur í fótunum, að hann gat ekki farið hratt. Og sann- ast að segja óttaðist hann, að Ellsberg undirforingi hans myndi drepa sig, því að Ells- berg vissi, að örlög hans voru í hendi Evans, sem hafði heyrt hann segja allt af létta um landgönguna og félaga þeirra í hellinum, kæmust þeir báðir undan. Til allrar hamingju var kol niðamyrkur og Evans gat falið sig í klettunum, þar sem hann gat verið öruggur fyr- ir sprengjunum, sem hann yissi að myndu rigna yfir eyna þá og þegar úr sprengju flugvélurtum, sem voru á leið- inni. Og fáum mínútum síðar komu þær og nú var sem 'eld- ar brynnu um alla eyna, en ægilegur gnýr var í lofti og drunur. Gistihúsið var lagt í rústir og radsjárstöðin, og morguninn eftir tóku enskar víkingasveitir eyna. Þjóð- verjamir, sem uppi stóðu, gáf ust upp bardagalaust. Evans hafði legið meðvit- undarlaus. Þegar hann rank- aði við sér skreið hann til Englendinga og sagði þeim hvað gerzt hafi. Menn voru sendir af stað að leita að svik aranum og lík hans fannst milli gistihússins og strand- arinnar. Bandarísk sprengja hafði tætt Ellsberg sundur og hafði hann þar með hlotið þau örlög, sem hann hafði til unnið. Þetta voru höfuðatriði sög unnar. III. kapítuli. Bayard lögreglufulltrúi hafði hlustað á mig af at- hygli. Nú brosti hann og sagði: — Eitt vantar að minnsta kosti. Bandaríski kapteinninn hefði átt að kvongast fallegu frönsku stúlkunni, sem bjarg aði lífi hans. — Það hefði verið ,,eins og í sögu“ — en svona gerðist þetta nú ekki. Þannig var sagan ekki. — Heldur leiðinleg saga, — ég vona, að þér misvirðið ekki, þótt ég segi það. Leið- inleg í samanburði við svo margt annað, sem hefur gerzt í Frakklandi Ég vissi mæta vel við hvað hann átti. — Og svo eru glompur í sögunni, sagði Bayard lög- reglufulltrúi hugsi. — Glompur, endurtók ég, og ég held, að mér hafi ekki tekist að leyna því, að mér þótti. — Já, svo ég nefni sem dæmi: Hver var þessi fylgd- armaður héðan af eynni, sem beið bana í hellinum um leið og hermennimir? Það var eins og mér hefði verið gefið utan undir. Mér fannst ég sitja þama eins og afhjúpaður aulabárður. Um þennan fylgdarmann hafði ég ekkert hugsað. — Ég veit bara, að hann var einn eyjarskeggja, sagði ég. Bayard bandaði frá sér með hendinni. — Nú, kannske skiptir það ekki miklu máli. Og sennilega vita það allir hér á eynni. En svo var annað. Þér segið, að Þjóðverjar hafi fengið aðvör- un um komu Bandaríkja- manna — eða svo skilst mér. — Sá möguleiki er fyrir hendi — og svo talið vera, sagði ég eftir nokkra umhugs un, — en persónulega er ég ekki trúaður á það.'Þeir hafa vafalaust verið óstyrkir á taugum, fundizt þetta liggja í loftinu, og verið vel á verði, mannað allar varðstöðvar — — Það eitthvað í loft- inu, tautaði Bayard fyrir munni sér. Við vorum komnir að hell- ismunnanum, þar sem lög- regluþjónninn heilsaði Bay- ard af mikilli virðingu. Lög- regluþjónninn fullyrti, að enginn hefði komið nálægt líkinu. Bayard kinlcaði kolli eins og viðutan. Svo athugaði hann líkið. gaumgæfilega og allt í kringum það. Hann kraup á kné og lét sem hann miðaði byssu. — Hver svo sem morðing- inn er, sagði hann, — þá er hann frábærlega ráðsnjall. Hann valdi sér bezta staðinn sem hugsást gat — betri morðstað en ég hefi nokkurn tíma vitað um þau 20 ár, sem ég hef verið leynilögreglu- maður. Sjáið nú til... Bayard hélt áfram skýr- I nýja eða gamla eldhúsið Husqvarna EldavélaJ sett eða eldavél 3ja eða 4ra hellna raeð glóð- arrist í ofni. Gunnar Áspirsson h.f. Suðurlandsbraut 16. Idráttarvir 1,5 og 4 q margir litir BJÖLLUVÍR 2x0,6 og 2x0,8 q PLASTSTRENGUR 2x1,5, 2x2,5, 4x10 q i fyrirliggjandi. GUMMÍTAUG 2x075 og 3x0,75 q. x Marteinsson nt. Umboðs- og heiidverziun Bankastræti 10. — Sími 15896. Barnasagan Katli kafteinn 49 Eins og pró- fessorinn hafði sagt, fóru Step paris Vulgaris- urnar nú að éta hvor aðra, jafn skjótt sem all- ur annar jurta gróður var upp urinn. Þangið, sem hafði verið flækt í skrúfu öxli KRÁKS var nú horfið, og KRÁKUR gat nú haldið á- fram heimferðinni. Einasta eintakið, sem eftir var af hin- um óhugnanlegu plöntum, stóð nú í vatni í sultutausglasi, sem * FLJÓTAIMDI EYJAN prófessorinn hafði fengið að láni 1 eldhúsinu, en líf þess var að fjara út, því að prófessor- inn gat ekki fætt það jurtum. Hann hafði spurt áhöfnina, hvort ekki væri einu sinni tii örlítil steinselja eða graslauk- ur um borð, en ailir hristu á- kaft höfuðið, og stýrimaðurinn Stebbi hafði meira að segja með mestu leynd falið pelar- góníuna sína niðri í lestinni. Prófessorinn starði áhyggju- fullur á sjúklinginn sinn, sem þegar var orðinn hálfgugginn á blöðunum. Kalli sat aftur á móti í stefnuklefarium og merkti á kortið, hvar hin furðu lega eyja hafði legið, þar sem þeir höfðu upplifað hina ó- venjulegu atburði. AUSTURBÆJARBÍÓ Gyðingaherferðin (Aktion J.) Áhrifamikil ný þýzk heimild- arkvikmynd um hermdarverk nazista á stríðsárunum. 1 myndinni er ítarlega rakinn æviferill Dr. Hans Globke, fyrr um ráðuneytisstjóra í innan- ríkisráðuneyti Hitlers. Sýnd aðeins þennan eina dag kl. 5, 7 og 9. Æ. F. R. LOGFRÆÐINGAR EINAK SIGURSSSON. M. Málflutningur — Fasteignasala Ingólfsstræti 4, — Sími 16767. INNHEIMTA LÖöFKÆQlSTÖtlF MAGNUS THORLACIUS Aðalstræti 9. — Simi 1-1875. Málaflutningsskrifstofa Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti, 14. Sfmi 24200.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.