Vísir - 21.03.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 21.03.1962, Blaðsíða 5
Mfövikudagurinn 2*1. marz 1962 vrsiR Ahugamál æskunnar — Framh. af 10. síðu. Kristinsson, formaður nefnd- ar þeirrar er sér um rekstur setustofunnar, svo við not- uðum tækifærið og lögðum fyrir hann nokkrar spurning- , ar. „Hvað er langt síðan setu- stofan tók til starfa?“ „Það var stuttu eftir ára- mótin í fyrra að ákveðið var að setja upp setustofu, sem vár svo opnuð fimmtánda Össur Kristinsson febrúar, svo hún er rúmlega eins árs.“ „Hvernig er aðsóknin?“ „Hún er mjög góð, miklu betri en við bjuggumst nokk- urfn tíma við. Á síðasta ári 'skrifuðu 8050 manns sig í gestabókina, eða að meðal- táli fjörutíu á kvöldi, svo er auk þess nokkuð stór hÍ5pur, sem ekki hefur skrifað í bók- ina.“ „Sjáið þið sjálf um rekst- urinn?“ „Já, algjörlega. Setustofan er opin fimm kvöld vikunnar, þá er hér einn skáti við gæzlu. Ágóðinn af sölu veit- inganna rennur allur til setu- stofunnar og er varið til þess að gera hana vistlegri, við keyptum t.d. gólfteppi og tvö sófaborð á ársafmælinu. Einnig má geta þess, að á vegum setustofunnar starfar tómstundanefnd, sem gengst fyrir málfundum, kvikmynda- sýningum og kvöldvökum einu sinni til tvisvar i viku, auk þess hefur hún fengið ýmsa þjóðkunna menn til að flytja erindi og spjalla við okkur.“ Össur var á hraðri ferð, störfin kölluðu, svo við þökk- uðum fyrir samtalið, brettum upp frakkakragana og héld- um út í rykið á Snorrabraut- inni, eftir stutta en skemmti- lega heimsókn í setustofu skáta. — p. sv. Ben Beðln — Framh. af 1. síðu. Oran og Denis du Sig, um 40 km. frá Oran. Til bardaga kom þar fyrst milli fransks herflokks óg OAS manna, síðar milli Frakka og .Wúhammeðstrúarmanna. — í Casbash, Arabahverfinu í AI- geirsborg, voru margir menn drepnir og særðir, er varpað var sprengjum, og voru horfur ískyggilegar í því að Serkir ætluðu að ryðjast fram til hefnda, en Ieiðtogar þeirra fengu talað um fyrir þeim. Annað hið helzta varðandi Alsír, sem gerst hefur frá í gær: ► De GauIIe sendi þjóðþinginu boðskap sinn og leggur til, að þjóðaratkvæði fari fram 8! apríl um samningana f Evian. Mohammed Ben Bella og fé- lagar hans fjórir, sem sátu á fimmta ár í fangelsi hjá Frökk- um komu í morgun til Alsír. Lenti flugvél þeirra á banda- ríska flugvellinum við Casa- blanca. Honum og félögum hans verður fagnað opinberlega og af almenningi í Rabat, höf- uðborginni, í dag. ► Lýst hefur verið yfir Alsír- degi í Marokko í dag og almenn um frídegi. $► Sérstakkr ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að hafa hendur í hári flugumanna OAS, en óttast að þeir muni gera til- raun til að myrða leiðtoga FLN sem nú eru í Alsír. Samningamennirnir frá Evian eru einnig komnir til Rabat. Goðnfoss — Framh. af 1. síðu. ★ Kænlegasta smyglið. Tíðindamaður UPI hefir einn ing átt tal við John Santa Mar- ia, einn leynilögreglumanna þeiri'a, sem eru við hafnar- gæzlu. Hann sagði meðal ann- ars: „Þetía var eitthvert kænlegasta smygl, sem við höfum orðið áskynja um. Að þessu sinni var aðeins um happdrættis- miða að ræða, en þeir hefðu svo sem getað verið að smygla tveim kjarnorkusprengjum, eiturlyfjum eða hverju sem vera skal“. Upp komst um smyglið, þeg- ar leynilögreglumennirnir breyttu starfstilhögun sinni. Voru þeir Santa Maria og Jos- eph Fiore látnir vera úti fyrir hliðinu á uppfyllingunni, en yf- irmaður þeirra, Nicholas Gallo lögregluforingi, og tveir manna hans létust vera niðursokknir í venjuleg eftirlitsstörf á sjálfri bryggjunni og í vöruskemmunni þar. Rétt á eftir sáu Santa Mar- ia og Fiore vörubifreið aka inn á uppfyllingu „F“ og síðan út af uppfyllingu „E“ aðeins 15 mínútum síðar. ★ Grunsamlegur hraði. „Svo fljótt getur engin vöru- bifreið fengið afgreiðslu, nema eitthvað sé bogið við ferðir hennar“, sagði Santa Maria um þetta atriði. Þeir félagar stöðv- uðu því vörubifreiðina og fundu í henni 179.200 miðablokkir í tveim ómerktum kössum. Þrír menn hafa verið hand- teknir í sambandi við mál þetta — íslendingarnir þrír, ekill vöru bifreiðarinnar, eigandi hennar og þriðji Bandaríkjamaðurinn, en fleiri eru við málið riðnir, því að þessir menn eru allir verkfæri. Er þess vegna gei't ráð fyrir, að fleiri menn verði handteknir, er frá líður og mál- ið skýrist. HóEasfcsður — Framh. af 16. síðu. þrátt fyrir erfið skilyrði til 15. april, en þá byrja prófin, og verða skólaslit um miðjan maí. Raí- magnsleysið truflar aað sjálfsögðu kéÖiiírKl^'ttg'lákiðla'átarfsemina, >sem gengur að öðru leyti að óskúm. Gunnar Bjarnason skólastjóri á Hólum hefur óskað birtingar á eft- irfarandi vottorði, sem tekur af allan vafa um það, hversu ástatt er að því er heybirgðir varðar á Hólum, en í áróðri vissra blaða hefur heyskapur m.a. verið notað- ur senl vopn gegn skólastjóra. Vegna orðróms og blaðaskrifa um heybirgðir og skepnuhöld hér á Hólum bið ég yður vinsamlegast að birta eftirfarandi yfirlýsingu í blaði yðar: „Af gefnu tilefni og að beiðni skólastjórans á Hólum í Hjaltadal höfum við undirritaðir forðagæzlu menn Hólahrepps skoðað í dag heybirgðir á Hólastað og ástand búpenings. Við getum fúslega vottað, að allar skepnur eru vel fóðraðar og I ágætu ástandi. Ennfremur álítum við að aflokinni skoðun og mæl- ingu heybirgða, að á Hólastað sé nóg heyfóður handa bústofninum fram úr í öllu venjulegu árferði Al’ar auglýsingar, aðrar en smáauglýsingar, þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir kl. 6 daginn áður. Smáauglýsingar fyrir ld. 10 f.h. samdægurs. idantekning er á þessu á mánudögum. Þá er frestur til að skila öllum auglýsingum til ki 10 f.h. samdægurs. DcxrbLðið fílil maam 5 Þessi vél á myndinni hér að ofan, sem er flökunarvél, var nýbúið að setja upp í frystihúsinu, og er talið að hún sé stórskemmd. ef ekki ónýt. og vandræðalaust að mæta vor- harðindum með aukinni notkun fóðurbætis. Hólum í Hjaltadal 15/3 1962, Guðmundur Ásgrímsson, Hlíð (sign) Hallgrímur Pétursson Kjarvalsstöðum (sign) Með beztu kveðjum. Til ritstjóra Vísis, Reykjavík.“ Að utan Framh. af 8. síðu. Peking. Það er talið að þessi gagn- rýni hafi hjálpáð Benkhedda til valda. Ástandið var þannig í hópi útlagastjórnarinnar, að hinir róttækari menn í stjórn- inni vorú hættir að treysta Ferhat Abbas og þótti hann alltof vægur og undanlátssam- ur við Frakka. Ef halda átti samstarfinu áfram og ef róf- tækari mennirnir áttu að fallast ý samkomulag við Frakka var því sýnt að velja þyrfti til for- ustunnar mann sem talinn var róttækur og varð Benkhedda fyrir valinu. Hann hefur nú orðið í ýmsu að láta undan Frökkum í samkomulagsumleit- unum, látið undan þeim meira en hinir róttæku hefðu nokkru sinni þolað að Ferhat Abbas gerði. Iþróftir Framh. af 2. síðu. þeim flokki vegna utanfarar UL til Danmerkur. Líklegt má telja að til úrslita leiki Víkingur og Keflavík. Fram hefur unnið sinn riðil hjá b-flokknum í þessum aldursflokki og mætir sennilega Víking, en Keflavík á einnig tækifæri á að komast í úrslit við Fram. Hörð keppni í 3. flokki. í 3. flokki er geysihörð keppni milli Vals, FH og Ár- manns. Hinn riðillinn vinnur K i R að öllum líkindum, á aðeins i eftir einn leik, gegn Breiðablik, sem er neðst í riðlinum. B-lið KR og annað hvort Vals eða Fram munu leika til úrslita. Af þessu má sjá að það er Víkingur fyrst og fremst, sem hefur eitthvað að segja í yngri flokkunum. Félagið á lið í eld- Iínunni í 6 flokkum og á auk þess mjög góða meistaraflokka bæði í karla og kvennaflokki. Er þetta mjög skemmtilegt til að vita hversu Víkingum hefur tekizt að vinna félagið upp í handknattleiknum, en fyrir nokkrum árum var sú íþrótt vart til í félaginu. AIARKHÆSTIR Á nýafstöðnu Norðurlandamóti unglinga í Danmörku urðu þessir markahæstir: Mörk Kristján Stefánsson, ísland, 19 Thore Olsson, Svíþjóð, 17 Benny Nielsen, Danmörku, 14 Gunnar Hansen, Danmörku, 14 Lúðvík Lúðvíksson, ísland, 9 Torsten Hansen, Noregi, 9 Hans Nord, Svíþjóð, 9 • Jimmy Greeves mun Ieika með Tottenham á fimmtudag gegn Benfica f Lissabon, en leik- urinn er fyrri leikur liðanna í Evrópubikarnum (undanúrslit). Greaves, sem kostaði 100.000 sterlingspund frá Milan mun Iík lega leika miðherja í stað Bobby Wilson, sem skoraði 6 mörk fyrir Tottenham í síðasta leik. @ Arthur Rowe, leikmaður í Shrewsbury, 3. deildarliði í Englandi þarf ekki nema eitt mark f viðbót til að komast yfir 400 mörk á 12 leiktímabil- um, sem vitanlega er einstætt met. © Finninn Aniko stökk nú fyr- ir skemmstu 4.76 í stangar- stökki á innanhússmóti í Cleveland, Ohio. Aniko er við nám í Bandaríkjunum og er nú kominn í fremstu röð stangar- stökkvara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.