Vísir - 24.03.1962, Page 4

Vísir - 24.03.1962, Page 4
4 V í S /7? Hvergi meiri á- hugi á skógrækt Mikill áhugi er vaknaður meðal Skagfirðinga um skóg- rækt. Sú sýsla er ennþá skóg- Iaus með öllu, og getur ekki talizt að þar sjáist hrísla nema gróðursett af manna völdum. Skógræktarfélag hefur um langt skeið starfað í Skaga- firði og hefur mikið fjör færzt í það á síðustu árum, sem sézt greinilegast á þvf að fyrir tæp- um tveimur áratugum gróður- setti það nokkur hundruð plönt- ur á ári hverju. Vísir átti tal við Sigurð Jón- asson á Laugabrekku við Varma hlíð, en hann er fyrsti skógar- SigurSur Jónassnn skógarvörður vörður þar í sýslu og hefur gegnt því starfi í röskan áratug. — Hvað vilt þú segja okk- ur um skógræktarmál ykkar Skagfirðinga? — Það má ef til vill segja, að stofnun uppeldisstöðvar Skógræktar ríkisins hafi markað tímamót í þessum efn- um. — Hvenær var hún stofnuð? — Fyrsti undirbúningurinn að lítilli uppeldisstöð f Varma- hlíð var hafinn á árinu 1944. Var strax í upphafi gert ráð fyrir því að sú uppeldisstöð yrði aðeins til bráðabirgða, eða þar til hinar stóru uppeldis- stöðvar, svo sem á Tumastöð- um í Fijótshlíð og Hallorms- stað, fullnægðu plöntuuppeld- inu fyrir allt landið. Þessi uppeldisreitur f Varma- hlíð hefur stækkað ár frá ári og hin sfðustu ár hafa um 50 — 70 þúsund plöntur verið gróðursettar þaðan. Vert er að geta þess að áður en þessi uppeldisreitur í Varma hlíð tók til starfa hafði lítið verið gert að skógrækt i Skagafirði, enda þótt þá væri starfandi þar skógræktarfélag. Þessu til sönnunar má geta þess að sama árið sem uppeldis- stöðin hóf störf — 1944 — voru 500 trjáplöntur gróður- settar á vegum Skógræktarfé- lags Skagfirðinga, en á s.l. vori gróðursetti það um 60 þúsund plöntur, þar af rúmlega helm- inginn á Hólum f Hjaltadal. — Er skógræktarfélagið í Skagafirði fjölmennt félag? — Það telur um 360 með- er komin TORFHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR HÓLM DJÖÐSÖGUR OG SAGNIR færðar í letur af Thorfhildi Hólm. — Dr. Finnur Sig- mundsson landsbókavörður sá um útgáfuna. í þessu gagnmerka þjóðsagnasafni Torfhildar Hólm er fjöldi sagna af öllu landinu, ævintýri, álfasögur, fyr- irburðir, draumar o. fl. o. fl. mót einkum eftir öldruðu Safnaði Torfhildur sögnum þessum nokkru fyrir alda- mót einkum eftir öldruðu fólki, er flutt hafði brott frá íslandi til Vesturheims. - Allur þorri sagnanna birtist nú í fyrsta sinn á prenti þótt meira en 80 ár séu liðin síðan þær voru skráðar. Verð kr. 195,00 en félagsmenn AB fá 20% afslátt. I Isaugardagurinn 24. rna-rz 1-962. Sýn til Hóla í Hjaltadal, en þar er stærsta skógræktargirðingin í Skagafirði, vori voru gróðursettar 35 þús. plöntur innan hennar. limi, sem telja má hlutfallslega mjög háa hundraðstölu í einu sýslufélagi. Mikill hluti þeirra er ungt fólk og það er góðs viti. Þetta félag skiptist í deildir. Þær eru 12 talsins, að mestu markaðar eftir hreppa- skiptingu. — Og hverju hefur félagið áorkað? — Það er furðu mikið. Félag- ið fær, svo sem önnur skóg- ráektarfélög á landinu, nokk- urn ríkisstyrk en sá styrkur er veittur í hlutfalli við fram- kvæmdir hvers félags fyrir sig. Þau félög sem lítið gera fá til- tölulega lítinn styrk, en hin þeim mun meiri, sem mikið fá afrekað. Auk ríkisstyrksins nýtur félagið styrks frá sýsl- unni. — Hvað er hann mikill? — Ég þori að fullyrða að hann er meiri en nokkurt ann- að sýslufélag veitir til skóg- ræktar f umdæmi sínu. Fyrir 'SÚlB tveim árum fór Skógrækt rík- isins þess á leit við sýslunefnd Skagafjarðarsýslu að hún veitti árlega einhvern styrk til skóg- ræktar í héraðinu. Þessari mála- leitan var mjög vel tekið og veitir sýslan nú 30 þúsund krónur á ári í þessu skyni. Það er hærri fjárve'iting eða stýrk- ur heldur en nokkurt annað sýslufélag á landinu veitir til skógræktar. Þá má geta veg- legrar afmælisgjafar frá Kaup- félagi Skagafjarðar, að upphæð kr. 50,000, sem telja verður mjög höfðinglega gjöf. — Hvernig er fénu varið í stórum dráttúm? — Bæði til skóggræðslu og girðinga. Nú orðið eru um 50 skógræktargirðingar víðsvegar í Skagafjarðarsýslu, sem skóg- ræktarfélag sýslunnar hefur komið upp. Flestar þeirra eru litlar, aðeins 1—2 hektarar að flatarmáli en einstöku þó mun stærri og ber þar fyrst að geta girðingarinnar á Hólum í Hjaltadal, sem er miklu stærst þeirra allra. — Það hefur heyrzt að Framh. á 10.! síðu. Skagafirði, Hraunum í Fljótum. Hann sýnir glögglega, að , ckki síður en annars staðar á landinu. Heimatrjágarður á nyrzta br þama dafna hin vænlegusti:

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.