Vísir - 24.03.1962, Page 6
6
VISIR
Laugardagurinn 24. marz 1962.
og hóf ftamleiðslu á öðru tæki,
sem hann hafði fullkomnað og
þá tók að blása byrlegar.
Tuttugu og sjö ára gamall var
hann orðinn velefnaður maður
með mikla möguleika. Árið
1931 hafði Matsushita 600
manns í vinnu en 1 stríðsbyrjun
voru starfsmenn hans um 10
Á árunum fyrir seinni heims-
styrjöldina var það alls ekki
óalgengt, að japanskir bændur
seldu dætur sínar til vændis-
lifnaðar, vegna þess hve fjöl-
skyldan var fátæk og peninga-
þurfi. í dag er öldin önnur f
Japan. Þar breiðist almenn vel-
megun svo ört út að fæstir hafa
þar raunverulega gert sér ljóst
hvemig undrið hefur gerzt.
Matsushita dáðasti verzlunar-
maður Japana.
Á japönsku þýðir nafnið
Monosuke Matsushita „gæfu-
samur maður undir furutrjám",
en líf hans hefur ekki ætið ver-
ið gæfuríkt. Á barnsaldri missti
hann foreldra sína og fimm af
systkinum sínum hvert af öðru.
Japanskir verzlunarmenn
hafa sýnt þá hugkvæmni og
hagkvæmni, sem þeir voru ekki
beinlínis viðurkenndir fyrir ár-
in áður en heimsstyrjöldin
hófst. Þeir framleiða og flytja
út fyrir fjöldann og viðskipti
þeirra fara stöðugt vaxandi.
Einn þeirra, sem hefur vakið
hvað mesta athygli og á sinn
persónulega stóra þátt 1 efna-
hagslegri uppbyggingu jap-
önsku þjóðarinnar, er Mono-
suke Matsushita, sem byggt
hefur stærstu raftækjaverk-
smiðju Japana upp úr engu. í
útliti og framkomu líkist þessi
viðskiptajöfur meira hlédræg-
um skólakennara en fjármála-
snillingi. Hann byrjaði að vinna
níu ára gamall sem sendisveinn
en hefur nú sem svarar til 37
milljón króna í árstekjur, og er
hæsti skattgreiðandi í Japan.
Matshushita tók Henry Ford
sér til fyrirmyndar, hann dáð-
ist að hinum bandaríska blla-
kóngi sem olli byltingu er
hann tók að framleiða bifreiðar
fyrir fjöldann. Matsushita á-
lltur að ef mennirnir fá gnægð-
ir af efnislegum gæðum muni
snúa sér að andlegri efn-
um í leit að hamingju og friði.
Vegna árangurs og viðhorfa er
Munaðarleysinginn varð að sjá
um sig sjálfur. Hann vissi ekki
að samkvæmt japönskum venj-
um ber starfsmanni að vera
með fyrsta atvinnurekendum
sínum það sem eftir er ævinnar,
svo að 16 ára gamall strauk
Matsushita frá fyrirtæki, sem
hann þá vann við og gerðist
starfsmaður við Osaka Electris
ijght Co. Innan átta ára var
hann kvæntur, hafði náði í góða
stöðu. En hann vildi standa á
eigin fótum, og gerði þvl tilraun
til að selja og framleiða raf-
magnstæki, sem hann hafði
sjálfur fundið upp. En það mis-
tókst gjörsamlega. Þá var hann
svo fátækur að honum var
nauðugur einn kosturinn að
veðsetja fötin utan af konu
sinni. En hann gafst ekki upp
þúsund talsins. Hann fram-
leiddi allt sem heiti hafði I raf-
tækjaiðnaðinum. Um þessar
mundir verður honum Ijóst að
takmark framleiðandans er ekki
það eitt að græða. Honum ber
að útrýma skortinum, afla
fjölda llfsgæða.
En svo kom heimsstyrjöldin
og eftir hana virtust dagar
Matsushita vera taldir. Banda-
rísku hemámsyfirvöldin, sem
stefndu að þvl að byggja upp
efnahagsilf og framleiðslu I
Japan með nýjum mönnum
töldu Matsushita meðal þeirra,
sem óhjákvæmilegt væri að
uppræta. En Matsushita barst
hjálp úr óvæntri átt. Verka-
lýðsfélögin sem hernámsyfir-
völdin höfðu hvatt til skipu-
Framh. á 10. síðu.
Japanir eiga nú um 700 þús-
und bifreiðar I stað um 59 þús-
unda fyrir heimsstyrjöldina,
vöruval og vörugæði eru ekki
sambærileg hvað snertir kosti
og útlit, launakjör og afkoma
fólks hefur aldrei verið meiri
og betri 1 Japan en nú. Bónd-
inn, sem áður leyfði sér að
selja dóttur slna til að hafa of-
an af fyrir fjölskyldunni veitir
nú konu sinni ljómandi heimils-
tæki fyrir eigið fé og vinnur ak-
urinn með rafknúnum plógi.
s
HANN FRAMLEIÐIR
FYRIR FIÖLDANN
í skýrslu um starfsemi Verk-
t'ræðingafélags íslands á síðasta
ári, sem blaðinu hefir borizt, seg-
ir m. a. að féiagar séu orðnir á
f jórða hundraðið.
í byrjun síðasta starfsárs voru
félagsmenn samtals 296, en á ár-
inu bættust við 27 nýir félags-
menn, en einn andaðist og fimm
voru felldir af félagsskrá. Nítján
hinna nýju félaga voru nýkomnir
frá prófboðinu, en hinum var boð-
ið að ganga I félagið samkvæmt
heimild í félagslögiun, en I einni
grein þeirra segir, að heimilt sé
að bjóða öðrum en verkfræðingum
að gerast félagar, ef um er að ræða
menn, sem unnið hafa að tækni-
störfum eigi skemur en 10 ár og
leyst 'af hendi tæknileg verkefni
sjálfstætt og á eigin ábyrgð.
Skipting félagsmanna eftir sér-
greinum er á þá lund, að bygg-
ingaverkfræðingar eru langflestir,
115 talsins, en þá koma rafmagns-
verkfræðingar, 58, skipa- og véla-
verkfræðingar 57, efnaverk- og
efnafræðingar 52, arkitektar 7 og
aðrir verkfræðingar alls 28.
Skuldlaus eign lífeyrissjóðs fé-
lagsins nam I lok s.l. árs rúmlega
12,5 millj. króna.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn 28. febrúar sl. Þá voru kosnir
3 menn af 5 I stjórn til næstu
tveggja ára. Or stjórninni gengu
Jakob Gíslason, raforkumálastjóri,
sem verið hefur formaður undan-
farin 2 ár, Hallgrímur Björnsson,
efnaverkfæðingur, og K. Haukur
Pétursson, mælingaverkfræðingur.
1 þeirra stað voru kosnir Sigurður
Thoroddsen, verkfræðingur, for-
maður, Haukur Pálmason, raf-
magnsverkfræðingur og Karl Óm-
ar Jónsson, byggingaverkfræðing-
,ur. Aðrir stjórnarmenn eru Gunnar ;
B. Guðmundsson, byggingaverk-1
fræðingur, og Hjálmar R. Bárðar-
son, skipaverkfræðingur.
Hver á oð skrá gengið?
Bráðabirgðalög ríkisstjómar-
innar um að fela Seðlabanka
íslands gengisslcráninguna í
samráði við rikissíjóm voru
mesta deilumálið í neðri deild.
í efri deild var harðast deiit
um lánamál Húsnæðismálastofn
unarinnar. Eitt stjórnarfrum-
varp var lagt fram, um inn-
flutning búfjár.
Bráðabirgðalögin um Seðla-
bankann og gengisskráninguna
voru til 2. umræðu I neðri deild.
Birgir Kjaran formaður fjár-
hagsnefndar deildarinnar gerði
grein fyrir áliti meirihl. nefnd-
arinnar. Sagði hann að frum-
varpið snerist eingöngu um það
I hverra höndum gengisskrán-
ingarvaldið skuli vera. Inn í
umræðurnar hefði verið bland-
að ýmsum óskyldum málum,
sem eðlilegra og réttara værl
að ræða við önnur tækifæri, í
sambandi við önnur frumvörp.
Meginrökin fyrir því að Seðla-
bankanum væri falin skráning
gengisins er þau að dómi ræðu
manns að sá aðili sem hefur
skráninguna með höndum hafi
fulla „aðstöðu, þekkingu og
kunnugleika til þess að meta
vcrðgildi íslenzkra peninga á
hverjum tíma og þá jafnframt
yfirsýn um þarfir og framvindu
möguleika atvinnuvega þjóðar-
innar. Til viðbótar kemur“
sagði ræðumaður „að allar
breytingar á gengisskráningu
myntar þurfa af varúðarástæð-
um að gerast með snörum
hætti.“
Þá benti ræðumaður á það að
ekki væri hægt að tala um hefð
hér á landi í sambandi við það
hverjum beri að hafa gengis-
skráningarvaldið. Á þeim 40 ár-
um, sem hægt hefur verið að
tala um sjálfstætt íslenzkt
gengi, sagði ræðumaður, hafa
flest kunn form verið á fram-
kvæmdinni. Þessi saga byrjar
þegar ísl. kr. er í fyrsta sinn
skráð óháð dönsku krónunni.
Þá voru það Landsbankinn og
íslandsbankinn, sem slcráðu
gcngið. Tveimur árum síðar
kom svokölluð gengisnefnd til
sögunnar. Árið 1931 felldi ríkis-
stjómin gengið. Á næstu árum
var um gervigengi að ræða. —
Genginu var óbeint breytt með
allskonar ráðstöfunum. Árið
1950 var það Alþingi, sem
felldi gengið. Siðan koma aftur
tímabil hins falska gengis. Því
var óbeint breytt með allskonar
gjöldum, sem Iögð voru á gjald
eyririnn þegar hann var seldur.
Loks minntist Birgir Kjaran
á þá staðreynd að aðeins eitt
af ellefu V-Evrópulöndunum,
sem hann nefndi hefði það fyr-
irkomulag, að löggjafarþingið
breytti genginu. I öllum hinum
ríkjunum, þ.a.m. á Norðurlönd-
um, Bretlandi, Frakklandi og
Þýzkalandi væri bað annað-
hvort ríkisstjórnin, ríkisbanki
eða báðir þessir aðilar, sem
hefðu gengisskráningu með
höndum.
í ljósi þess sem ræðumaður
hafði áður sagt um sögu ís-
lenzkrar gengisskráningar kvað
hann það skoðun sína og meiri-
hluta fjárhagsnefndar að binda
yrði enda á þann hringlanda-
hátt, sem ríkt hefði í þessum
málum hérlendis.
Forseti áminnir
Jb ingmann
Auk Birgis Kjarans tóku til
máls og töluðu af hálfu minni-
hlutanna Skúli Guðmundsson
og Lúðvík Jósefsson.
Það gerðist í sambandi við
ræðuflutning - Lúðvíks að deild-
arforseti, Ragnhildur Helgadótt
ir, varð að ávíta hann fyrir ó-
þinglcg ummæli um ríkisstjórn
ina. Hafði Lúðvík fullyrt að
ríkisstjórnin hefði vísvitandi
framið stjórnarskrárbrot með
því að gefa út umrædd bráða-
birgðalög. Forseti minnti Lúð-
vík á þingsköp Alþingis. Sagði
forseti að á því væri munur
hvort þingmaður „teldi það
skoðun sína“ að framið hefði
verið stjórnarskrárbrot og því
orðalagi að fullyrða að slíkt
hefði verið gert. Vildi Lúðvik
ekki láta sér segjast og endur-
tók fullyrðingu sína síðar í
ræðu sinni. Varð forseti þá aft-
ur að áminna hann og mátti
skilja orð forseta svo að gripið
yrði til alvarlegri ráðstafana ef
Lúðvík léti sér ekki segjast.
Lúðvík maldaði £ móinn, en lét
sér segjast.
Áður en þetta mál var tekið
fyrir hafði verið rætt um Hand
ritastofnun íslands. Benedikt
Gröndal gerði grein fyrir áliti
nefndar um þetta stjórnarfrum-
varp. Auk hans tóku til máls
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
róðherra og Þórarinn Þórarins-
son.
Hvar á að taka
peningana?
i efri deild var harðast deilt
um lánamál húsbyggjenda. —
Tóku til máls Kjartan J. Jó-
hannsson, Alfreð Gíslason, Sig-
urvin Einarsson og Eggert G.
Þorsteinsson. Kjartan lýsti því
yfir að meirihluti nefndar þeirr
ar, sem fjallaði um frumv.
gæti ekki fallizt á breytingartil
lögur Alfreðs. Vildi Alfreð m.a.
Iáta afnema söluskatt og að-
flutningsgjöld og byggingarefni.
Taldi Iíjartan að tillögumaður
hefði ekki gert grein fyrir þvi
hvc miklum tekjum ríkissjóður
myndi tapa, svo og hvemig
hann ætti að fá nýjar tekjur f
staðinn.
Gunnar Thoroddsen fjármála
ráðherra gerði grein fyrir stjóm
arfrumv. varðandi þjóðskrán-
ingu. Magnús Jónsson rakti
tvær breytingartillögur við
stjfrv. um innheimtu opinberra
gjalda. Ríkisreikningurinn 1960
var afgreiddur til neðri deildar.
Stjómarfrumv. um lausaskuldir
bænda varð að lögum. Loks
gerði Gylfi Þ. Gíslason ráðherra
grein fyrir frumv. um Hjúkrun-
arkvennaskóla íslands. Alfreð
Gislason tók einnig til máls um
það.
Mannfjöldi
á uppboðinu
ÁHUGI manna fyrir bílaskrjóða-
uppboði virðist alveg ótrúlegur. Á
uppboði þv£ £ fyrrad., er haldið var
í bílaporti Vöku, var mikill fjöldi
r.'.anna viðstaddur. — Þó flestir
bílanna væru tæplega annað og
meira en nafnið, seldust fieir allir
á svipstundu, jafnvel þó enginn af
öllui* fjöldanum er £ portið kom,
virtist hafa neinn áhuga á bíla-
kaupum, þá gekk uppboðið vel
og greiðlega og það voru alltaf
nokkrir um boðið og uppböðs-
haldarinn hespaði uppboðinu af á
skömmum tíma og hafði selt alls
um 20 „b£Ia“.