Vísir - 24.03.1962, Side 9

Vísir - 24.03.1962, Side 9
Laugardagurinn 24. marz 1962. VIShR 9 byggingum. Langhúsið er göm- ul hústegund, sem hefur verið þekkt í Noregi aftur á þjóð- flutningatíma. Síðan risu lang- hús upp í norsku víkingabyggð unum á Hjaltlandseyjum — (Jarlshof), Skotlandi, íslandi og þau eru vel þekkt af uppgreftri í hinum fornu byggðum á Grænlandi. I anghúsið er elzta húsagerðin serft fyrstu landnemarnir reistu á Grænlandi skömmu fyr ir árið 1000. Og skömmu síðar hófust einmitt Vínlandsferðirn- ar. Á Grænlandi hefur verið grafinn upp bærinn, höfðingja- setrið Brattahlíð þar sem Eirík- ur rauði og sonur hans Leifur heppni bjuggu. Það var greini- legt langhús mpð viðbótarbygg ingum. Og undarlegt má það heita, að stærð húsanna f Brattahlíð og Lance aux Mea- dows er nær því alveg sú sama. Eldstæðin hafa einnig sína sögu að segja. Það er greini- Iegur skyldleiki milli eldstæð- anna f Lance aux Meadows og þeirra sem grafin hafa verið upp f norrænu byggðunum á Granlandi. Og þá hefur það Þetta er síðasta grein H. Ingstad um ferð- ir hans vestra Og hér var það athyglisvert að húsið sneri að lægðinni með- fram ánni. Ef sjórinn hefur til 1 Islendingasögum segir að veðráttan hafi verið svo mild á Vín- landi, að bústofninn hafi gengið sjálfala úti um veturinn. En i Lance aux Meadow er' okkur sagt, að kýmar gangi úti allan veturinn, því að vindurinn frá hafinu feyki burt öllum snjó. ekki minni þýðingu að við skul- um finna felholur í rústunum, þvf að samskonar felholur hafa fundizt í rústum kringum Brattahlíð, heimabæ Leifs Ei- ríkssonar. Það væri hægt að greina frá ýmsu fleiru sem við fundum við uppgröftinn, en það verður að bíða þar til það hefur verið rannsakað nánar. Tpg hef áður sagt frá því að við framkvæmdum tilrauna uppgröft á fleiri stöðum þarna á kambinum, þar sem örlaði fyr ir veggjum. Þar fundum við einnig ýmislegt sem benti til ncrræns uppruna sérstaklega hvað viðvék húsagerð og eld- stæði. Loks ætla ég að minnast á merkilega tóft. Við höfðum lengi tekið eftir svolítilli laut í kambinn og velt þvf fyrir okkur, hvort nokkuð væri þar undir. Við tilraunauppgröft kom í ljós að þarna hafði verið lítið hús. Utanvið það lá mikið af brenndum steinum, sem voru hnefastórir. Nú vitum við að það var venjan í baðstofunum að hella vatni á glóandi steina. forna staðið/hærra en nú, þá hefur þessi lægð verið full af sjó, þetta hefur verið hóp og þá hefur baðstofan staðið rétt við hópið og stutt að fara að kasta sér í vatnið og kæla sig, eftir hið heita bað. Þegar á allt er litið bendir það sem við höfum fundið sann færandi til þess að rústirnar séu norrænar. Þar við bætast svo hinar sögulegu heimildir, og þá fyrSt og fremst lýsingar íslendingasagna af Vínlands- ferðum. T bók minni um Grænland „Landið undir Leiðarstjörn unni“ ræddi ég um það hvernig túlka bæri lýsingar Islendinga- sagna um Vínlandsferðir og komst ég þar að þeirri niður- stöðu að Vínlands væri að Ieita á Nýfundnalandi og þá helzt á norðanverðu Nýfundrjalandi. í fyrri greinum mínum hef ég skýrt helztu röksemdir mín ar og þar á meðal þá röksemd, að nafn landsins hafi verið Vin- land, sem þýðir grösuga landið, en ekki Vínland eins og það hef ur venjulega verið kallað. Ég taldi einnig að ar í sögunni af siglingu Leifs Eiríkssonar væru nokkurnveg- inn réttar og loks taldi ég að hið gamla íslenzka landabréf Sigurðar Stefánssonar væri ekki afleidd heimild, heldur gæfi það mikilvægar upplýsing- ar Ennfremur hef ég nefnt það að landslýsing íslendingasagna á Vínlandi virðist koma heim við grasvelli Lance aux Mea- dows. j" sögunni af Leifi Eiríkssyni 1 er sérkennileg lýsing á Vfn landi, sem rétt er að athuga nokkru nánar: „Þar var svá, goðr landskostr, að þvf er þeim sýndist, at þar myndi engi fén- aðr fóðr þurfa á vetrum, þar komu engi frost á vetrum, ok lítt rénuðu þar grös.“ Flestir fræðimenn hafa vilj- að gera lítið úr þessari frásögn og litið á þetta sem ævintýra- svipmót í sögunni, vegna þess, að þeir telja að fara verði mjög langt suður eftir ströndinni til að finna stað þar sem ekki er vetrarkuldi og þar sem grasið sölnar ekki um veturinn, En f áðurnefndri bók minni minntist ég á það, að nokkur sannleikskjarni kynni að leyn- ast f þessari lýsingu, því að það hafi komið Vínlandsförum á ó- vart að kýrnar gátu gengið úti að vétrinum. Siíku voru íbúarn ir frá heimskautahéruðunum ó- vanir og það hafði djúp áhrif á þá, því að hér var um mikil- vægustu atvinnugrein þeirra að ræða. Það var því eðlilegt að þetta fyrirbæri geymdist í sögn um þeirra, en hugmyndaflug fólksins bætti síðar nokkuð við. íbúarnir í Lance aux Mea- dows segja okkur þau tíðindi, að þar gangi kýrnar úti allan veturinn, ef sleppt er verstu óyfeðursdogunu^^ýidurinn ut- an af hafinu blæs snjónum burt af graslendinu og oft eru vet- urnir mildir með lftilli snjó- komu. Ég hef talið hér upp aðeins nokkur atriði á víð og dreif og við þau verður síðar hægt að bæta fleiru. En þegar á heild- ina er litið þá virðist margt benda til þess, bæði fornleifar og sögulýsingar, að Lance aux Meadows sé hið forna Vín- land. T^n fóru Vínlandsfarar ekki sunnar en til norðurhluta Nýfundnalands? Jú, það er lík- legt að þeir hafi siglt frá höfuð bækistöðvum sfnum og langt suður á bóginn, þeir dvöldust alhengi í Ameríku og höfðu hraðsigld skip. En á Vínlandsvandamálinu er önnur hlið og ekki síður spennandi. í íslendingasögun- um eru ýtarlegar frásagnir um hinar þekktu Vínlandsferðir sem farnar voru kringum árið 1000, — en héldu siglingarnar þá ekki áfram miklu lengur allt fram á daga Kolumbusar? Við verðum að athuga það að vitneskjan um leiðina til Vín lands hefur varðveitzt meðal grænlezkra sjómanna og hald- izt við kynslóð eftir kynslóð. Á stórbýlinu Brattahlíð, sem flest ir Vínlandsfarar lögðu út frá, hafa menn haldið áfram við langeldana að segja sögurnar Hér sást minni tóftir, sem voru grafnar upp. Á þeim er eld- stæði og suðugróp. Síðar hefur Helge Ingstad skýrt frá því, að í þessu húsi hafi fundizt gjall frá rauðablæstri. af Leifi Eirfkssyni og Þorfinni karlsefni. Þessar sögur hljóta að hafa verið meðal barnalær- dómsins. Og hið norræna þjóð- félag á Grænlandi stóð í nærri 500 ár. ^msar heimildir benda og til þess, að Grænlendingar hafi fram eftir miðöldum farið í ferðir til Ameríku. I íslenzk- um annálum frá 1121 eru merki legar upplýsingar um það að Eirekr biskup af Grænlandi hafi Veiðimaður frá Lance aux Meadows kemur í heimsókn. — Hann notar enn framhlaðning forfeðra sinna. Á brjóstinu ber hann púðurhomið. farið að leita Vínlands. Við vit- um ekki hvað hann ætlaði að gera þangað sem biskup, né heldur hvað varð af honum, — hann hverfur þar úr sögunni. Þá segja íslenzkir annálar frá þvf að á árinu 1347 hafi komið til íslands skip af Grænlandi er sótt hafði til Marklands og hafi 18 menn verið á þvf. Aðrar einkennilegar heimild- ír gætu bent til þess að íbúar Vesturbyggðar hafi flutzt til Ameríku um miðja 14. öld. Þetta upplýsa heimildir um seinni tíma siglingu til Vfn- lands fyrir daga Kolumbusar. En það er margt, sem aldrei verður upplýst né skilið, er gerðist í hinu norræna samfé- lagi f Grænlandi, annaðhvort vegna þess að skrifaðar heimild ir hafa týnzt eða aldrei hefur neitt verið skrifað um það. Hvað hefur orðið um þetta fólk sem kom til nýja landsins í vestri fram eftir miðöldum? Við því er ekkert öruggt svar til. En fyrir sunnan Lance aux Meadows lifðu Beotuc-Indíán- arnir, — fólk sem hyítu menn- irnir gereyddu síðar. Af elztu lýsingu á þessari Indíána-þjóð þekkjum við ofurlftið til henn- ar. Að vísu má ekki álykta of mikið af þeim lýsingum, en í þeim eru þó viss atriði, sem gætu bent til þess að þeir hafi verið blandaðir norrænu blóði. Tjað líður að hausti, loftið er 1 svalt og fuglarnir koma fljúgandi í hópum að norðan. Dag og dag skellur á stormur utan af hafinu og hann hvín yf- ir grasvellina í Lance aux Meadows. Það er kominn tfmi til að hætta uppgreftrinum í ár pg leggja af stað suður á bóginn með Halten og sfðan heim til Noregs. Síðasta kvöldið kveikjum við eld í rekavið niður við ána, þar semihún rennur út úr lægðinni, sem e.t.v. hefur verið „Hóp“ sögunnar -til forna. Eldurinn teygist upp í loftið og speglast í svörtu vatninu. Við sitjum á viðarbútum og horfum út til eyjanna og hafsins í norðri. Hugurinn reikar til hinna nor- rænu manna, sem lögðu til forna út á hafið frá bæjum sín- um og stefndu yfir ókunn höf í leit að nýju landi. (Bulls - Öll réttindi áskilin) I ii rænna i Ameriku

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.