Vísir - 24.03.1962, Síða 10

Vísir - 24.03.1962, Síða 10
Laugardagurinn 24. marz KK52. 10 VISIR VIDTAL DAGSINS - Framh. aí 4. síðu. Skagfirðingar hafi látið mjög til sín taka í' sambandi við skóggræðslu á Hólum. Hvað geturðu sagt okkur nánar um hana? Skógræktarfélagið hefur fehgið 80—100 hektara lands til umráða á landi Hóla. Af því landi er þegar búið að girða um 36 hektara og í þá hefur verið plantað verulegu magni af trjáplöntum. Sá háttur hefur verið hafð- ur á við gróðursetninguna á Hólum, að þar hefur verið á- kveðinn sérstakur skógræktar- dagur vor hvert og stefnt þang- að sjálfboðaliðum víðsvegar að úr sýslunni. Þessu hefur yfir- leitt verið mjög vel tekið, og að jafnaði mætt þar fjöldi manns, ekki sízt ungt fólk, og tel ég það vita á gott. Þátttaka hef- ur aldrei verið meiri heldur en fi.l. ár, en þá komu 350 manns (ír öllu héraðinu til gróðursetn- mgar á Hólum og settu niður am 35 þúsund plöntur. Geta má þess í sambandi við skógræktina á Hólum að Hóla- skóli tekur nokkurn þátt í þeim kostnaði sem skógræktar- framvæmdir þar á staðnum hafa I för með sér. Þannig kostar skólinn að hálfu leyti öll plöntukaup og girðingar- framkvæmdir einnig að hálfu leyti, en sjálfa gróðursetning- una annast Skógræktarfélagið, og ber jafnframt kostnaðinn að öðru leyti að hálfu á móti skólanum. Þá hefur verið sam- ið um helmingaskipti milli beggja þessarra aðila af tekjum um leið og skógurinn kemst á það stig að verða nytjaskóg- ur. — Á Skógrækt ríkisins ekki einnig hlut að máli í þessum framkvæmdum? — Skógræktin hefur ýmist bein eða óbein afskipti af þess- um málum. Hún veitir t .d. styrk til ýmissa skógræktar- girðinga í héraðinu og sjálf á hún þrjár skógræktargirðingar, þá sem er við Varmahlíð í landi Reykjahóls, en það er næst stærsta skógræktarsvæðið í héraðinu, og auk þess hefur húr komið upp tveim skóg- ræktargirðingum í landi Úlfs- staða í Blönduhlíð. — Hvenær var horfið að því að ráða sérstakan skógarvörð fyrir Skagafjarðarhérað? — Það var árið 1950. En umdæmi skógarvarðarins næf bæði yfir Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu. Ég var þá ráð-. inn til þessa starfs, en áður j hafði ég um nokkurra ára bíl unnið að skógræktarstörfum á vegum Skógræktar ríkisins þar nyrðra, eða frá því byrjað var á gróðurreitnum í Varmahlíð árið 1944. — í hverju er starf þitt fólg- ið? — í fyrsta lagi í því að ann- ast gróðurreitinn, £ öðru lagi að dreifa plöntum í ýmis skóg- ræktarsvæði í umdæminu. í þriðja lagi að leiðbeina við gróðursetningu og um Ieið að vera einskonar ráðgefandi um hverskonar skógræktarmál, í fjórða lagi að velja land til skógræktar og loks að haf' eft- irlit með skógargirðingum og uppsetningu þeirra. — Hvernig eru skilyrði til skógræktar £ Skagafirði? — Misjöfn eins og gerist og gengur. Sumsstaðar ágæt, ann- arsstaðar miður góð. Yfirleitt má telja að skilyrðin séu sæmi- leg á þeim stöðum þar sem trjáreitum og girðingum hefir verið komið upp, enda sýnir ár- angurinn það þegar. Vi'ðast hvar dafna plöntumar sæmi- lega. Það sem hvað mest háir okkur £ þessu efni er óhag- stæð vorveðrátta oft og ein- att, sérstaklega þyrkingslegir norðannæðingar, stundum með næturfrostum sem herja eink- um á okkur £ mafmánuði og geta varað fram i júní. En þrátt fyrir þetta er ekki hægt að segja að tiðarfarið standi skóg- rækt fyrir þrifum i Skagafirði að verulegu ráði og sumstaðar eru þar ótvfræð og ákjósanleg skilyrði til skógræktar. Það mun tímihn og reynslan leiða í ljós þegar fram líða stundir. Hann framleiðir — Framh. af 6. síðu. lagningar mótmæltu þvi harð- lega að farið væri með Matsu- shita eins og gamla ýfirstéttar- auðvaldið i Japan. Þeir sögðu að hann hefði ætíð verið sann- gjarn og örlátur atvinnurek- andi. Eftir þriggja ára deilur og baráttu féllust bandarísku hernámsyfirvöldin á að leyfa Matsushita að halda áfram starfi sfnu. Þá voru verksmiðjur hans £ kalda koli og hann á kafi í skuldum. í stað þess að vera kallaður „konungur skattgreið- endanna“ var hann nefndur „kóngur skattsvikaranna". Mat- sushita varð að leggja niður 30 hliðarfyrirtæki og segja upp tæplega 4 þúsund starfsmönn- um. „Mér hefur aldrei liðið jafn illa og þá,“ sagði hann síðar. En brátt tókst honum að koma undir sig fótunum é nýj- an leik. Hann tók upp afborg- unarskilmála, auglýsti meira en nokkur annar í Japan. Verk- smiðjunum fjölgaði upp í 89 og verkamönnunum í 89 þús- und. Árið 1951 jókst sala verk- smiðjanna með undraverðum hraða úr 17 millj. dollara í 486 milljónir að verðmæti. Hann gerir ráð fyrir að geta selt fyr- ir yfir billjón dollara eftir 5 ár. Messurá sunnudag Kópavogssókn: Messa £ Kópa- vogsskóla kl. 2. Sr. Gunnar Árnas. Ellheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 árdegis. Sr. Ólafur Ólafsson kristni, boði predikar. Heimilisprestur. Langholtsprestakall: Messa í safnaðarheimilinu við Sólheima kl. 10,30 (biskup landsins vígir hluta safnaðarheimilisins til guðsþjón- ustulialds) Sr. Árelfus Nielsson. Dómkirkja: Messa kl. 11 Sr. Björn Magnússon prófessor. Messa kl. 5 Sr. Óskar J. Þorláksson. Háteigssókn: Messa í hátíðasal Sjómannaskólans kl. 2 e.h. Barna- samkoma kl. 10,30 f.h. Sr. Jón Þór arinsson. Neskirkja: Barnamessa kl. 10,30 Messa kl. 2. Sr. Jón Thorarensen. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 eh. Altarisganga, engin barnaguðsþjón usta. Sr Garðar SvavarBson. Hallgrimskirkja: Messa kl. 11. Sr. Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 2. Sr. Jakob Jónsson. Fríkirkjan: Messa kl. 2. Sr. Þor- steinn Björnsson. De Gaulle — Framh. af 1. síðu. OAS hóf skothríð. Það voru OAS-menn og stuðn- ingsmenn þeirra af Evrópu- stofni, sem hófu skothríð í gær- morgun, þegar öryggisliðið var að koma upp gaddavírsgirðing- um þvert yfir götur, sem liggja að hverfinu. Öryggisliðið galt í sömu mynt, en OAS-menn og stuðningsmenn þeirra fjöl- menntu þá á vettvang með bryn varðar, léttar fallbyssur og sprengjukastara. - Samtímis heyrðist áköf skothríð úr Araba- hverfinu Frais Vallon í nágrenni hins og eldar kviknuðu þar í húsum. Hermenn umkringdu þá bæjarhverfið og tókst að slökkva eldana. Skriðdrekar á vettvang. Nákvæmar fréttir eru ekki fyrir hendi um fallna og særða. Hálfri klukkustund síðar fór allt í blossa aftur í Babel Oued. Skriðdrekasveit var nú send á vettvang og var hleypt af skot- um á fimmtu hverri sekúndu, en leyniskyttur OAS skutu á hermennina af húsþökum. Skot- ið var og úr vélbyssum flugvéla á leyniskytturnar. Yfir öllu hverfinu var reykhaf, en á göt- um allt fullt af múrsteinum og braki. Hverfi lagt í rúst. Skriðdrekasveitin franska ruddi sér braut inn í Bab el Oued meðan orrustuþoturnar sveimuðu yfir hverfinu. Flug- vélar gerðu ákafa vélbyssuskot- hrfð á OAS-menn, 'serm:safhazt höfðu saman á húsþaki í hverf- inu. Þeir reyndu að hæfa flug- vélarnar með vélbyssuskotum, en tókst ekki. -Stórar fall- byssur voru teknar í notkun og heyrðust ægilegar drunur úr hverfinu og þess í milli vælið í sjúkrabílunum, sem höfðu ekki undan að koma særðum mönn- um í sjúkrahús. Ægilegt er um að litast í hverfinu, hús í rústum að hálfu eða öllu leyti, rúður brotnar í gluggum í heilum húsaröðum, og fullt af eyðilögðum bílum á götunum. Hverfið hefur verið talið það hverfi Algeirsborgaf, þar sem OAS-menn höfðu sterk- asta aðstöðu. Er eftir að vita, hve mikið þessi átök lama þau, en allt bendir nú til, að spárnar frá í gærmorgun rætist, að þeir eldar, sem OAS nú hafa kveikt, muni brenna héitast á þeim sjálf um. Heintdallur — Framh. af 16. síðu. Guðmundsson. Verða þar skoðaðir ýmsir merkir staðir í Reykjavík. Kl. 18 flytur Auður Auðuns forseti borg- arstjórnar erindi um félags- mál og kl. 19 hefst kvöld- verður í Sjálfstæðishúsinu í boði borgarstjóra, þar sem ráðstefnunni verður slitið, einS og fyrr segir. Á eftir hverju erindi verða umræður og fyrirspurnir. Þátttakendur eru beðnir um að .krá sig á skrifstof- ur Heimdallar í Valhöll. Sími 17102. i ð.a&isn síðustu krossgútu “íf3 eo y Tvo ný bíóma- frímerki í GÆR gaf póststjórnin út tvö ný blómamerki. Er það 50 aura merki með mynd af Bláklukku og 3,50 kr. merki með mynd af Sóley. Frímerk- in eru prentuð hjá Courvoisi- er í Svisslandi og er upplagið óákveðið, þannig að hægt verði að bæta við það ef þörf gerist. Með þessum merkjum eru frímerkin í blómaseríunni orðin sex talsins. Fyrstu tvö merkin með eyrarrós og fjólu voru gefin út 1958. Síðan komu önnur tvö árið 1960 með túnfífli og blágresi. Blómamerkin eru prentuð í eðlilegum litum og eru þau mjög falleg. Tíðkast það í flestum löndum að prenta blómamerki og er það sér- grein meðal frímerkjasafnara að safna frímerkjum með blómum. Blómamerkin eru vinsæl meðal almennings og þykja prýði á hverju bréfi. HóBoskóli — Framh. af 16. síðu. Framsóknarráðherrarnir van- ræktu að sjá skólanum fyrir eðlilegu viðhaldi. En síðan nú- verandi Iandbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson tók við em- bætti hefur orðið breyting á þessu. Á síðustu fjárlögum voru veittar V/2 miljón króna til viðgerðar og verður haldið á- fram að vínna að endurreisn skólans, svo hann verði þjóð- inni til sóma. Þorgeir — Framh. af 16. síðu. endursmíðaður m. a. sett í hann ný diesel-vél. Úti í Leith hefur skipið legið síðan 1957. Það var aðeins einn aðili sem bauð í skipið og keypti það, Ólafur Jónsson útgerðarmaður í Sandgerði. Þorgeir leggur af stað heim um helgina og er það Elías Guð- mundsson á Akranesi sem stýrir skipinu á heimleiðinni en óráðið er enn hver verður skipstjóri á vertíðinni hér heim. Hér sjást nýju blómamerk- in, Bláklukka á efri mynd- inni og Sóley á þeirri neðri. Horfur 'iskyggilegar i Enn voru horfur hinar ískyggi lcgustu í gær á Iandamærum Israels og Sýrlands, þrátt fyrir það að Sameinuðu þjóðirnar hafa sent eftirlitsmenn á vett- vang. í fréttum frá Tel Aviv segir, að Sýrlendingar hafi aftur sent lið til stöðvanna þar sem árekst urinn varð fyrir nokkrum dög- um. Þeir hafi og flutt þangað fallbyssur. v

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.