Vísir - 02.05.1962, Page 3
Rfro^TEuaSgurinn 2. maí 1962.
VISIR
3
Myndsjá Vísis birtir í dag nokkrar myndir, sem ljósmyndari
blaðsins Ingimundur Magnússon tók á badmintonmótinu.
Sýna þær glöggt að keppnin var hörð á köflum
Efst til vinstri er mynd af
Jóni Árn'asyni er varð íslands-
meistari í einliðaleik karla. Sést
hann hér í úrslitaleiknum gegn
Garðari Alfonssyni sem aftur er
á myndinni í hægra horni neðan
á síðunnL Jón er að skjóta bolt-
anum, en Garðar að búa sig til
að taka við sendingunni.
í efra horni hægra megin eru
dömumar tvær sem sigruðu í
tvíliðaleik kvenna, Halldóra
Thoroddsen og Lovísa Sigurðar-
dóttir, báðar vanar keppniskon-
ur. Vakti samstarf þeirra á veil-
inum mikla athygli.
I neðra horni vinstra megin
er svo mynd af hinum gömlu
kempum Einari Jónssyni og
Wagner Walbom. Yngri menn-
irnir ætluðu nú að steypa þeim
af veldisstóli, þar sem þeir
hugðu þá vera orðna gamla og
stirða. Voru það Lárus Guð-
mundsson og Ragnar Thorsteins
son sem unnu eina Iotu gegn
þeim með 15:1 og þóttust nú
öruggir um sigurvinning. En
gömlu kapparnir létu sér þetta
ekki fyrir brjósti brenna, held-
ur tóku sig á og unnu báðar
hinar loturnar og þar með meist
aratitil.
MYNDSJ
Vinsœl
íþrótt
Eins og getið hefur verið um í fréttum fór lslandsmótið í
Badminton fram um s. I. helgi. Badminton er skemmtileg
og vinsæl íþrótt hér í Reykjavík. Er hún iðkuð af fjölda
fólks yfir veturinn sem telur sig hafa þörf fyrir mikla hreyf-
ingu. En þó boltinn sé fjaðraður til þess að draga úr hraða
getur keppnin orðið svo hörð, að svitinn bogi af keppendum.
Badminton hefur verið „þjóðaríþrótt“ f Stykkishólmi og hafa
þeir unnið mikla sigra á undanfömum árum. Að þessu sinni
var það leitt, að Hólmarar treystu sér ekki að koma suður
að taka þátt í mótinu, en ýmsir gamalkunnir reykvískir.
meistarar, svo sem Walbom og Einar Jónsson settu þó svip
sinn á mótið. Enn var þar skarð fyrir skildi, að Islandsmeist-
arinn í einliðaleik frá því í fyrra, Óskar Guðmundsson hafði
meiðzt svo að hann gat ekki varið titil sinn. En hann var
þó viðstaddur mótið og gegndi hlutverki yfirdómara.
Síðasta og minnsta inyndin er
af Óskari Guðmundssyni á dóm
arastóinum. Honum þótti vfst
leitt að geta ekki vegna meiðsla
verið á sjálfu gólfinu sem
keppnismaður.
Kl II