Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. maí 1962. VISIR 3 >lllipi æ-a ""n •• v í'"7; > * iilll MYNDSJÁ ^íSx-XvíííX&vX' Myndsjáin birtir í dag nokkr- ar myndir úr Hafnarbúðum hinu nýja og myndarlega húsi verka manna og sjómanna við Rcykja- víkurhöfn, en það var opnað í fyrradag af Geir Hallgrímssyni borgarstjóra. Hafnarbúðir koma í staðinn fyrir gamla verkamannaskýlið i Tryggvagötu, sem nú verður rif ið. Er mikill munur á þeirri að- stöðu sem verkamenn fá í hinu nýja húsi sínu. ★ Nýja húsið er þrjár hæðir. Á neðstu hæðinni er stór og vist- Ieg biðstofa, þar sem þeir verka menn munu koma til kaffi- drykkju, sem hafa kaffi sitt með sér. Á þeirri hæð verður einnig ráðningarskrifstofa Reykj avíkurborgar. Á annarri hæð cr stór veit- ingastofa og á þriðju hæðinni sjómannastofa með 21 gisti- rúmi og visticgri sctustofu. ★ Pað sem vekur séstaka at- hygli er hve Hafnarbúðir eru vel staðsettar og setur það ekki litinn svip t.d. á vcitingastof- una og gistiherbcrgin á efstu hæð, hvað útsýni er þar fallegt yfir höfnina og sundin. Ljósmyndari Vísis I. M. tók myndirnar sem hér birtast. Hafnarbúðir, hér sést sú hlið hússins, sem út að höfninni snýr. Nokkrir hafnarverkamenn drekka kaffi úr hitabrúsum í hæð Hafnarbúða. hinum vistlega biðsal á neðstu Myndina tók ljósmyndari Vísis í gær í hinni björtu og rúmgóðu veitingastofu á 2. hæð Hafnarbúða. Hefur veitingastofan verið mjög fjölsótt síðan húsið var opnað. !.»'»WK.SSW5l‘» Hinar vistlegu Hafnarbúðir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.