Vísir - 24.05.1962, Síða 2

Vísir - 24.05.1962, Síða 2
VISIR Fimmtudagur 24. maí 1962. n~C^ol,IR tejj Myndin var tekin á Sundmeistaramótinu í Hveragerði og sýnir tvo kappa taka við verð- laununum fyrir sundknattleik, en þeir eru Einar H. Hjartarson, sem er þekktur knatt- spymudómari og Sigurjón Guðjónsson, en Sigurjón mun hafa orðið meistari í alls 20 skipti með Ármanni, en Einar í 18 skipti Það er Erlingur Pálsson, formaður Sundsambands íslands, sem er að afhenda verðiaunin. Vilhjálmur hyggst kenna í átthögum Eins og mönnum ,er kunnugt starfræktu þeir Vilhjálmur Ein- arsson og Höskuldur Goði Karls- son í fyrrasumar íþróttaskóla fyrir börn í hinum vistlegu húsakynnum Reykjadals í Mosfellssveit. Þeir Vilhjálmur hyggjast opna skólann á ný í sumar, eftir að nauðsynlegar breytingar hafa far- ið þar fram til að hægt sé að koma þar við heimavist. Höskuld- ur mun nú snúa sér að breytingum á skólanum, en á meðan skreppur Vilhjáimur heim í átthaga sína, austur á fjörðum og í samráði við UÍA (Ungmenna- og íþróttasam- band Austurlands) hyggst hann halda námskeið að Eiðum dagana Völlurinn er góður Baldur Jónsson, vallarstjóri, tjáði okkur í gærkvöldi, að Laugardals- völlurinn kæmi vel undan vetrar frostunum. Hann væri að vísu ekki eins góður og hann gæti verið bezt- ur um þetta Ieyti, en góður samt. Mikil spretta hefði verið undan- farna viku og ekki hægt að segja annað en vallarskilyrðin til knatt- spyrnu i kvöld væru góð. í fyrra var fyrsti leikur sumars- ins á Laugardalsvelli þann 28. maí, en leikir þar hafa aldrei byrjað jafn snemma og nú. 4.-10. júni fyrir drengi á aidrinum 10-16 ára. Takmörk verða þó sett fyrir fjölda þátttakenda á námskeiðinu og verður tekið á móti 40-50 þátt- takendum. Með Vilhjálmi kennir á nám- skeiðinu Gunnar Guttormsson, far- kennari UlA, en hluta af nám- skeiðinu mun Ungverjinn Simoni Y. Gabor kenna, en hann er þjálf- ari hjá I'R, svo sem kunnugt er. Knattspyrnumenn minnast 50 ára afmælis ÍSÍ í kvöld með leik á Laugardalsvelli kl. 8.30 og er þetta fyrsti leikurinn, sem fram fer þar í sumar. Það eru lið Reykja víkur og utanbæjarmanna, sem eigast við. Á pappírnum líta bæði liðin mjög skemmtilega út og má búast við skemmtilegum leik. — Margir utanbæjarmanna eru þó óráðin gáta, þar eð þeir hafa ekki komið fyrir sjónir áhorfenda hér í Reykjavík fyrr á þessu vori. Þvílík framlína Homrin-Déle-di Stefnno-Puskns Gento Real Madrid hyggst nú aldeilis hreinsa til eftir tapið í úrslitum Evrópubikarsins gegn Benfica á dögunum. Leikur þeirra nú er: Ný og- betri framlína, sem slær út allt sem menn hafa upphugsað hvað þá framkvæmt í samtengingum af þessu tagi. Svíinn Kurt Hamrin, undramaðurinn Péle, Di Stefanó heldur stöðunni og Puskas sömu- leiðis, en á v. kantinn kemur hinn eldingarhraði Gento. Real reiknar með að verja til þessara breytinga 70 milljónum kr. „Við breytum frá hinni kröftugu framlínu okkar yfir í enn betur leikandi og ,taktfska“ framlinu. Knattspyrnu, sem við teljum skemmtilegri og „trekki" fieiri til að komá á völlinn". 373 klukkutímar á knattspyrnuveili Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefur sent frá sér smábækling „Knatt- spyrnumótin sumarið 1962“ ,en bæklingur með sama sniði hefur verið gefinn út undanfarin ár og orðið vinsæll meðal áhugafólks um knattspyrnu, enda mikinn fróðleik þar að finna. Knattspyrna í 373 klukkustundir. Eftir að hafa flett bæklingnum í gegn tjáði tölufræðingur vor okk- ur að eftir öllum sólarmerkjum yrðu leikirnir í sumar ekki færri en 380 talsins. Meistaraflokksleik- ir munu þar flestir eða 141 leikur, en 4. flokks leikir næstir eða 78 talsins. Sagði tölfræðingurinn að meistaraflokksmenn hiypu eftir „tuðrunni" í samtals 141 klst., en 4. flokkur 65 tíma, en 1. flokkur legði minnst af mörkum eða 21 tíma yfir sumarið í þeim þrem mótum ,sem fyrir flokkinn eru haldin. Að lokum sagði þessi sami maður okkur að samtals tækju all- ir knattspyrnuleikir sumarsins a. m. k. 373 klst., sem jafngilti því að leika knattspyrnu í einni strik- lotu, 8 tíma á dag í 47 daga- í þrótta ná mskeið hefjast á föstudag Eins og undanfarandi voru verð- ur nú efnt til námskeiða fyrir börn á leiksvæðum, íþróttasvæðum og opnum svæðum víðs vegar um bæ- inn. Hefjast námskeiðin föstudag- inn 25. maí, og verða þrjá daga í viku á hverju svæði. Kennarar verða íþróttakennarar. Námskeiðin verða á þessum stöðum: Mánudaga, miðvikudaga, föstudaga á Víkingssvæði, Vals- svæði, KR-svæði, Ármannssvæði og Laugalækjartúni. Þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga á Skipasundstúni, Þvotta- laugarbletti, L-’ndakotstúni (fyrir hádegi, Vesturvelli (eftir hádegi) og Álfheimatúni. Fyrir hádegi verður tekið við börnum á aldrinum 5 — 9 ára og starfað kl. 9:30-11:30. Eftir há- degi verða börn á aldrinum 10 — 12 ára og starfað kl. 2 — 4. Nám- skeiðin eru opin fyrir drengi og stúlkur, og meðal kennaranna verða nokkrar konur. Námskeiðin verða starfrækt út júní og verður námsskeiðsgjald kr. 15.00. Að þessari starfsemi standa Æskulýðsráð, I'þróttavellirnir, Leik vallanefnd og íþróttabandalag Reykjavíkur. 1912 í. S. í. 1962 í KVÖLD KL. 20,30 Reykjavík — Utanbæjarmenn Á LAUGARDALSVELLINUM Dómari: Grétar Norðfjörð FYRSTI LEIKURINN Á GRASI Aðgangur: Börn kr. 5,00 — Stæði kr. 25,00 — Stúka kr. 35,00. — Komið tímanlega — Forðist þrengsli. AFMÆLISNEFNDIN

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.