Vísir - 24.05.1962, Side 4

Vísir - 24.05.1962, Side 4
4 Fimmtudagur 24. maí 1962 AUKIN VERKEFNI VINNUSKÓLA REYKJAVÍKUR í Vinnuskóla Reykjavíkur voru miklu fleiri nemendur á sl. sumri heldur en nokkru sinni áður og margt bendir til að enn verði fjölgað þar að ráði yfir sumarið sem nú fer í hönd. Kristján J. Gunnarsson sem er hvorttveggja f senn skóla- stjóri Vinnuskólans og Lang- holtsskólans sagði f viðtali við Vísi að Vinnuskólinn hafi fyrst tekið til starfa með unglinga- vinnu fyrir drengi eingöngu, en síðan var stúlkum bætt við. Fyrsta tilraunin með að stofna til unglingavinnu var gerð 1948 og unnu þá um 50 dreng- ir í sumarvinnu, en strax á þriðja ári hafði fjöldi þeirra þrefaldazt. Úr því bættust stúlk ur f hópinn. Það þótti sjálfsögð og nauðsynleg ráðstöfun. Og það er eiginlega fyrst þá, — eða árið 1951 — sem þessi sum- arvinna unglinganna tekur á sig mynd vinnuskóla. — \ð hvers konar verkefn- um er einkum unnið í Vinnu- skólanum? — Fyrstu verkefnin hjá drengjunum voru skurðgröftur og framræsla. En þetta var ein- hæft verkefni, sem auk þess hentaði ekki nema drengjum, svo það varð að finna eða búa til ný verkefni jafn fyrir pilta sem stúlkur og slík sem hent- uðu unglingum, væru í senn hag nýt en þó ekki of erfið. Loks Vaxandi varð að taka tillit til þeirra óska verkalýðsfélaganna að þessi vinna færi ekki inn á verksvið aimenns vinnumarkaðs. — Hver varð niðurstaðan? — Niðurstaðan varð sú að nemendur skólans vinna að trjá rækt bæði f Heiðmörk og Öskju hlíð og hafa sett niður á 2. hundrað þús. plöntur á ári að • meðaltali. Ennfremur áð gæzlu- störfum á leikvöllum skrúð- garðavinnu, hirðing og umbót- um á íþróttaleikvöllum, hreins- un opinna svæða, ræktun o. fl. Meðal annars læra þau undir- stöðuatriði kartöfluræktar þar sem Vinnuskólinn hefur allstórt garðland til umráða. — Hvaða aldurstakmark hef- ur verið sett? — Skólinn tekur drengi 13 — 15 ára og stúlkur 14 — 15 ára. Lengst af hafa verið 250 -r-350 nemendur á hverju sumri, og það er nálægt þeim fjölda sem unnt er að koma að framantöldum verkefnum. — Er aðsókn ekki meiri, en hægt er að fullnægja? — Jú. Það hefur almennt verið mikil eftirspurn að skóla- vist, og meiri en við höfum ráð- ið við. 1 fyrra fjölguðum við nemendunum til muna eða upp í 497, sem er það langmesta sem við höfum nokkru sinni haft. — Eru líkur til að svo verði áfram? — Eftirspurnin er mjög mik- 11 svo mikið er víst og við reynum að taka á móti eins mörgum unglingum og við get- um, þvf okkur er ljóst hve æskilegt það er að fá æskunni einhver verkefni í hendur, svo hún þurfi ekki að ganga iðju- og aðgerðarlaus. Hjá verka- lýðsfélögunum virðist einnig hafa orðið stefnubreyting að þvf leyti að þau vilja ljá ung- lingunum rúm á almennum vinnumarkaði og þvf var það að á síðasta borgarstjórnarfundi báru Sjálfstæðismenn fram till. um að fela borgarverkfræðingi að taka unglinga á vinnuskóla- aldri og setja þá til starfa inn- an almennrar borgarvinnu. Til- laga þessi var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 3 og má því vænta að unnt verði að auka unglingavinnuna stórlega frá því sem verið hefur fram til síðasta sumars. — Þú ert í fræðsluráði Reykjavíkur. Hvenær var það stofnað og hvert er hið raun- verulega verksvið þess? — Með fræðslulögum þeim Kristján J. Gunnarsson skólastjóri. sem gengu í gildi 1946 var hin- um stærri kaupstöðum lands- ins heimilað að stofna fræðslu- ráð sem hefðu það verksvið að fara með yfirstjórn allra skóla, hvert í sínum kaupstað. Hér í Reykjavík er úr ærnum verkeínum að vinna, bæði að því að skipta borginni niður í skólahverfi eftir íbúafjölda og öðrum aðstæðum og svo líka að þvf að skipuleggja byggingu nýrra skóla. — Þeim hefur fjölgað ört á síðustu árum? — Fyrir rúmum þremur áratugum var aðeins einn barna skóli til í Reykjavík — Mið- bæjarskólihn. Nú eru þeir orðn- ir 12 og gert ráð fyrir að hafin verði bygging hins 13. nú í sum- ar. Auk þess eru viðbygg- ingar í undirbúningi eða smíð- um við ýmsa þessara 12 barna- skóla sem fyrir eru. — Og hverjar eru svo helztu áætlanir í skólabyggingamálum höfuðborgarinnar? — Takmarkið er hátt og djarft, en það verður fram- kvæmt svo fremi sem sami hugsunarháttur ríkir áfram sem nú er til staðar. Þetta mark er að koma upp eigin húsnæði fyr- ir alla barna- og gagnfræða- kennslu í borginni á næstu ár- um, þar sem einsett yrði í öil- um kennslustofum gagnfræða- skólanna og ein- eða tvísett í barnaskólunum. Við erum vel á vegi með að ná þessu marki núna og á sfð- asta kjörtímabili voru byggðar helmingi fleiri skólastofur í Reykjavík heldur en svaraði til nemendaaukningarinnar. Fasta- kennarar voru veturinn 1958 — 59 samtals 232, auk 38 stunda- kennara við barnaskólana í Reykjavík, en við gagnfræða- skólana 140 fastakennarar og 86 stundakennarar. — Hvernig er launamálum ykkar kennara háttað? — Það má segja að þar sé komið við veikan punkt hjá okkur því við teljum launakjör- um okkar ekki háttað sem skyldi — því miður. En við treystum því að á því atriði fá- um við einnig fulla lagfæringu. Kennarastéttin er óneitanléga láglaunuð miðað við aðrar stétt ir þjóðfélagsins, en á henni fremur. Það efast víst fæstir um gildi góðs uppeldis og góðr- ar fræðslu og telja hvorttveggja hið æskilegasta vegarnesti fyr- ir æskuna þegar hún leggur út á lífsbrautina til sjálfstæðra starfa. Af þeirri sömu ástæðu er það áríðandi að fá sem bezt kennaralið að skólunum. En Framh. á 13. sfðu. Sameiginlegt verkefni nokkurra nemenda Langholtsskóla um laxfiska á Islandi. Spjald þetta, sem er ca. 50x80 cm. að stærð, var á skólasýningunum um síðustu helgi. Það voru 11 ára nemendur, sem unnu þetta og gerðu það með mikl- um ágætum. Líkan af Langholtsskóla eins og hann mun líta út eftir þá stækkun, sem nú er verið að undirbúa á honum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.