Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 2
VISIR 0*2* Heppnin færBi Þrótti mörkingegn Breiðahliki Þróttur vann f gærkvöldi sigur yfir Breiðabliki úr Kópavogi, en erfiður reyndist Þrótti róðurinn i þetta skiptið. Þróttur átti mestall- an leikinn en skotmenn reyndust ekki margir í sókn Þróttar og því var fátt um mörk. Mýmörg tæki- færi voru líka eyðilögð fyrir hrein- an klaufaskap framlinumanna, t. d. er Helgi Árnason, h. útherji stóð fyrir opnu marki á markteig en brenndi af, er Axel gaf honum góð an bolta fyrir markið. Óheppnin var líka í spilinu, t .d. þegar Ilauk- ur Þorvaldsson, skaut á síðustu mfnútu hörkuskoti af Iöngu færi f markstöngina. MÖRKIN. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 40. mfnútu leiksins. Það var Haukur, sem skoraði markið með fallegu skoti innan vítateigs. Aðeins 2 mfnútum sfðar jafna Breiðabliksmenn upp úr auka- spyrnu og var þar að verki mið- herji liðsins, hlaupagikkur hinn mesti, Reynir Jónsson, sem átti góð tilþrif og var að rhestu einn ábyrgur f þau f áu skipti, sem Þróttarvörnin þurfti að taka á. 1 síðari hálfleik hélt Þróttur ÍA bætist liðsstyrkur Akurnesingar virðast ekki á því að detta niður í 2. deild eins og Rfkharður Jónsson og fleiri Akur- nesingar hafa margoft sagt okkur. Jafntefli við Val staðfesti þetta, og nú á næstunui bætast Iiðinu við góðir kraftar sem eru þeir varn- arleikmennirnir Kristinn Gunn- laugsson, ir.argfaldur landsliðsmað ur, bæði sem miðvörður og bak- j vörður og Gunnar Gunnarsson, { sem er einn hinna yngri leikmanna! og hefur náð góðum árangri f, stöðu miðvarðar. Og svo er Sveinn I Teitsson væntanlegur aftur að sögn : og þarf ekki að geta hans stóral framlags í fjölda ára bæði til ÍA og landsliðsins f framvarðarstöðunni. ' uppi einstefnu að marki Breiða- bliks en ekki kom mark fyrr en á 20 mín. að dómarinn Þorlákur Þórðarson dæmdi vftaspyrnu á Breiðablik, en heldur var sá dóm- ur vafasamur. Haukur Þorvaldsson skoraði örugglega. Táarskot Jens Karlssonar á 39. mínútu færði Þrótti svo 3 — 1, en það skot lenti á óðrum bakverði Breiðabliks og í annað hornið, en markvörður var kominn úr jafnvægi. Þannig Iék lán í óláni við Þrótt, þ. e. þeir skoruðu þegar þeir hefðu ekki átt það skilið, en skoruðu ekki úr upplögðum tækifærum. Annars var leikurinn lítils virði þeim áhorfendum sem lögðu Ieið sína á Völliim f góðu veðri og heldur betur mega Þróttarar laga Ieik sinn ef þeir eiga að vinna hina harðsnúnu Suðurnesjamenn. Breiðabliksmenn hefðu átt að reyna meira að leika saman, en það gerðu þeir ekki, heldur spörk- uðu út í loftið eins og þeir ættu lífið að leysa. Þorlákur Þórðarson var heldur slakur dómari f þessum leki. Nýtt Evrópu- met í stangar- stökki: 4,75 Finnlnn Penttii Nikula setti nýtt Evrópumet í stangarstökki í Munchen á laugardaginn er hann stökk 4,75 m, eða 3 sm hærra en nýlegt met hans í greininni. Nikula notaði hina umdeildu glerfíber- stöng sína og lét hann hækka f methœðina úr 4,61. Suðumesjamenn unnu í II. deild Á laugardag fóru fram tveir leik- ir í 2. deildarkeppninni, þeir fyrstu £ keppninni, á Suðurnesjum. í Njarðvík kepptu Keflavík og Hafnarfjörður og lauk leiknum með yfirburðarsigri Keflavíkur 5:0. í Sandgerði fór fram leikur Knattspyrnufélagsins Reynis og Markvörðurinn Tilkowsky fékk ekki frið fyrir rithandarsöfnurum frekar en aðrir leikmenn, er þeir komu til flugstöðvarinnar í Santi- ago de Chile. Víkings og unnu Reynismenn með 6-3, en í hálfleik var staðan 5-0 fyrir Reyni. Allþungur vindur var meðan leikirnir fóru fram og hafði mikil áhrif, eins og'sjá má af því, að Vlkingar fengu 5 mörk á sig f fyrri hálfleik en skoruðu 3 í hin- um síðari. Þrjú af mörkunum, sem Víkingar fengu á sig voru hálfgerð sjálfsmörk, þ. e. skotið var f varn- armenn Víkings og fór knötturinn af þeim í markið. Þriðjudagur 29. maí 1962. Hljóp 20226 metra á 1 klukkustund Eþiópfumaðurinn Bikiie Abebe hljóp í gærkvöldi 20226 metra á einni klukkustund, en það er betra en heimsmet f þessari fþróttagrein. Heimsmetið á Tékkinn Emil Zat- opek, sem fyrrum var kallaður „eimreiðin" og var Iang beztur allra þolhlaupara f hcimi, hann hljóp lengst 20052 metra á klukku- tíma og var metið sett 1951. Afrek Abebe, OL-meistarans sem hljóp berfættur í Mararþonhlaupinu í Róm verður ekki staðfestur þar eð hann hljóp ekki á hlaupabraut heldur á víðavangi. Landi Bikile varð annar með 20056 metra, en þriðji varð Daninn Tyge Tögersen, sem margir munu kannast við frá keppnum hér á landi. Hann hljóp 19.383 metra. HM hefst á morgun Á morgun hefst í Chile Heims- meistarakeppni í knattspyrnu þar sem 16 lið Ieiða saman hesta sína f 4 borgum samtfmis. Leikirnir á morgun eru þessir: Uruguay — Columbia, Chile — Sviss, Argentfna — Búlgafa, Brazilfa — Mexikó. Riðlana fjóra skipa þessi lönd: í Arica: Columbfa, Uruguay, Sovétríkin, Júgóslavfa. í Vina del Mar: Brazilfa, Spánn, Mexíkó, Tékkóslóvakía. í Rancagua: Argentína, England, Ungverjaland, Búlgarfa. 1 Catiago de Chile: Chile, ítalfa, Sviss, V.-Þýzkaland. Alltaf í fremstu línu Belgía virðist nú vera að eignast nýjan stórhlaupara fyrir Roger Moens, fyrrverandi heimsmethafa í 800 metra hlaupi og bezta hlaup- ara á þeirri vegalengd í mörg ár. Heitir sá Jalques Pesnevert og er 25 ára að aldri. Hann náði á dög- unum 46.S í 400 metra hlaupi og vann þá m.a. Þjóðverjann Man- fred Kinder, sem varð 5. á OL í Róm. Belgíumaðurinn hafði áður átt bezt 47.5, en hér sló hann landsmet Roger Moens, sem var 47.3. Nýtt tónverkJóns Nordals frumflutt Síðustu tónleikar Sinfóníuhljóm- j hið nýja verk Jón tónskálds Nor- sveitar íslands verða haldnir i dals og nefnir hann það Brotaspil. samkomuhúsi Háskólans föstudag- Þá verður fluttur píanókonsert í e- inn 1. júní og þar frumflutt nýtt moll eftir Chopin, einleikari verð- hljómsveitarverk eftlr Jón Nordal. , ur Jórunn Viðar. Loks verður svo Stjórnandi verður Jindrich Ro- han, og hefjast tónleikarnir kl. 21. Vérkin sem flutt verða, eru, fyrst flutt sinfónía nr. 6 í h-moll, „Pat- Myndin er frá Chile og sýnir þegar forráðamenn liðanna eru að skoða mannvirkin og spjalla þá hétique", eftir Tschaikowsky. m. a. við kokkana, sem þeir hafa haft með sér frá heimalandinu, því maturinn verður að vera eins og leikmenn eru vanir að hafa hann. Það er Sepp Herberger, sem hér smakkar á súpunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.