Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. júní 1962. V 'SIR Dettifoss á nýjum slóðum í síðasta mánuði, nán- ar tiltekið 17. maí sigldi í fyrsta skipti íslenzkt skip inn í höfn Charles- tonborgar í Bandaríkjun um. Var það Dettifoss undir forystu Eyjólfs Þorvaldssonar skip- stjóra. Þegar íslenzk millilandaskip sigla að mestu til sömu hafn- anna árið um kring, hafa fastar áætlunarferðir, þá þykir það nokkrum tíðindum sæta, þegar þau leita á nýjar slóðir. Koma Dettifoss til Charleston þótti þó ekki aðeins nýlunda á lslandi, héldur vakti hún einnig mikla athygli þar í borg. Blöð birtu myndir af skipinu á for- síðum sfnum og tvisvar var það sýnt í sjónvarpi staðarins. Ekki dró það úr atburðinum, að Dettifoss var fermdur stærsta kjúklingafarmi sem eitt skip hafði tekið þar, eða um 900 tonnum. Dettifoss sem er myndarleg- ur fulltrúi íslenzka flotans, reisulegt skip með góða skips- höfn, sigldi síðan með farminn til Hamborgar, „og er það lengsta leið sem ég hefi siglt í einum áfanga,“ segir Eyjólfur skipstjóri, þegar við röbbuðum við hann um ferðina fyrir skömmu. „Er ég þó búinn að vera í siglingum í 37 ár.“ GÓÐAR MÓTTÖKUR. „Það get ég líka sagt þér, að hvergi hef ég fengið betri mót- tökur en í Charleston. Fólkið var vinalegt og einlægt, og vildi allt fyrir okkur gera. Mér, sem skipstjóra á skipinu, var boðið í bílferðir um nágrennið, og mál tíðir í heimahúsum. Mér var jafnvel boðin næturgisting hjá fjölskyldu umboðsmannsins. Charleston er lítið stærri en Reykjavík, um 80.000 manna borg, og er sögufrægur staður í Bandaríkjunum. íbúar borgar- innar segja frá því með stolti, að þar hafi fyrsta skotinu verið hleypt af í frelsisstríðinu mikla. Svo voru okkur skipv. sýndir margir og merkilegir staðir- sem sögufrægir eru þama f nágrenn- inu. 1 ,'ú eru þarna stærstu vindlaverksmiðjur Bandaríkj- anna og mikið er flutt út og burt af bómull og rís. Iðnaður er mikill í borginni." „En hvernig er höfnin?" „Hún liggur vel við, ekki mjög stór en þó er þarna tölu- verð sigling.“ Það var greinilegt að Eyjólfi þótti mikið í það varið að hafa komi til þessa staðar, og í raun- inni eru það engin undur. Þeg- ar skiþ hafa siglt sömu leiðina svo mánuðum skiptir, haft við- Rabbað við Eyjólf Þorvaldsson skipstjóra, sem stýrði skipinu í þessari ferð komu í sömu höfnunum, reglu- ................................. bundið, þá er það sjómönnun- S; & um mikil og skemmtileg til- breyting að koma til nýrra hafna. Að vísu þekkja þeir ekki ||§§ leiðirnar, eru ekki eins kunnug- ir aðsiglingunni, en það er ein- ? mitt stóri kosturinn við sigling- §I§1| arnar, að koma á sem flesta ’ staði og sjá sig um í heiminum. „Við höfum siglt reglulega í, > * vetur," sagði Eyjólfur, „frá § Reykjavík tii Dublin, þaðan til § New York og síðan yfir Atlants hafið til Rotterdam og Ham- borgar. Mér telst til að ég hafi siglt 130 sinnum milli Islands og Ameríku og yfir 500 sinnum frá íslandi til Evrópu — svo ég er farinn að þekkja leiðina.“ „Ekki hefur þú alltaf verið skipstjóri, Eyjólfur?“ „O, sei, sei, nei. Fyrst, rúm- lega tvítugur réðist ég sem timburmaður á Lagarfoss. 1930 varð ég 3. stýrimaður á gamla Dettifoss og 1953 varð ég svo fastur skipstjóri. Hafði þá auð- vitað verið við skipstjórn sem fyrsti stýrimaður. Fyrsta árið fékk ég Selfoss, en varð síðan skipstjóri á Tungufossi. Á þetta glæsilega skip, Dettifoss," sagði Eyjólfur, og lagði áherzlu á lýsingarorðið, „kom ég svo 1959. Og það vil ég segja, að alltaf þykir mér þríburarnir skemmti- legastir. Þetta eru reisuleg skip, sem alls staðár vekja athygli, ekki vegna stærðarinnar, heldur vegna vaxtarlagsins — það get ég sagt.“ Eyjólfur Þorvaldsson. SMYGLIÐ HORFIÐ. „Er minna um það nú, að ungir menn fáist á sjóinn?" „Nei, það er meira um það en áður. En það er annað verra. Það tolla alltof fáir til lang- frama á skipunum. Fjöldi manna ræður sig á skipin, en er sjaldnast meira en eitt ár. Það er eins og það sé frekar af ævintýraþrá eða útivistarlöng- un, heldur en áhugi á sjó- mennsku, sem fær þá til að fara á sjóinn Eins og lífið er orðið fjölbreytt í landi, þá eru sjó- menn orðnir of einangraðir. Það á kannske ekki sízta þáttinn í því hversu menn tolla illa á skipunum. Það þyrfti að setja upp einhvers konar tómstundar herbergi um borð, bókasöfn t. d. Annars hef ég alltaf verið hepp- inn með menn og hef eins og er prýðis skipshöfn. Annað er eftirtektarvert — það er hversu drykkjuskapur og óregla sjó- manna er miklum mun minni en fyrr.“ „En smyglið?“ „Já, smygl er líka að mestu að hverfa. Ég held að það sé vartitalandi um það núna.“ „Hvert er ferðinni heitið næst?“ „Við förum eftir nokkra daga héðan frá Reykjavík og tökum stefnuna til New York. Annað veit ég ekki ennþá. Nú sem stendur er Dettifoss á strönd- inni.“ „Hvað finnst þér um hafnirn- ar hér, Eyjólfur?“ „Margar hafnir hér eru í slæmu ásigkomulagi, þótt fari batnandi með hverju árinu. Hér í Reykjavík þarf að stækka höfnina mikið. 30.000 tonna olíuskip, og þessi stóru farþega- skip, eiga að geta lagst að bryggju. Hér er of grunnt, jafn- vel Fossarnir standa i botni þegar fjarar. Mér lízt vel á að koma upp höfn inn í Sundinu. Það er tvímæalaust bezti stað- urinn. Eitt vil ég taka fram í sam- bandi við höfnina hérna. Af- greiðsla hér er mjög góð og verkamennirnir hér óvenju fljótvirkir miðað við vinnu við hafnir erlendis. Það mega þeir eiga.“ FARSÆLL SJÓMAÐUR. Við spurðum Eyjólf að lokum hvort hann gæti ekki sagt frá einhverjum atburði sem hefði komið fyrir á -hans langa sjó- mannsferli, lífsháska, erfiðleik- um eða ævintýri. Hann hugsaði sig lengi um, og sagðist síðan muna eftir einu sinni þegar hann fékk á pansarann. „Það var þegar ég var á Laugarfossi. Þá fluttum við hesta í lestinni. Það var vont í sjóinn og ég þurfti að fara í lestina til að hreinsa frá frárenslunum svo hún fylltist ekki af sjó. Það ,var óskemmti- legt verk innan um hálftryllta hestana, og svo þegar kölblár sjórinn steyptist yfir okkur, þá leizt mér alls ekki á blikuna.“ Það þarf varla frekar vitn- anna við. Það er farsæll sjó- maður, Eyjólfur Þorvaldsson. 77/ fundar við draugim ______________ .... j; |Þessi mynd er af þeim féíögum Stefáni og Jóni, en þegar j filman var framkölluð kom í ljós að Trékyllisvíkurdraugurinn \ liafði þomizt í myndavélina og gert þau spjöll sem sjá má. (Ljósm.Vísis). Út um gluggann sáum við hvar tveir menn stóðu og bis- uðu við að festa þakgrind á Fiatbifreið á óljósum aldri. Brátt kenndum við að þarna var kominn fréttamaðurinn og háðfuglinn Stefán Jónsson, á- sarnt magnaraverði útvarpsins Jóni Sigurbjömssyni. í augum uppi lá að þeir fé- lagar voru í þann veginn áð hleypa heimdraganum og við spurðum Stefán: — Ætlarðu að fara að festa menn á málband eða safna efni nýja bók? — Festa menn á málbönd, svaraði Stefán. Og bókin er í smíðum. — Hvert ætlið þið I þetta sinn? — Við ætlum að ferðast um svæðið frá Grímsey til Beru- fjarðar. Þar er margt að sjá og merkilegt að gerast. Við ætlum að hitta vestfirzka galdramenn og vera viðstaddir þegar þeir kveða niður draug í Trékyllisvik. Það gera þeir enn þá. Þar eru merkilegar menn. Þetta er góður bíll. Hann Jón á hann. Hann reyndist okk- ur vel í fyrra, bætti hann við og strengir grindina. Inn um gluggann mátti sjá aftursætið fullt af pappaköss- um. — Þetta er gamait brenni- vín, sagði Stefán. Við vorum að koma úr Ríkinu. Þetta er handa körlunum fyrir vestan. — Borgar Vilhjálmur svona vel? — Hann veit hvað til síns friðar heyrir. Hætt er nú við, maður. Stærsti kassinn ber merkið Vita-megrunarduft. — Það er handa honum Jóni, segir Stefán og glottir um leið og þeir félagar aka burt til fund ar við drauginn í Trékyllisvík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.