Vísir - 05.07.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 05.07.1962, Blaðsíða 4
VISIR Fimmtudagur 5. júlí 1962. TTT51] mm mzm V/////A \/////mz mmm r’ 'n p> WP...kT Landsliðsnefnd í vanda eftir slæ lega frammistöðu tilraunaliðsins Á 9. þúsund manns léhi hafa sig á völlinn í gærkvöldi til að sjá leik tilraunalandsliðsins og úrvals- liðs SBU. Er þess skemmst að minnast að Danir höfðu allt fram yfir okkar menn, og fyrst og fremst flýti á boltann, svo mikinn að allt virtist misheppnast hjá okkar mönnum langt fram í síðari hálfleikinn, eða eftir að fyrra mark íslendinga hafði verið skorað á 17. mínútu. Þessir 8 þúsund áhorfendur okkar reynd- ust heimaliðinu ekki mikils virði fyrstu 62 mínúturnar. Frá áhorfendasvæðinu heyrðist hvorki hósti né stuna; ekert var reynt til að örva okkar menn, en leikur á heimavelli er talinn sterkur þáttur einmitt vegna þess að þá má búast við örvandi áhorfendum, sem hafa ekki svo lítið að segja. Einn mann heyrði ég þó segja stundarhátt: „Hvar er knattspyrna, íslendingar?“. Góð spurning það. 3:0 fyrir Dani skorað seint í fyrri hálfleik af Olsen miðframherja frá vítateig. Danir fagna og rétta upp hendurnar „prísandi sig sæla“. Danir tóku þegar öll völd í sín- ar hendur og Hans Andersen var strax á fyrstu sekúndunum í sæmi- legu færi, en Heimir varði I horn. Fyrsta tækifæri íslendinga kom nokkuð snemma, Ríkharður var í sæmilegu færi og skallaði ágætlega en markvörður varði. KLAUFAMARK AF 25 METRA FÆRI Fagnaðarfundir eftir mark Kára Ámasonar frá Akureyri. Þórólfur Beck þakkar honum alls hugar feginn. Fyrsta mark Dana var hrylli- legt að sjá Iiggja inni. Skot Börge Andersen, h. framvarðar var að vísu fast og öruggt, en það var að mjög löngu færi, ekki minna en 25 metra löngu. Heimir var „beinfrosinn“ í mark inu og gerði ekkert fyrr en bolt- inn hvein I netinu. Mark með svo löngum aðdraganda á ekki að geta komið fyrir. . ... og enn kom mark aðeins 60 sekúndum síðar, hálfu verra en hitt. Heimir missir boltann klaufalega til Hans Andersen sem gaf boltann umsvifalaust til miðherjans Jens Olsen, sem skor aði þegar í tómt markið. Dönsk sókn-var nú á öllum víg- stöðvum og i flestum einvígum um boltann sigraði danskur og hvað eftir annað voru þeir nær búnir að skora mark. Jens Olsen skallaði fast og vel ré*“ " • þver- slá, þannig gek? -inn. Up íslendinga .íátt- lítil -g engu var líkara en að „stjörnur“ leiksins, Þórólfur og Ríkharður ættu að gera allt einir. Þórólfur var í eitt skiptið kominn upp að endamörkum með boltann, en ENGINN framlínumaður fylgdi með til að taka við fyrirgjöfinni, og þetta kom fyrir siðar £ leikn- um. Var þetta fullkomin uppgjöf eða fullkomið úthaldsleysi? Útherj arnir fengu boltann svo sjaldan að ( mesta furða var. Sigurþór v. út- herji fékk boltann þannig í 3 skipti i fyrri hálfleik og hætta skapaðist í öll skiptin. ENN EITT KLAUFAMARK Heimir fékk enn eitt mark á sig á 31. mínútu, 3:0 og var mjög Iélega að staöið. Það var Olsen miðherji, sem skaut af vítateig, ekki mjög föstum bolta, en nógu föstum til þess að Heimir missti hann inn: Stuttu síðar munaði sáralitlu að f jórða markið kæmi, og var það skalli á markið, sem Heimir varði í stöng og horn. ÍSLENDINGAR FUNDU ÖRLÍTINN NEISTA í SÍÐARI HÁLFLEIKNUM Síðari hálfleikurinn byrjaði þar sem þeim fyrri hafði slotað, með stanzlausri sókn af hálfu Dana. Munaði strax á 2. mínútu litlu að mark yrði, þegar skot hrökk af Bjarna Felixssyni, en hann fór fast í aðra stöngina. íslendingar sköpuðu hættu á 12. mínútu. Þórólfur gaf inn í örlitla eyðu við vítapunkt til Ríkharðs, sem hljóp inn í og koms*- upp að markinu, en markvörðurinn, Johan- sen, kom á móti og lokaði fyrir öll sund. M A R K ! ! ! Á 15. mínútu gerðust þau tákn og stórmerki með íslenzkum að boltinn gekk nú milli 6 manna, oft nokkuð tilviljanakennt, en gerði það þó samt. Þetta boðaði enn meira gott og á 17. mínútu fær liðið í tilraunaglasi lands- liðsnefndar dæmda homspymu fr vinstri. Boltinn sveif að marki Dana og setti það í hættu. Reyndi markvörðurinn að grípa háan bolta, en missti þegar í þverslá og beint niður á völlinn þar sem fótur Kára Ámasonar blakaði honum í netið, 3:1. Hertust „tilraunamenn" við þetta að mun og héldu nú uppi sókn í stað sffelldrar varnar áður. . . . OG GARÐAR SKORAR 3:2 Garðar var kominn inn að endamörkum á 25. mínútu og gaf háan bolta fyrir markið yfir markvörðinn og beint upp í homið bak við hann. Var þetta laglega gert hjá Garðari og spor í rétta átt af framverði, því sókn arframverðir hafa hingað til vart þekkst, eða a. m. k. allt og lítið, en í keppnum erlendis skora framverðir iðulega og nægir þar að benda á síðustu heimsmeist- arakeppni. Á 30. mínútu munaði litlu að Steingrímur skoraði, en markvörð- urinn kastaði sér fyrir hann áður en hann fengi skorað. Var nú allt Dönum í óhag. Heimir farinn að verja og íslendingar að sækja og tvívegis bjargaði öruggt úthlaup Heimis og í eitt skipti varði hann með þvi að setja fótinn fimiega fyrir skot frá Olsen, sem komzt inn fyrir í gott færi. 4:2 Á 40. mínútu kom síðasta mark leiksins. Það var v. út- herji, sem skaut að markinu allföstu skoti, en Olsen mið- herji hoppaði rólega yfir bolt- ann og villti um fyrir Heimi, sem sá boltann renna fram hjá og inn í markið án þess að hreyfa legg eða lið. Lauk leikn- um þannig með sigri Dananna, 4:2 sem má telja sanngjörn úrslit ALLT LIÐIÐ FÉLL Á PRÓFINU Tilraun landsliðsnefndar „sprakk í loft upp“ í tilraunaglasinu og eins og er er ekki gott að segja hverja af þessum 11 mönnum nefndin vinzar úr og hverja ekki. Mark- vörðurinn, Heimir Guðjónsson hefði ekki átt að standa í mark- inu þennan leik, þar eð hann hef- ur ekki leikið að undanförnu og stórleikúr er varla heppilegur til að byrja aftur. Heimir átti einn slakasta leik í ferli sínum og var þetta sannarlega sár leikur fyrir svo snjallan leikmann, sem Heim- ir er £ raun réttri. Bakverðirnir Árni og Bjarni stóðu sæmilega fyrir sínu og sama er um Hörð Felixsson að segja, \ c>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.