Vísir - 05.07.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 05.07.1962, Blaðsíða 6
VISIR Fimmtudagur 5. júlí 1962. Horfur á góðri að- sókn að Hólaskóla Vísir átti viðtal í síma við Árna Guðmund Pétursson skóiastjóra á Hólum f Hjaltada! og kvað hann vel horfa um aðsókn að skólanum í vetur og hefðu umsóknir byrjað að berast fyrir nokkru. Hann kvað skólann starfa með sama fyrirkomulagi í vetur og áð- ur, þ.e. í tveimur deildum, yngri deild og deild fyrir bændaefni, en reynt verður að auka verklega námið að mun, bæði að því er tekur til vélfræðináms, véianotkun ar og smfði, og enn fremur verður lögð áherzla á að þjálfa bændaefni til þess að dæma um búfé. Skólastjóri kvað innan héraðs vera um feikna áhuga að ræða fyr- ir að starfrækt yrði miðskóladeild að Hólum í vetur, en fyrir hana er mjög brýn þörf í héraðinu, en að sjálfsögðu verða búnaðarnem- endur að sitja fyrir, og því er mjög áríðandi, að umsóknir um skólann berist sem fyrst. — Auglýst hefur verið eftir tveimur kennurum, f stöðu þá sem skólastjóri hefur fkipað undangengin 10 ár, og aðra kennarastöðu til. Sláttur hafinn. Vorið var kalt og þurrt og spretta lítil framan af, en nokkuð hefur rætzt úr. Sláttur byrjar með seinna móti, en verður sennilega almennt byrjaður viku af júlí. Fyr ii viku byrjuðu þeir fyrstu og munu það hafa verið bændur á Efra-Ási og að Uppsölum í Hjalta- dal. Verkiegar framkvæmdir. Unnið er að mjólkurhúsinu, en það er nýtt hús f smfðum, og unnið er að því að koma rafmagns málum staðarins í viðunandi horf. Yfirlýsing frá LÍÚ Vegna yfirlýsingar stjórnar Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands, sem birtist f dagblöðum og útvarpi 28. þ. m. vill Landssam- band fsl. útvegsmanna taka fram eftirfarandi: Þann 30. apríl s.l. átti samn- inganefnd L.Í.O. viðræður við fulltrúa frá F.F.S.1_ um breytingu á samningi, um kaup og kjör yfir- manna á fiskibátaflotanum frá 14. febrúar 1961, án uppsagnar varð- andi kjör skipstjóra á síldveiðum með hringnót. Tillaga L.Í.O. um breytingu á samningnum var þann- ig, að í stað þess að skipstjóri fái 8% af brúttóafla, þá fái hann 2 hásetahluti. Á öllum öðrum veið- um, en síldveiðum hefur skipstjóri 2 hásetahluti og væri því fyrr- greind breyting mjög til samræmis við aðra kjarasamninga. segir, að margra vikna samninga- umleitanir hafi átt sér stað milli L.Í.O. og F.F.S.l. um kaup og kjör yfirmanna á síldveiðum, en samn- ingar ekki tekizt. Varðandi þann þátt yfirlýsingar F.F.S.l. að það telji sig samnings- bundið L.Í.Ú. verður ekki rætt hér frekar en gert hefir verið hér að ofan, en lítt er það skiljanlegt, að telja nú heimildina til uppsagnar vegna gengisbreytingarinnar ekki gilda eftir að hafa oftsinnis hótað á s.l vetri af framkvæmdastjóra F.F.S.Í. í umboði stjórnar F.F.S.Í. að segja samningnum upp á þessu sama ákvæði til fulltingis kröfu um breytingu á öðrum greinum samn- ingsins. Leiðarþing Gísla GÍSLI JÓNSSON alþingismaður hélt um helgina leiðarþing á Patreksfirði og ræddi þar um lands mál og héraðsmál. Om þessar mundir eru 25 ár síðan hann bauð sig í fyrsta skipti fram og um 20 ár síðan hann náði fyrst kosningu í Barðastrandarsýslu. Á eftir ræðu hans urðu almennar umræður og talaði þar m. a. Ari Kristinsson sýslumaður Barðstrend inga. Meðan Gísli var þingmaður Barðstrendinga hafði hann það fyr- ir sið að heimsækja hvern bæ, en eftir að kjördæmið stækkaði og nær yfir alla Vestfirði getur hann ekki komið því við lengur, en held- ur þá í staðinn leiðarþing. Hann hefur ferðazt um Strandasýslu. Síðar í sumar mun hann halda Ieið- arþing í Isafjarðarsýslu og Isafirði. — Fréttaritari. Héraðsmóf á HóEmavík HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Strandasýslu verður haldið á Hólmavík sunnudaginn 8. júlí kl. 8,30 e.h. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, og Sigurður Bjarnason, ritstjóri, munu flytja ræður á þessu móti. Þá verur sýndur gam anleikurinn „Heimilisfriður“ eftir Georges Courteline, í þýðingu Árna Guðnasonar, magisters. Með hlutverk fara leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmunds- dóttir. Enn fremur verður einsöng- ur og tvlsöngur. Flytjendur eru ó- perusöngvararnir KHstin'n 1 'Halls- son og Þórunn Ólafsdóttir og pí- anóleikari Skúli Halldórsson. Dans leikur verður um kvöldið. Konur mótmæla Auglýsið í Vísi Á nýafstöðnum fulltrúafundi Kvenréttindafélags Islands var mótmælt harðlega úthlutunarað- ferðum á listamannalaunum í ár og undanfarin ár, bæði almennt, en þó sérstaklega að því er tekur til listamannalauna kvenna. Ekki verður séð, að úthlutunar- nefndin starfi eftir neinum reglum, nema þá eftir einhverjum einka- sjónarmiðum, pólitískum eða bundnum við fjölskyldur og vini. Ein er þó sú regla, sem allar þessar nefndir virðast hafa farið eftir, og hún er sú, að konur skuli koma hér sem allra minnst til greina og viðurkenning á þeim sem lista- mönnum svo handahófskennd, að hreinni furðu gegnir. Á erlendum vettvangi á islenzk skáldkona smásögu í úrvali smá- sagna frá öllum löndum heims. I því safni eru aðeins 48 smásögur valdar úr 100.000 sögum, sem voru sendar. Saga þessi hefur nú verið þýdd á 10 tungumál, en ekki hefur skáldkonan talizt hæf til þess hér heima að komast t. d. í næsthæsta flokkinn hjá úthlutunarnefnd lista- mannalauna. Ein er sú tegund skáldskapar, sem liggur sérstaklega vel fyrir konum af eðlilegum ástæðum. Það eru barna- og unglingabókmenntir, ljóð, sögur og leikir. Þessi grein bókmenntanna hefur aldrei fundið náð fyrir augum úthlutunarnefnd- anna, og má reyndar segja, að það sé sama, hvort um karl- eða kven- rithöfund er að ræða. Þjóðin styn- ur undir útgáfu sorprita, sem hellt er yfir dómgreindarlitla unga Ies- endur. En það þykir ekki verð- launavert að skrifa góðar barna- bækur, sem eru eftirsóttar af æsk- unni og hollum lestur, bæði að málfari og efni. Má í því sambandi minna á, að á úthlutunarskrá lista- mannalauna í ár hefur verið strik- uð út kona, sem aðallega hefur helgað skáldgáfu sína þessu starfi, skrifað 20 viðurkenndar, góðar barnabækur og verið ritstjóri barnablaðsins Æskunnar i 26 ár. Svona var metið starf hennar fyrir yngstu lesendurna. Othlutun listamannalauna til kvenna er svo tilviljunarkennd að furðu sætir. Skáldkona hefur t. d. fengið listamannalaun í nokkur ár, svo er hún fyrirvaralaust strikuð út, og það alveg eins fyrir því, þó að bók hafi komið út eftir hana það árið engu síðri en xær, sem hún hefur áður skrifað. Svo er hún kannske sett inn aftur næsta ár án sýnilegra nýrra verðleika, og svona getur þetta gengið koll af kolli Með ýmsa karlmenn er það aftur á móti svo, að hafi þeir einu sinni komizt inn á skrána af einhverjum ástæðum, þá sitja þeir þar áfram, þó ekkert nýtt verk komi frá þeim um langt árabil. Þeir geta jafnvel hækkað í flokkum, án þess að hafa sýnt nokkra nýja verðleika eða Frámh. á 2. síðu. Nýtt Sjálfstæðisfélag Laugardaginn 23. júní kl. 4 e. h. var settur á Húsavík fundur sjálf- stæðismanna í Suður-Þingeyjar- sýslu. Fundarstjóri var Þórhallur B. Snædal, byggingarmeistari, Húsavík og fundarritari Páll Þór Kristinsson, viðskiptafræðingur, Húsavík. Fundurinn hófst með því að Jón- as G. Rafnar, alþingismaður, skýrði Fulltrúar F.F.S.Í. óskuðu eftir þvf, að tillaga þessi til breytinga á samningnum yrði send F.F.S.Í. bréflega og frestur yrði veittur til þess að kanna undirtektir skip- stjóra við tillöguna. Þann 2. maf var F.F.S.l. send tillagan og frestur gefinn til 8. maí til svars. Skriflegt svar barst ekki fyrir tiltekinn tfma, en framkvæmdastjóri F.F.S.l. tjáði fulltrúa L.l.O. 9. maí, að fyrrgreind breyting myndi ekki ná fram að ganga án uppsagnar á samningn- um. Stjórn L.l.Ú. samþykkti því 10. maf að segja samningnum upp með eins mánaðar uppsagnarfresti samkvæmt heimild f samningnum,! 3 sem er svohljóðandi: i 4 „Verði breyting á lögskráðu gengi íslenzku krónunnar, er samn ingur þessi uppsegjanlegur með 1 mánaðar uppsagnarfresti.“ Samningurinn er undirritaður 14. febrúar 1961, en gengisbreyting varð 4. ágúst 1961 og telur stjórn L.l.O. því fyrrgreint uppsagnar- ákvæði í fullu gildi. I bréfi dags. 10. maí var F.F.S.Í. tilkynnt uppsögnin, og að samn- inganefnd L.Í.Ú. væri þá þegar til- búin til viðræðna hvenær sem F.F.S.Í. óskaði. Margftrekað var gengið eftir svari frá F.F.S.l. um hvenær hægt væri að hefja viðræður og sfðast bréflega 22. júnf, en ávallt árang- urslaust. L.Í.Ú. telur, samkvæmt framan- sögðu, forsendur bráðabirgðalag- anna fullkomlega réttar, þar sem Ákærð en ástfangin Þessi mynd var tekin af kvik- myndaleikkonunni Sophiu Lor- en og manni hennar, kvikmynda stjórar» n Cario Ponti, er það fréttist fyrir nokkrum dögum, að höfðað yrði mál gegn þeim á Ítalíu, honum fyrir fjöl- kvæni og henni fyrir hlutdeild. Hámarkshegning, sem yfir þeim gætf vofað, er fimm ára fang- elsi. Hann er 52ja ára, hún 27 ára, og þau virðast hafa verið á- kaflega hamingjusöm f hjóna- bandinu. — Saksóknari ítalska ríkisins hafði haft mál þeirra til ýtarlegrar athugunar og það var að undangenginni þeirri at- hugun, sem málshöfðunfn var ákveðin. Þau voru gefin saman- í Ciudad Juarez f Mexiko sam- kvæmt umboði í september 1957. ítalskur dómari lýsti þá yfir, að Ponti væri enn kvæntur fyrri konu sinni Giuliana Fiastri, sem hann gekk að eiga 1936 i Milano, og lýsti ólög- lega ógildingu réttarins í Mexi- kó á þvf hjónabandi tveimur mánuðum fyrir hjónabandið í Juarez. Þegar Ponti frétti um máls- höfðunina var hann að leggja af stað til New York til þess að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd sinni Boccaccio og sagði: „Ég hefi ekkert um þetla heyrt, en ég treysti fyllilega á réttlæti á Italíu, Sophia er f Tirrenia fyrir norðan Rómaborg vegna þess að þar er verið að taka innan- hússmyndir f kvikmyndina Fangarnir f Altona, sem hún leikur aðalhlutverk f. „Hvað svo sem dómstólarnir úr- skurða," sagði Sophia fyrir nokkru, „breytir það engu um tilfinningar okkar“. frá þeim tilgangi og verkefni fund- arins að koma á fastri skipan á flokksstarfið í Suður-Þingeyjar- sýslu og Húsavík samkvæmt þeim skipulagsreglum, sem Sjálfstæðis- flokknum voru settar á landsfundi flokksins sfðastliðið haust. Þá flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, erindi um skipulag og starfsemi Sjálfstæðis- flokksins og þvf næst flutti Magn- ús Jónsson, bankastjóri, ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Sfðan voru al- mennar umræður og tóku til máls Vernharður Bjarnason, forstjóri, Húsavfk, Þórhallur B. Snædal, Páll Þór Kristinsson Hallgrfmur Þór- hallsson, bóndi Vogum, Jónas G. Jónsson, kennari, Húsavík og Magnús Jónsson, bankastjóri. Fundurinn samþykkti að stofna Sjálfstæðisfélag Suður-Þingeyinga og nær félagssvæðið til Suður- Þingeyjarsýslu og Húsavík. Þor- valdur Garðar Kristjánsson lagði fram og skýrði frumvarp að lögum fyrir félagið, sem síðan var sam- þykkt. Var það með og samþykkt að slíta Sjálfstæðisfélagi Húsavík- ur og meðlimir þess gerðust stofn- endur hins nýja félags. Voru stofn- endur félagsins samtals 65 að tölu. 1 stjórn félagsins voru kosnir Þórhallur B. Snædal, formaður, Bjartmar Guðmundsson, alþingis- maður, Sandi, Þorbjörn Áskelsson, útgerðarmaður, Grenivík, Páll Þór Kristinsson og Árni Kárason bóndi, Hallbjarnarstöðum. I varastjórn voru kosin Kristján Þórhallsson, bóndi, Vogum, ísleifur Sumarliða- son, skógarvörður, Vöglum, Vern- harður Bjarnason, Arnviður Ævar Björnsson, pípulagningarmeistari, Húsavík, og frú Ingun Jónasdóttir, Húsavík. Enn fremur voru Kosnir fulltrúar félagsins í fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins fyrir Suður- Þingeyjarsýslu og Húsavík og full- trúar í kjördæmisráð Norður- landskjördæmis eystra. Að af lokn um stofnfundi félagsins var hald- inn fundur í fulltrúaráðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.