Vísir - 13.07.1962, Qupperneq 9
Föstudagur 13. júlí 1962.
VISIR
1
Presturinn opnar dyr
kirkjunnar, gengur inn í
guðshúsið og lýtur höfði
til altaris. Svo heldur
hann eftir kirkjugólfinu
upp að grátunum og inn
fyrir þær, staðnæmist
þar.
Gripur er á altari,
kostgæfilega umbúinn.
Síra Arngrímur Jónsson í
Odda á Rangárvöllum hafði lát-
ið tilleiðast að sýna komu-
mönnum kirkju staðarins og
muni hennar. Blaðamaður spyr:
Getum við fengið að skoða grip-
inn? — Sr. Arngrímur kinkar
kolli til samþykkis, tekur frá
umbúnaðinn, dúk, er velum
kallast, þá ,palla“, sem er yfir
patínunni og þurrku (purifica-
torium) og svo kemur kaleikur-
inn í ljós, gulli sleginn, settur
steinum í hnúðnum og greyptur
postulamyndum og helgra
manna.
Hoc est enim Corpus
meum — þv£ að þetta er
líkami minn.
Hic est enim Calix
sanguinis mei, novi et æterni
testamenti, — því að þetta
er kaleikur blóðs míns, hins
nýja og eih'fa sáttmála,
etcetera.
Þetta hafa umboðsmenn
Guðs í Oddastað hvíslað ofan í
þenna kaleik síðan á 14. öld,
gegnum harðræði og duttlunga
aldanna.
— Hefur kaleikurinn ávallt
tilheyrt Oddastað?
— Hann hefur alltaf verið
eign Oddakirkju og ekki farið
héðan utan einu sinni til Parísar
á sýningu, að því er mér hefur
verið tjáð, segir sr. Arngrímur,
— hann er ekki safngripur.
— Hvernig stíll er á kaleikn-
um?
— Gotneskur hygg ég.
— Hvað sýna myndirnar?
—\ Þessi er t. d. krossfest-
ingarmynd, ásamt Guðsmóður
og Jóhannesi postula, síðan
mynd af Páli postula og Pétri,
Jóhannesi skírara. Og hér er
ein af heilögum Ólafi digra Har-
aldssyni.
„MAÐUR AN TRU-
AR ER DAUÐUR“
— Og þessar tvær sýna
hvað?
— Bartholomeus og Andrés
postula.
— Hvernig vitið þér, að þær
eru af þessum dýrlingum?
— Þeir þekkjast af einkunn
(symboli), sem þeir bera, t. d.
Andrés með skákross og Pétur
með lykil, svo dæmi séu tekin.
— Hvernig þekkist Ólafur
helgi?
— Hann heldur á öxi og
veldisepli. Sú myndin, sem nor-
rænumenn þekkja undir eins.
Fjórir fornlegir stjakar hvíla
á borðinu, millum þeirra er
róðukross úr málmi, líklega
koparblöndu, sem tekið hefur
á sig dimman blæ
— Krossinn? spyrjum vér.
— Hann hefur sennilega
bæði verið notaður sem skrúð-
Samtnl vii
sr. Arngrím
í Odda
göngukross og altariskross, er
líka 14. aldar gripur gotneskur
eins og kaleikurinn. Honum
hefur líka dvalizt hér eins og
kaleiknum.
X>étt í þessu rekum vér augu
í styttu af Maríu á stalli á
norðurvegg kórs.
— Er vanalegt að sjá Máríu-
líkneski í kirkjum á íslandi nú?
Kaleikurinn.
— Nei, þótt undarlegt megi
teljast.
— Hvers vegna er myndin
hér.
— Hún er gjöf til kirkjunnai
og sett til heiðurs heilagri
Guðsmóður, er ekkert óeðlilegra
að hafa slíka mynd en myndir
af postulum og öðrum helgum
mönnum á altaristöflum — auk
þess sem hún má gjarna
minna á, hvaða hlutverki María
gegndi í hjálpræðisverki Guðs
— — en það hefur oft viljað
vera dauft yfir því meðal-
lútherskra manna.
— Hefur fólk í söfnuði yðar
fjargviðrazt út af myndinni? —
Síður en svo . . . þvi finnst hún
falleg og eiga hér heima.
— Hvers vegna eru mótmæl-
endatrúar svo þröngsýnir, skeyt-
ingarlausir I viðhorfi til Maríu?
— Kannski ekki alltaf skeyt-
ingarleysi um að kenna, heldur
stafar þetta öllu fremur frá siða-
bótartímum, þegar áherzla var
lögð á að afnema dýrkun og tign
un dýrlinga og heilagra.
— Er ekki Maria meira en
dýrlingur, sr. Arngrímur?
— Hún hefur sérstöðu allra
manna á ( jörðu, því að Guð út-
velur haría tií að vera móður
frelsarans ....
— Er María ímynd allra
kvenna, prestur? — Allar mæð-
ur ættu að sjálfsögðu að taka
hana til fyrirmyndar ,í móður-
hlutverkinu.
Þarna á stallinum í Nikulásar-
kirkju er líkan af Maríu, sveip-
aðri kyrtli blám. Hún horfir náð
arsamlega fram í kirkjuna . . .
„Heil sért þú Maria, full
náðar, Drottinn er með þér,
blessuð ertu meðal kvenna
og blessaður er ávöxtur þins
lífs Jesús. Heilaga María
Guðs móðir, bið þú fyrir oss,
syndugum mönnum, nú og á
dauðastundu vorri. Amen“.
Þannig hljóðar Ave María,
bænin til hennar, sem er vernd-
ari okkar í nauðum og ýmsum
tilfellum, hjónabandi . . . ásta-
málum . . og jafnvel á ferða-
lögum. Flestum reynist vænlegt
til árangurs að biðjá til hennar
— ýmis kraftaverk gerzt við
■\/'instra megin — á kórvegg —
' er mynd af St. Nikulási,
kirkjudýrlingi í Odda. Lítur
myndin út eins og fresco, því að
áferð veggsins er þannig, að
hann sýnist gerður úr steini, svo
haganlega er hann málaður og
skreyttur.
í Biskupasögum er sagt frá
því, að Sæmundur fróði hafi lát-
ið smíða í Odda föðurleifð sinni,
„kirkju mikla ok lét vígja inum
heilaga Nikuláo, erkibiskupi“. Á
þeim tíma — 11. og 12. öld —
var algengt hér á lajidi að helga
kirkjur þessum dýilingi. Hann
var verndari sjófarenda og dýr-
lingur gjafmildinnar. Þess vegna
Séra Ásgrímur Jónsson í stofu sinni í Odda.
er hann sem jólasveinn eða St.
Claus um alla veröld.
Núverandi sigilium — eða
embættisinnsigli á stimpli —
Oddakirkju er mynd af Nikulási.
— Hvenær var þetta hús
reist?
—> 1924 £ tíð sr Erlendar
Þórðarsonar, fyrrennara míns,
en kirkjan, sem stóð þar á und-
an, var reist i tíð sr. Matthíasar
Jochumssonar skálds, sem sat
hér 1881-1887. Lét skáldið
byggja hana, þótti hrörleg, þeg-
ar hún var rifin.
— Er núverandi ramger? —
Hún er gerð upprunalega af van-
efnum, því þegar ég kem hingað
1946, var farið að bera á fúa
og kulda í henni, svo söfnuður-
inn ákvað að gera vel við kirkj-
una. 1953 var svo endanleg á-
kvörðun tekin um, að henni yrði
breytt. Kórinn var stækkaður og
sett söngloft í kirkjuna, glugg-
ar teknir og settir, í þá litað
gler, rúðufjöldinn aukinn, og
kirkjan öll máluð að utan og
innan.
Þegar horft er inn eftir kirkju-
skipinu og inn í kór til lofts og
veggja, sjást kyrrlátir og rnildir
litir, og maður hefur það á til-
finningunni, að þeir hafi verið
stílfærðir þannig, að skapa and-
rúmsloft, sem vekur helgitilfinn-
ingu. Mun mörgum finnast það
hafa tekizt. Siðaðir útlendingar,
sem kcma í Odda, og eru góðu
vanir, smekklegheitum, eru hrifn
ir af kirkjunni fyrir bragðið.
Svipurinn á kirkjunni er allur
þannig, að hún virðist ekki ný,
þótt hún sé nýmáluð og upp-
færð. Það er engu líkara en tek-
ið hafi sér bólfestu í henni gam-
alt íslenzkt andrúmsloft — sál-
rænt . . . trúarkennt — aftan úr
öldum. Litir í kirkjunni og aðrar
skreytingar falla inn í það, sem
þjóðarmenningin varðveitti
lengst af.
— TJ ver réð litunum og inn-
anskreytingu?
— Litaval var á valdi Jóns
Björnssonar málarameistara og
frú Grétu Björnsson, listmálara,
konu hans Höfðu þau bæði lært
kirkjuskreytingar í Svíþjóð og
Framh. á bis. 10