Vísir


Vísir - 13.07.1962, Qupperneq 15

Vísir - 13.07.1962, Qupperneq 15
Föstudagur 13. júlí 1962. VlSIR )5 SAKAMÁLASAGA ^ ► EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN 2. standa á þessu, hugsaði ég, en gæti verið, að þótt hún ætti bíl vildi hún kannske kaupa sér annan. Það kom henni .einni við. svo hugsaði ég sem svo, að vel Hún kom inn, klædd hvítum kjól með stuttum ermum, með gyllta sandala á fótum, og.það var eins og það kæmi svali af hafi með henni, og hún var fögur og fíngerð, alveg indæl, það sá ég enn betur nú. Við fórum út og hún settist undir stýrið. Ég lét sem ég væri að leita að bíllyklinum mínum, en þá gerði hún einmitt það, sem ég hafði búizt við, tók sinn eiginn lykil, stakk honum í, en áttaði sig svo allt í einu á, að mér kynni að þykja þetta grun- samlegt; og horfði á mig rann- sakandi augum, en ég lét sem ekkert væri og reyndi að líta út eins og ég væri farinn að hugsa um allt annað. Hvers vegna vildi hún leyna mig því ,að hún atti bíl fyrir? Það var það, sem ég var að hugsa um. - — Hann liggur vel á vegi og það er gott hljóð í honum, sagði hún er komið var út úr bænum og hún hafði aukið hraðann. — Þér akið vel, sagði ég og rétti henni sigarettu, sem ég var búinn að kveikja í. — Við hvað fáizt þér um þess ar mundir, herra Scarborough? — Sölumennsku aðallega, — seinast fékkst ég við fasteigna- T A R Z A „Setja þennan kjána aftur inn á svæðið“, öskraði Zatar og náði í allt fólkið. AW.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.1 sölu. —- Þér megið ekki taka það illa upp fyrir mér, en þér eruð víst ekki mjög störfum hlaðnir sem stendur? — Nei, en ég hefi von um að komast að í góðu starfi við verk- legar framkvæmdir í Arabíu — og þess vegna ætla ég að selja bílinn. — Hvenær ætlið þér? — Einhvern tíma í næsta mán- uði. / — Kvæntur? — Nei. Hefur yður nokkurn tíma dott ið í hug, að gaman væri að vinna sér inn mikið fé? — Flögrar það ekki að öll- um? Hví skyldi ég örvænta — Edison fann upp glóðarlampann — og ég mun kannske . . . . — Orðinn svona beiskur í lund og ekki nema tuttugu og átta. Rétt til getið? — Tuttugú Og níu. Er sveim- hugi og oft ánægður ef ég á 10 cent fyrir kaffi og kleinu- hring. — Ég var víst skárstur að sparka':'bólta. — Ætlið þér að kaupa bílinn. — Mér líkar hann, svo að okkur semur kannske. Þegar við npum staðar fyrir utan húsið /atlaði hún að renna lyklinum niður í töskuna sína. En ég rétti framb hendina eftir honum og hún yppti öxlum og lofaði mér að fá hann. Ég horfði ,.V.V.VAW.V,..V.V.V.V.V á tvo bíla við gangstéttina. Þeg- j ar ég hafði skoðað lykilinn spurði ég. — Er það kadiljákurinn eða Oldsmobilinn? I — Minn er í bílskúrnum. Þér i hafið augun hjá yður! — Hvað er hér á bak við? — Þarf eitthvað að liggja á bak við Kannske ég vilji hafa tvo bíla. — Eða yður langar bara út að aka? — Nei, sagði ég ekki, að okk- ur kynni að semja. Ég fór inn með henni og þeg- ar hún hafði lokað dyrunum á eftir sér tók ég utan um hana, þrýsti henni að mér og kyssti haxa. En það var eins og að kyssa vaxbrúðu og hún vék sér undan. — Ég átti ekki við þetta, er ég sagði að okkur mundi semja. Ég ætla að spjalla um viðskipti við yður. Hún kom með tvö glös og blandaði whisky og sódavatni saman. Svo settist hún og tók sér sigarettu og beið greinilega eftir, að ég kveikti í hjá henni, en mér hafði gramizt og lét sem ég væri annars hugar. — Hvers konar viðskipti?, spurði ég. — g er að reyna að átta mig á yður, sagði hún og kveikti sjálf í sigarettunni. — Hvers vegna? Ég og maðurinn minn höfum sér eins og honum sýnist helming eins og ég vil hinn helminginn. gert samkomulag, hann má hegða sumarleyfisins, ég má hegða mér — Ég held, að ég skilji yður nú. Hetja átján ára — framtíðar draumurinn í rústum eftir sjö ár. Yður gekk vel að selja framan af, því að það var enn ljómi um yður frá frægðarferlinum, en svo fóru menn að gleyma yður. Seinasta árið sem þér voruð í háskóla lentuð þér í árekstri. — Það var kona annars manns í bílnum. — Jæja, svo að þetta hafið þér rifjað upp. En það eru til konur sem freista ungra knattspyrnu- manna . . . og ,en sleppum því. — Hafið þér áhuga fyrir því, sem ég ætla að ræða við yðúr? Hér er um mikið fé að ræða, en þarf hugrekki til þess að sækja þá. — Á að stela — ræna . . . — Nei, það er búið að stela þessum peningum tvisvar. Hér er um 120,000 dollara að ræða. II, kapituli. Ég blístra og svo var þögn ríkjandi um stund. — Hvernig líst yður á? spurði hún. \ — Ég veit of lítið til að geta sagt neitt. v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v *ANF THEN 5K.1NS POCTH HIS ILLUSTKIOUS OF'P’ONENT!// ...LATEK, TKEA\BLINS MONGOLS APf’KOACHEP’ A SAK.KEP7 CAGE. PRO/A WITHIN A VOICE LAUGHER. HI7E0US ANF WiANIACAL— HERE WAS THE KILLEkI lO-L2-56gf Og sækið síðan hinn nafnfræga andstæðing Síðar, skjálfandi Mongólar gengu inn í tjald mik- ið, þar sem brjálæðislegur og villtur hlátur heyrðist. Þarna var dráparinn mikli. .v.v.-. Barnasagan Kalls og eldurL. m?* > ív: ksYv '/vsk ( sjl mr- ós, - Slapzky fursti gekk fyrstur afkomanda Slapzkyættarinnar". land. „Velkominn hingað yðar há- j „Hvað“, æpti Kalli, „hvað mein- tign. Ég er djúpt snortinn af þei.n ið þér, með síðasta afkomanda" heiðri að fá að taka á móti síðasta I Greifinn greip sverðið og hélt frammi fyrir Kalla. „Hvernig dirf- ist þér að gera athugasemdir við mín orð. Ég fullvissa hvern sem er að ég hef ekkert illt í huga, og ég get svarið við sverð mitt að meðan furstinn dvelst hjá mér sem gestur minn, mun ekkert koma fyrir slapzkyanska eldinn. — Nú, ég verð að taka á mig áhættu, eigi ég nokkurn tíma að komast yfir þennan fjársjóð, sagði hún. Ég get það ekki á eigin spýtur og þér eruð líkleg- astur allra til þess að geta hjálp- að mér. Það þarf hugrekki til, gáfur, snarræði — og til hlut- verksins þarf mann, sem lögregl an grunar ekki. Yður mundi verða vel launað. Hún var köld og ákveðin og hafði reiknað allt út. — Hver á þessa peninga? spurði ég. Hvar eru þeir? — Ég held að ég viti hvar þeir eru, svaraði hún, en minnt- ist ekki á eignaréttinn. Hafið þér nokkurn tíma heyrt nefndan á nafn mann, sem heitir J. N. Butler. — Nei, hver er hann. — Andartak. Hún fór inn í svefnherbergið og þegar hún kom aftur rétti hún mér tvær blaðaúrklippur. Önnur var frá Sanport og var dagsett 8. jní — eða fyrir tveim- ur mánuðum: J. N. Butlers bankastjóra Firts National Bank í Mount Temple, sem hvarf með 120.000 dollara af fé bankans í fórum sínum, er enn leitað af lögreglunni. Butler var í miklu áliti í bæn- um. Hans hefur verið saknað síðan á laugardag s. I., en að því er kona hans segir ætlaði hann þá til stangveiði í Louisiana. Hann kom ekki heim á sunnu- dagskvöld og á mánudagskvöld kom peningahvarfið í ljós. Hinar úrklippurnar voru úr blaði, sem kom út þremur dög- um síðar og var sagt þar, að bíll Burtlers hefði fundizt í San- port, og að hans væri leitað um allt land. — Þetta var fyrir tveimur mánuðum, sagði ég og lagði frá mér úrklippurnar. Hefir hann fundizt? — Nei, svaraði hún, og ég held ekki, að þeir finni hann. Ég er viss um, að hann fór ekki frá Mount Temple, — að minsta kosti að hann hafi ekki komizt þaðan lifandi. Ég lagði glasið varlega frá mér og virti hana fyrir mér og veitti sérstaklega athygli andlitssvip hennar. Það þurfti ekki skarp- skyggni leynilögreglumannsins til að sjá að hún vissi meira en lögreglan. Hún brosti. — Hefi ég vakið áhuga yðar? — Ekki get ég neitað því. — Gott og vel, — ég er hjúkr- unarkona/ ég var átta mánuði í Mount Temple og stundaði þar konu, sem var lömuð að hálfu,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.