Vísir - 13.07.1962, Page 16
x :
ÍSIR
gl5gMMa»^fTTBilH—yiilljgsmi
50
Föstudagur 13. j'úlí 1^62.
----- -. ---------------
Góð síldveiði var sl. sólarhring
á austursvseðinu á milli Glettinga-
ness og Digranesflaks, aðallega á
Héraðsflóa, og mun aldrei hafa
verið betri þar í sumar. Vitað var
um .54 skip kl. 8 í morgun, sem
fengið höfðu samtals 56550 mál.
Síldin á Austfjarðamiðum er stór
og fer batnandi. Veður er gott
eystra en slæmt skyggná.
Á austanverðu miðsvæðinu var
rýr afli í gærkvöld og nótt, vitað
var um 11 skip sem fengu þar alls
2360 tunnur.
Leitarskipin fundu nokkrar stór-
ar torfur í utanverðu Húnaflóadýpi
og 42 mílur NNA af Gnmsey_ Veð-
ur er gott á öllu svæðinu.
Eftirtalin skip höfðu tilkynnt
síldarleitinni um afla kl. 8 í morgun
sem hér segir:
Sólrún 450 tn. Sæfari 900 tn.
Sunnutindur 1300 mál. Björgúlfur
1200 mál. Ljósafell 150 tn. Víking-
ur II 80Ó mái. Ágúst Guðmunds-
son 100 tn. Faxaborg 100 tn. Hug-
inn VE 100 tn. Stapafell 1050 mál.
Vilborg 550 mál. Þórsnes 900 mál.
Steingrímur trölli 1500 mál. Guð-
finnur 600 mál. Gylfi II 750 mál.
Hannes lóðs 750 mál. Ólafur Magn-
Framh. á 5. síðu.
Þessi mynd er af byggingu í-
þróttahallarinnar, sem verið er
að reisa inni í Laugardal. Vek-
ur bygging þessi mikla athygli
allra þeirra, sem þarna fara um,
vegna þess sérkennilega máta,
sem á byggingaraðferðinni er.
Eru reistir óhemjumiklir pall-
arj eins og sjá má, sem notaðir
eru við steypu þaksins og súln-
anna í veggjunum.
BifreiBin fór í ioftköstum
og Ienti40m. frá veginum
Karolína
Framhaldssagan franslca frá
stjórnbyltingartímanum, sem
að undanförnu hefur birzt hér í
blaðinu, hefir reynzt sérstaklega
vinsæl meðal lesenda, og þegar
sögunni Iauk á miðvikudag
hringdu ýmsir og spurðu hvort
sögunni væri „áreiðanlega lok-
ið“ o. s. frv. og hvort ekki væri
þá til framhald, sem iíka
kæmi í blaðinu. Sagan er öll
komin, en í framhaldssögu er
greint frá Karólinu í útlegðinni
og fleiri, er við sögu hafa
konúð og hefur biaðinu tekizt
eftir nokkra fyrirhöfn að ná i
hana. Verður hún birt sem
framhaldssaga hér í blaðinu
þegar lokið er sakamálasögunni,
sem hófst í gær, en hún er frem-
ur átutt
opnar
Hótel Saga, hið nýja og glæsi
lega gistihús í höfuðstaðnum,
tekur á móti fyrstu gestunum
annað kvöld. Þeir verða 50-60
og koma með flugvél Flugfélags
íslands frá London á vegum
Ferðaskrifstofu ríkisins. Hefir
Þorvaidur Guðmundsson hótel-
stjóri það eftir forstjóra Ferða
\ skrifstofunnar, að orðið hefði
að senda þessa gesti til baka,
vegna skorts á gistirými, ef hið
nýja hótel hefði ekki komið til.
Þorvaldur sagði f viðtali við
Vísi í morgun að orðið hefði að
opna fyrr en hægt var með
■góðu móti, vegna þess að svona
stóð á.
Það hefir nú verið gengið
snyrtilega frá anddyri hins nýja
hótels, fimmta hæðin er altil-
búin, en þar eru gistiherbergi,
og morgunverðarsalur á efstu
hæð hússins verður nú tekinn \
í notkun, en einvörðungu fyrir
næturgesti.
KAJAK MILLI
LANDS OG EYJA
Tveir menn slösuðust, bifreið ó-
nýttist og önnur stórskemmdist í
nótt, er þeim var ekið með ofsa
hraða, þannig að ökumennirnir
misstu stjórn á þeim og bæði far-
artækin uitu.
Klukkan 1.42 eftir' miðnætti var
Kristmundur Sigurðsson lögreglu-
maður í umferðardeild rannsóknar
lögreglunnar kallaður út og honum
tiikynnt að bifreið hefði hvolff vjfS
Skúiatorg. Þegar Kristmundur
kom á staðinn lá fólksbifreiðin
R-12659 þar á hliðinni mjög illa
farin. Hafði henni verið ekið á
ofsalegri ferð austur Skúlagötuna,
en þegar kóm inn í hringinn á
torginu hafði ökumaðurinn ekki
fullkomið vald á farartækinu svo
það lenti utan í hringbrúninni og
vált. En ferðin þá svo mikil að
bifreiðin endasentist yfir þvera ak
brautina og ekki gott að vita hve
iangt ef hún hefði ekki lent á
ljósastaur og staðnæmzt við hann.
Var djúpt far inn í bifreiðina eftir
staurinn og staurinn sjálfur bogn-
aði, svo sýnilegt er að höggið var
mikið. Einnig kom far inn í þak
\ bifreiðarinnar frá götubrúninni þar
sem bíllinn staðnæmdist. Er hún
stórskemmd.
Þrír menn voru í bifreiðinni,
tveir þeirra drukknir, sá þriðji ó-
drukkinn. Sá ódrukkni hafði að
því leyti umráð yfir bifreiðinni að
hann hafði hana í viðgerð fyrir
eigandann. En hann sagði að hinir
drukknu hefðu neytt sig til að láta
bíllyklana af hendi við þá, án þess
þó að til átaka hafi komið, og það
var annar þeirra sem ók bifreið-
inni þegar hún valt. Auk þess sem
hann var drukkinn hafði hann ekki
réttindi til aksturs, því hann hafði
verið sviptur ökuréttindum fyrir
nokkru óm þriggja ára skeið.
Gegnir furðu að aðeins einn
þeirra þremenninganna skuli hafa
slasazt, en það var sá þeirra sem
ódrukkinn var. Hann var fluttur
í slysavarðstofuna og þar teknar
af honum röntgenmyndir. Kvaðst
Kristmundur vita það síðast til
hans að læknar héidu hann ekki
vera alvarlega slasaðann. Hinir
tveir mennirnir voru fluttir í fanga
geymsluna.
í loftköstum.
Rétt þegar Kristmundur var ný
kominn heim tii sín eftir rann-
sóknina í máli þessu, háttaður og
var að festa blund var hann ræstur
út að nýju. Hafði Carlsen minnka
bani þá ekið fram á mann, slasað-
an á Suðurlandsvegi, skammt fyrir
neðan Rauðavatn og séð illa leikna
bifreið spöl fyrir utan veginn.
Framh. á 5. síðu.
Mucmillan / vanda
Úrslit seinustu aukakosninga á
Bretlandi kunnu að hraða endur-
skipulagningu brezku stjórnarinnar.
Brezk blöð ræddu í gær vanda
þann, sem Macmillan er í vegna
fylgistaps flokksins og orðróms um
að hann ætlaði að endurskipuleggja
stjórn sína, — Iáta nokkra „gamla“
ráðherra róa og unga, framgjarna
menn í flokknum koma f þeirra
stað, og var gizkað á, að Selwyn
Lloyd fjármálaráðherra, McLeod o.
fl. myndu hverfa úr stjórninni. Er
þessi breyting, ef af henni verður,
vafalaust gerð vegna hnignandi
V Framh. á 5. síðu.
í gær var verið að hefja leit
í Vestmannaeyjum að tveimur
þýzkum mönnum, sem höfðu
ætlað að róa í kajak eða húð-
keip frá Landeyjasandi til Vest-
mannaeyja. En rétt þegar leitin
var að hefjast komu þeir fram
undir Eyjum. Hafði för þeirra
milli lands og Eyja gengið vel.
Þjóðverjarnir, sem eru 24 og
20 ára, eru á ferð í húðkeipum
sínum meðfram allri suður-
ströndinni og ætla bráðlega að
róa frá Vestmannaeyjurp til
lands, fara síðan gegnum Gatið
í Dyrhólaey austur með Mýr-
dalssandi, upp Kúðafljót og
Skaftá að Kirkjubæjarklaustri.
Þegar þeir komu til Eyja
fengu þeir að borða í matstofu
Hraðfrystistöðvarinnar og gist-
Framh. á 5. síðu.
■ *,
j; hæstu \
■; stöivurnur ■
1 B!
V Eftirtaldar söltunarstöðvar á'
•Jsiglufirði höfðu salta yfir 1000’
■’tunnur hver sem hér segir í‘
/gær: Haraldur Böðvarsson 3700,*
jjlsafold 3379, Hafliði h.f. 2308,1
SReykjanes 2200, Kristinn Hall-Ó
Vdórsson 1300, Síldarsöltun Ís-J
■'firðinga 1130 og Skapti Stefáns-j
I’son 1127.
Talað yfir Atlantshaf
í nótt um TELSTÁR
Tilraunin með fyrsta símtaliö
yfir Atlantzhaf uni TELSTAR átti
sér stað í nótt og tókst ágætlega.
Ríkir mikil ánægja hjá forráða-
mönnum bandaríska talsíma og rit-
símafélagsins yfir þessu, því að
annar höfuðtilgangurinn með Telst-
ar er að kanna til hlítar skilyrðin
fyrir slíku fjarskiptasambandi, en
það hefði framtíðarþýðingu, gæfist
það vel, þar sem sæsímarnir yfir
Atlantzhaf anna ekki nándar nærri
að kýma áfram símtölum, sem um
er beðið.
Þá ríkir mikil ánægja yfir
hversu vel gekk að sjónvarpa og
endursjónvarpa frá Telstar. For-
ráðamenn Talsíma og ritsímafélags
ins segja, að þegar búið sé að koma
á loft 20 — 25 gervihnöttum eins og
Telstar geti allar þjóðir notið sjón-
varps um gervihnetti og þeir segja,
að Rússar geti nú fengið afnot af
Telstar, en til þess þurfi þeir sér-
stök tæki og upplýsingar, sem fé-
lagið muni fúslega láta þá fá, ef
þeir óski og ^andaríkin leyfi.
Sjónvarpssendingin frá Frakk-
landi í fyrrinótt stóð 8 mínútur en
| sú frá Cornwali, Englandi, 12 míl-
ur, og töldu sjónvarpsnotendur í
| Bandaríkjunum þær fyllilega sam-
| bærilegar við innlendar sjónvarps-
| sendingar.
mm EBNARS-
%m NROSSHÚSUfifB
LATINN
Einar Einarsson Krosshúsum í
Grindavík lézt í fyrrinótt að heim-
ili sinu 59 ára að aldri. Hann varð
bráðkvaddur. Einar var kvæntur
danskri konu, Ellen Einarsson, og
áttu þau 3 dætur uppkomnar. Ein-
ar fékkst aðallega við verzlunar-
störf á seinin árum og var kunnur
maður og vinsæll.