Tölvumál - 01.05.1990, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.05.1990, Blaðsíða 5
Tölvumál Maí 1990 Frá ritstjóra Ágúst Úlfar Sigurðsson, tæknifræðingur Heimsókn til Landsvirkjunar Miðvikudaginn 16. maíbauð Landsvirkjun félagsmönnum SÍ til kynningar á hinum nýja kerfisráði sínum. Á fjórða tug félagsmanna þáði boðið. Landsvirkjunarmenn lýstu ýmsum helstu atriðum varðandi hlutverk og tæknilega þætti kerfisins. Fram kom í máli þeirra að heildarverð kerfisins er á núvirði talið vera 840 milljónir króna og er það að mestu leiti keypt frá bandaríska fyrirtækinu Harris. Kerfið er allt skipulagt og byggt með rekstraröryggi í huga. Því eru megintölvur þess hafðar tvær og sömuleiðis eru seguldiskar kerfisráðsins tveir. Ef bilunar verður vart í aðaltölvu eða seguldiski er varaeiningin ávallt í viðbragðsstöðu til að taka við. Gögn á varadiski eru sífellt uppfærð til samræmis við aðaldisk svo að engar gloppur myndist þótt skipta þurfi milli diska. Fjarskiptatengingar eru tvöfaldar og orkumötun til tölvukerfisins er tryggð þótt allar virkjanimar í landinu myndu bregðast samtímis. Þá tölvu sem er til vara má hverju sinni nýta sem kerfíshermi fyrir þjálfun starfsfólks og ýmiss konar tilraunir með rekstur raforkukerfisins. Eftir kaffidrykkju var gengið niður í kjallara hússins þar sem tölvur og stjómborð em staðsett. Þar mátti líta tölvuskjái kerfisráðsins ásamt fimastórri ljósatöflu með mynd af landinu og veitukerfi Landsvirkjunar. Af skjáunum mátti lesa allar helstu tölur um rekstur Landsvirkjunar á hverju augnabliki, allt frá stöðu einstakra rofa í Sigölduvirkjun til heildartölu yfir raforkuframleiðslu í öllum virkjununum samanlagt. Það vakti athygli undirritaðs að flestir textar á tölvuskjáunum voru á íslensku, en sumir á ensku. Fékkst það upplýst að markmiðið væri að íslenska alla texta og skipanir, en verkið sækist seint því textarnir em í mjög mörgum tilfellum fastar í forritum, sem em ýmist skrifuð í smalamáli eða Fortran. Viðhald á hug- og vélbúnaði verður á höndum íslenskra tæknimanna fyrir utan það sem fellur undir ábyrgðarviðgerðir fyrstu 2 árin. Við óskum starfsmönnum Landsvirkjunar til hamingju með glæsilega og vel útbúna stjómstöð og þökkum þeim góðar viðtökur. Rafbakhjarl SKÝRR Til að bæta rekstraröryggi hafa SKÝRR tekið í notkun rafbakhjarl, en svo nefnist tæki, sem hreinsar og bætir rafmagnið, sem knýr tölvusamstæðu fyrirtækisins. Eftir tilkomu rafbakhjarlsins á að vera tryggt að spennusveiflur og algjört straumrof í allt að 5 mínútur valdi ekki neinni truflun á tölvurekstri SKÝRR. 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.